Mosfellingur - 27.09.2012, Side 36

Mosfellingur - 27.09.2012, Side 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Stúlka fædd 17. september, þyngd 3,470 gr og lengd 51 cm. Foreldrar eru Rakel Jóna Hreiðarsdóttir og Björn Ingi Jóhannsson. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Sigurður Helgi fæddist 15. apríl 2012. Hann var 4090 gr og 54 cm. Foreldrar hans eru Sædís Jónasdótt- ir og Daníel Már Einarsson. Hann býr í Stórakrika 17 og á tvo bræður Einar Björn og Jónas Inga. Vilhelmína skorar á Sólveigu Ragnarsdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði Fylltar kjúklingabringur Í eldhúsinu Vilhelmína Eva Vilhjálms- dóttir deilir með okkur uppskrift í þetta skiptið. 4 kjúklingabringur skinka ostur 1/2l matreiðslurjómi eða rjómi 1 bakki sveppir brokkolí paprika ferskur hvítlaukur, salt, pipar, paprikuduft, ítalskt krydd hrísgrjón Sker kjúklingabringurnar til helminga langsum, ekki alveg í gegn bara nóg til að hægt sé að opna þær. Krydda bæði inn í og utan á með Maldon salti og pipar, paprikudufti og stundum ef ég á ítalska kryddblöndu skelli ég henni á. Raða 2 ostsneiðum á annan helminginn, skinkusneið ofan á það (brotin til helminga) og svo 2 ostsneiðar yfir aftur og loka kjúll- anum. Skelli kjúllanum á pönnu með smá olíu og loka honum á báðum hliðum þannig að hann sé orðin hvítur að utan en eigi bara eftir að eldast í miðjunni. Set matreiðslurjóma í skál. Krydda hann vel með Maldon salti, pipar, paprikudufti, fersk- um hvítlauk og ítalska kryddinu. Grænmetið skorið í hæfi- lega bita. Ég set mjög mikið af grænmeti þannig mótið er alveg stappfullt en bara gera þetta eftir smekk. Helli smá af rjómanum í stórt eldfast mót, raða kjúklingabringunum í það og raða grænmet- inu meðfram þeim, helli svo rjómanum yfir allt saman. Set svo nokkra bita af osti hér og þar inn á milli grænmetisins, einnig hægt að skella osti ofan á bringurnar undir lokin. Eldað í ofni á um 180°C í sirka 30-40 mín, eða þangað til kjúklingurinn er tilbúinn og grænmetið eldað. Borið fram með hrísgrjón- um, salati og hvítlauksbrauði. hjá vilhelmÍnu Ferða­ sumarið Það verður ekki deilt um það að sumarið í ár hefur verið gott ferða- sumar. Það hafa víða um land verið slegin met. Eftir mikið markaðssetning- arátak Inspired by Iceland, þá verður að segjast að þú ert ekki maður með mönnum nema að þú hafir heimsótt klakann. Það byrjaði ekki gáfulega þegar nokkrir dallar ákváðu að heimsækja landann á sama tíma þegar það rann upp fyrir mönnum að að væri ekki pláss fyrir allt þetta fólk. Og það kom á daginn, öllum langferðabílum, fjöl- skyldubílum, hjólbörum og hesta- kerrum var smalað saman niður á bryggju og andskotans túrhest- unum var skutlað gullna hringinn sama hvað tautaði og raulaði. Vinsældir landsins hafa náð alla leið til Bandaríkjanna og alla leið til Hollywood enda hefur ekki verið þverfótað fyrir stjörnum. Allir pöbbar , skemmtistaðir hafa verið yfirfullir af Hollywood, það er ekki einu sinni hægt að fara á goldfinger og fá einn stuttan lengur án þess að hanga í röð á eftir Tom Cruise eða Ben Stiller. En það eru ekki allar Hollywood stjörnur að drekka í sig Íslenska menningu í Kópavoginum, heldur eru sumir komnir hingað til að vinna. Sem er bara gott, enda veitir ekki af landkynningunni. Sagan segir að íslenska sjávarloftið fari ekki vel í alla og það hafi rústað hjónabandi Tomma og Kötu okkar Íslandsvina frá henni Ameríku. Það eru ekki bara stjörnurnar sem hafa það gott , einnig hefur orðspor Íslenska lambakjötsins náð út um víðan völl. Og gott er að klæðast því líka. Gott orðspor og hróður Íslands hefur borist víða, jú Grænlands- bjössi veit að á hálendi Íslands er fullt af spikfeitum Ameríkönum og gæða lambakjöti og hann hefur vanið komu sína oftar á klakann enda ekki á hverjum degi sem von er á Tom Cruise, Ben Stiller eða einhverjum öðrum úr Hollywood á matseðlinn. högni snær - Heyrst hefur...36 Tilkynning frá forseta Gufufélags Mosfellsbæjar Í fjarveru forseta Gufufélagsins Vals Oddssonar tilkynnist hér með að Guðjón aðalritari hefur tekið við sem handhafi forsetavalds í félaginu. Guðjón fylgdi forseta út á flugvöll og tók við forsetavaldinu í Leifsstöð. Á myndinni má sjá Guðjón taka við sem hadhafi forsetavalds með faðmlagi. Tilkynning frá Forseta Gufufélags Mosfellsbæjar. Í fjarveru forseta Gufufélagsins Vals Oddssonar tilkynnist hér með að Guðjón Aðalritari hefur tekið við sem handhafi forsetavalds í félaginu. Guðjón fylgdi forseta út á flugvöll og tók við forsetavaldinu í Leifsstöð. Guðjón tekur við sem handhafi forsetavalds með faðmlagi. 2012 Heyrst Hefur... ...að Jóhannes í Bónus hafi á dögunum verið að skoða gamla Kaupfélags- húsið undir verslun sína Iceland. ...að hinar árlegu stóðréttir á reykjum fari fram laugardaginn 6. október. ...að Draumakaffi sé að fara að loka. ...að Dominos íhugi að opna nýjan stað þar sem Draumakaffi er til húsa. ...að sálin hans Jóns míns verði með haustball í Hlégarði á laugardaginn. ...að Pétur og Gunna séu á leið til Alicante í dag. ...að lokahóf meistaraflokka fótbolt- ans verði haldið á Hvíta riddaranum á föstudagskvöldið. ...að ragnheiður ríkharðsdóttir ætli að bjóða sig fram í prófkjöri sjallanna á Kraganum. ...að Kalli emils og Begga séu búin að kaupa húsnæðið þar sem Hraunhús var áður í Völuteigi. ...að brunakerfið á Hótel Laxnesi hafi verð sett í gang að næturlagi á dögunum til að vekja gesti þegar norðurljósin dönsuðu á himnum. ...að sólbaðsstofa Mosfellsbæjar sé að hætta. ...að Kjósverjar komi töluvert við sögu í nýjustu sjónvarpsþáttunum hans Bubba sem nefnast Beint frá Býli. ...að einar Páll Kjærnested hafi orðið fertugur um síðustu helgi. ...að kylfingurinn Maggi Lár sé orðinn pabbi. ...að segull og endurskinsmerki fylgi með Mosfellingi í dag í tilefni 10 ára afmælis blaðsins. ...að Íbúahreyfingin vilji opna píkusafn í Mosfellsbæ. ...að stefnt sé að því að pönksveitin Pussy riot spili við opnun píkusafnsins. ...að Balli og Þyrí hafi eignast stelpu á dögunum. ...að Hvíti riddarinn hafi grillað hamborgara á Varmárvelli á síðustu heimaleikjum liðsins. ...að ragga eigi afmæli í dag. ...að það sé 24 ára aldursmunur á elsta og yngsta leikmanni meistaraflokks kvenna í handbolta. ...að næsti heimaleikur í handbolt- anum sé á móti Val fimmtudaginn 4. október. ...að handboltakappinn Hrafn Ingvars- son sé orðinn pabbi. ...að handboltaleikirnir í vetur verði spilaðir í nýja salnum að Varmá. ...að nýja Útsvarslið Mosfellsbæjar skipi Bjarki Bjarna Valgarður Már og María Páls. ...að John Andrews eigi afmæli í dag. ...að nokkrir meðlimir úr glæpa- samtökunum Outlaws hafi verð handteknir í urðarholtinu á dögnum.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.