Mosfellingur - 27.09.2012, Qupperneq 28

Mosfellingur - 27.09.2012, Qupperneq 28
Dósasöfnun fyrsta fimmtudag í mánuði Krakkarnir í sunddeildinni hafa þann háttinn á að safna dósum og flöskum í Mosfellsbæ fyrsta fimmtu- dag í hverjum mánuði. Dagana á undan eru krakkarnir að forsafna til að létta verkið á hinum form- lega söfnunardegi. Þetta er helsta fjáröflun deildarinnar sem stendur straum af kostnaði vegna móta og annarrar starfsemi deildarinnar. Þessi fjáröflun krakkanna hefur líka gert þeim kleift að fara í æfingaferð- ir annað til þriðja hvert ár. Þeir sem hafa verið duglegastir að taka þátt í dósasöfnun hafa þannig fjármagnað stóran hluta ferðakostnaðar. Síðast- liðið sumar fóru krakkarnir til Beni- dorm á Spáni. Stjórn sunddeildar- innar vill biðja alla bæjarbúa að taka vel á móti sundkrökkunum þegar þau banka uppá í dósasöfnun. Nýr yfirþjálfari sund- deildar Aftureldingar Í sumar hætti Ragnheiður Sig- urðardóttir sem þjálfari sund- deildar Aftureldingar. Ragga er búin að starfa sem yfirþjálfari sunddeildarinnar um langt árabil. Stjórn sunddeild- arinnar hefur ráðið Salóme Rut Harðardóttur sem yfirþjálfara. Sal- óme lauk prófi í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands í vor og stundar nú meistaranám við Háskólann sam- hliða sundþjálfuninni. Yfirþjálfari sunddeildarinnar hefur yfirumsjón með öllum flokkum deildarinnar en sér alfarið um þjálfun Gullhóps. Stjórn sunddeildarinnar þakkar Röggu fyrir gott starf innan deildar- innar og býður Salóme velkomna. Getraunaleikurinn hefst á laugardaginn Hinn ómissandi og vinsæli hópaleikur knattspyrnudeildar í getraunum hefst laugardaginn 29. september kl. 11:30-13:00 á Hvíta riddaran- um, félagsheimili knattspyrnudeild- ar. Tveir mynda hvern hóp og gefa honum nafn. Sá sem hefur betra skor í hvert skipti fyrir sig, telur fyrir hópinn í keppninni. Hópunum verður skipt í riðla og tippað í átta vikur. Þá tekur við úrslitakeppni í fjórar vikur, þar sem efstu tvö lið í hverjum riðli keppa í efri deild og aðrir í neðri deild. Keppnin endar á lokahófi og verðlaunaafhendingu þar sem krýndir verða getrauna- meistarar Aftureldingar. Allir eru velkomnir að taka þátt. - Íþróttir28 Samið við John til næstu tveggja ára Írinn John Andrews hefur skrifaði undir tveggja ára samn- ing við Aftureldingu um að þjálfa kvennalið félagsins áfram en hann tók við liðinu á miðju sumri 2010 og stýrði því út tímabilið. Undir sjórn John’s náði liðið góðum árangri síð- astliðið sumar, en það endaði í 7. sæti í deildinni. ,,Þessi árangur telst sérstaklega góður þar sem enn fer fram mikið uppbyggingarstarf í Aftureldingu og var að jafnaði rúmur helmingur leikmanna liðsins ungir uppaldir leikmenn. Með framlengingu samnings milli Aftureldingar og John vilja báðir aðilar sýna í verki að þeir eru komnir til að vera – og takast á við það verkefni að gera Aftureldingu að einu besta félagi landsins. Það mun félagið gera með því að byggja á heimamönnum, en styrkja liðið ár frá ári með 1-2 sterkum íslenskum leikmönnum og 2-3 afburða erlendum leikmönnum á meðan á uppbyggingunni stendur. Hallur Birgisson formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, John Andrews þjálfari og Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri Aftureldingar. Í lok ágúst fóru strákar í 2. og 3. flokki á sterkt mót í Berlin í Þýskalandi. Um er að ræða boðsmót sem Fuchse Berlín heldur á hverju ári. Þarna spila sterkustu lið Þýska- lands í þessum aldursflokki, og það var í gegnum Dag Sigurðsson þjálfara F. Berlín sem Afturelding fékk boð um að taka þátt í mótinu í ár. Strákarnir bjuggu á flottu gistiheimili í einni af glæsilegum íþróttahöllum sem eru inn Ólympiusvæðinu í Berlín, en þar hefur handboltalið F. Berlín glæsilega æf- ingaaðstöðu. Sigruðu 5 leiki af 7 Liðið æfði á morgnana, spiluðu tvo æf- ingaleiki og svo 5 leiki í mótinu, auk þess að fylgjast með æfingum hjá Degi og læri- sveinum hans. Árangur Aftureldingar var mjög góður í mótinu og unnu þeir 5 leiki af þeim 7 sem þeir spiluðu í ferðinni. Mos- fellingar vöktu mikla athygli fyrir mjög gott handboltalið, flotta leiki og mjög sterka einstaklinga sem skipa þennan sigursæla hóp. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og þessi góða reynsla á eftir að reynast þeim vel í baráttunni í deildinni í vetur. Íþróttafélagið Ösp minnir á sundnámskeiðin fyrir fötluð börn og unglinga sem verða í Lágafels- laug á mánudögum 15:55-16:40 og föstudögum 17:00-17:45 Leiðbeinandi verður Friðrik Afturelding á sterku móti í Þýskalandi hópurinn á æfingu hjá meistaraflokki fuchse berlin elvar, dagur, helgi karl og böðvar páll Feðgar áttust við að Varmá bjarki sigurðsson þjálfari ír ásamt sonunum erni inga og kristni hrannari í aftureldingu að loknum leik liðanna í vikunni M yn d/ Ra gg iÓ la Afturelding tapaði fyrsta leik tímabilsins á mánudaginn 25-28 þegar liðið tók á móti nýliðum ÍR. Bræðurnir Örn Ingi og Kristinn Hrannar voru báðir á leik- skýrslu hjá Aftureldingu en Bjarki Sigurðsson faðir þeirra stjórnaði liði ÍR. Næsti leikur Aftureldingar er í kvöld kl. 19:30 gegn HK og fer hann fram í Kópavogi.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.