Mosfellingur - 04.04.2013, Page 20
Leikur í Lengjubikar
við Víði á morgun
Karlalið Aftureldingar í knattspyrnu
hóf þátttöku í Lengjubikarnum á
dögunum með sex marka sigri á
Hamar, gerði svo 1-1 jafntefli við HK
í annarri umferð. Okkar menn eru
í efsta sæti riðilsins með fjögur stig.
Næsti leikur er á morgun, föstudag
kl. 19 á gervigrasvellinum að Varmá,
Afturelding - Víðir. Það verður
Aftureldingarkaffi á könnunni í
gervigrashúsinu og góðmennt í
brekkunni, svo það er um að gera að
snara sér í úlpu og kíkja á skemmti-
legan leik.
- Íþróttir20
Birgir Freyr lánaður
til Virum í Danmörku
Birgir Freyr Ragnarsson, fyrirliði
knattspyrnuliðs Aftureldingar, hefur
gengið til liðs við danska félagið
Virum BK á láns-
samningi. Birgir
hefur stundað
háskólanám í
Kaupmannahöfn
í vetur og sam-
hliða því hefur
hann æft með
Virum sem leikur
í dönsku 2. deildinni. Birgir mun
leika með Virum næstu vikurnar
áður en hann kemur aftur til Íslands
í júní og tekur upp þráðinn með
Aftureldingu.
Skráning hafin í
sumarbúðir KFUM
Skráning er hafin í sumarbúðir
KFUM og KFUK. Í sumar verður
boðið upp á 52 dvalarflokka fyrir
börn á öllum aldri í Vatnaskógi,
Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og
Hólavatni. Hægt er að skrá börn í
sumarbúðir að Holtavegi 28, hringja
í síma 588-8899 eða á heimasíðu
félagsins www.kfum.is. Skráning
hófst laugardaginn 16. mars og var
þá haldin vorhátíð að Holtavegi 28.
Ýmislegt skemmtilegt var í boði
fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt
dagskrá. Má þar nefna hoppukast-
ala, candy floss, andlitsmálun og
ýmislegt fleira skemmtilegt. Kaffi og
kaffiveitingar voru á boðstólum.
Afturelding endaði í neðsta sæti í N1 deild karla
Engin uppgjöf í
handboltanum
Handknattleikslið Aftureldingar tapaði síðasta leik tímabilsins gegn Val
og endar því í botnsæti deildarinnar. Mikil meiðsli settu strik í reikn-
ingin á tímabilinu og liðið náði ekki að sýna sitt rétta andlit. Þrátt fyrir
slakan árangur er engin uppgjöf í herbúðum Aftureldingar. Konráð
Olavsson mun stýra liðinu áfram en hann tók við keflinu eftir áramót
af Reyni Þór Reynissyni. Aðalfundur handknattleiksdeildar fór fram í
gærkvöldi og mun stjórnin starfa óbreytt áfram.
Að sögn Ásgeirs Sveinssonar formanns meistaraflokksráðs munu
strákarnir mæta öflugir til leiks að ári hvort sem liðið leiki í 1. deild eða
þeirri efstu.“ Ákvörðun um fjölgun liða í efstu deild verður tekin á árs-
þingi HSÍ í lok mánaðarins. „Við munum byggja á þessum frábæra hóp
sem við erum með í höndunum og handboltinn í Mosfellsbæ verður
áfram á fullri siglingu. Í vikunni var gengið frá tveggja ára samningi við
hinn efnilega Birki Benediktsson og einnig er ljóst að markmaðurinn
Davíð Svansson mun leika með liðinu áfram á næstu leiktíð. Samningar
standa yfir við aðra leikmenn og er Ásgeir vongóður um að halda sem
flestum leikmönnum á næsta tímabili.
Það er því hugur Mosfellingum og menn farnir að undibúa áfram-
haldandi uppbyggingu í handboltanum.
konráð stýrir
liðinu áfram
Davíð spilar áfram
með afturelDingu
Birkir skrifaði
unDir í vikunni
Hilmar leggur
skóna á Hilluna
Glæsilegur árangur
hjá Telmu Rut
Telma Rut Frímannsdóttir úr
karatedeild Aftureldingar hreppti
bronsverðlaun í -61 kg flokki kvenna
á opna sænska meistaramótinu í
kumite í Malmö sem fram fór helg-
ina, 23.-24. mars.
Á dögunum var haldið bikarmót II í taek-
wondo og líkt og á undangengnum mótum
stóðu keppendur Aftureldingar sig einstak-
lega vel. Það sem gerði mótið enn ánægju-
legra var að það var haldið að Varmá og er
það mál þeirra sem að mótinu komu, bæði
sem keppendur og áhorfendur, að aldrei
fyrr hafi jafnvel tekist til við mótahald í
greininni. Rúmlega 250 iðkendur voru
skráðir til leiks á laugardegi og sunnudegi
og gekk mótið algerlega snurðulaust fyr-
ir sig. Það voru ánægðir keppendur sem
héldu heim á leið að móti loknu.
Á laugardeginum, þar sem keppt var í
barnaflokkum, náði Afturelding öðru sæti
í heildarstigakeppni og á sunnudeginum,
þegar keppt var í unglinga- og fullorðins-
hópum varð félagið í þriðja sæti.
Sex Íslandsmeistaratitlar
Um miðjan mars var svo haldið Íslands-
meistaramót í bardaga hjá Ármanni. Aft-
urelding sendi 11 keppendur til leiks að
þessu sinni, en alls voru um 130 keppend-
ur skráðir. Afturelding náði besta árangri
allra liða á mótinu, þegar horft er til fjölda
iðkenda frá hverju félagi, og hreppti hver
einasti keppandi félagsins verðlaunasæti.
Afturelding fékk þannig hvorki meira né
minna en sex Íslandsmeistaratitla, en Vig-
dís Eyjólfsdóttir, Ágúst Örn Guðmunds-
son, Níels Salómon Ágústsson, Erla Björg
Björnsdóttir, Herdís Þórðardóttir og Hauk-
ur Skúlason unnu gullverðlaun í sínum
flokkum.
Nýr formaður deildarinnar
Aðalfundur taekwondodeildarinnar var
haldinn á dögunum. Þar urðu formanna-
skipti, Richard Már Jónsson lét af starfi
formanns og við tók Haukur Skúlason, en
báðir eru ið
ricHarD már
jónsson
250 iðkendur á bikarmóti að Varmá • Afturelding með frábæran árangur Íslandsmeistaramóti
Uppgangur í Taekwondodeildinni
fagnað að loknu
íslanDsmeistaramóti
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
GRÍPTU MEÐ ÞÉR GÓMSÆTA
ELDBAKAÐA
PIZZU
ELDHEIT MEÐ
TVEIMUR
Stærri pizza með tveimur
áleggstegundum.
1.590 kr.
TVENNU
TILBOÐ
Þú kaupir eina pizzu af matseðli og brauðstangir og færð aðra pizzu sömu
stærðar að auki.
SÓTT SÓTT
BÆJARLIND • HRAUNBÆ • GRENSÁSVEGI • MOSFELLSBÆ