Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Jólaandinn hefur svifið yfir vötnum í Brú- arlandi frá því í byrjun desember. Nem- endur, jafnt sem kennarar, hafa notið þess að stinga sér inn úr kuldanum í gamla, notalega skólahúsið okkar. Þegar desember gengur í garð kviknar áhugi nemenda á að skreyta skólann sinn og hafa þeir beðið um jólatré til að skreyta. Í ár varð nemendum að ósk sinni. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Fram- haldsskólinn í Mosfellsbæ hófu samstarf þegar nemendur og starfsmenn skólans fengu skemmtilegt tækifæri til að fara í Hamrahlíð til að velja sér jólatré. Ágúst, starfsmaður Skógræktarfélagsins, tók vel á móti krökkunum og fræddi um starf Skóg- ræktarfélagsins um leið og arkað var um skóginn. Afrakstur ferðarinnar var falleg fura sem prýddi skólann fyrir þessi jól. Á komandi vorönn eru uppi hugmyndir um að nemendur veiti Skógræktarfélaginu hjálparhönd við einstök verkefni. Síðustu dagar fyrir jól hafa verið annasamir hjá Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Þann 15. desember lék hljómsveitin tvisvar í Smáralind. Um leið söfnuðu krakkarnir, með aðstoð foreldra, peningum handa Ellu Dís, litlu stúlkunni sem er mikið veik og þjáist af sjálfsofnæmi. Alls söfnuðust 104.480 kr. og var Rögnu, mömmu Ellu Dís- ar, afhent féð við athöfn sem hljómsveitin tók þátt í þegar kveikt var á ljósum á jólatré fyrirtækisins Mannvits. Alls eru fjórar perur á trénu en aðeins var kveikt á tveimur vegna samdráttar að sama hætti og Rarik gerir á ljósastaurum á Reykjanesbrautinni. Leikið við útskrift í Borgarholtsskóla Að þessari spilamennsku lokinni var aft- ur haldið í Mosfellsbæinn og jólalög leikin fyrir gesti í 50 ára afmæli bæjarstjórans. Síð- an var brunað niður á Ingólfstorg og leikið þar í 40 mínútur og þaðan upp á Hlemm og spilað fyrir farþega Strætó. Laugardaginn 17. desember var jólavertíðinni lokið en þá lék hljómsveitin við útskrift nýstúdenta í Borgarholtsskóla. Skólahljómsveitin hefur leikið við þessa athöfn frá því skólinn hóf starfsemi sína, bæði fyrir jól og að vori, alls 21 einu sinni. Kjarna - Þverholti 2 - Sími: 534 3424 Minnum á gjafakortin í jólapakkann Óskum öllum Mosfellingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Mosfellsbær óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Skólahljómsveitin safnaði rúmum 100.000 kr. fyrir Ellu Dís Annasamir dagar hjá Skólahljómsveitinni Restaurant - Bar - Sportbar 5666-222 Stórglæsilegir vinningar, ugeldapakkar og skotkökur frá björgunarsveitinni Kyndli BOMBU BINGÓ! Fimmtudaginn 29. desember Skoðaðu matseðilinn okkar á heimasíðunni hvitiriddarinn.is húsið opnar kl 01:00 Áramótaparty Hvíta Riddarans Dúettinn Hljómur heldur uppi fjörinu langt fram á nótt. Steindi Jr. tekur lagið! 1500 kr. í forsölu og 2000 kr. við hurð. Fylgstu með okkur á facebook spilað í smáralind Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ í samstarfi við skógræktina Jólagleðin ríkir í framhaldsskólanum nemendur fmos fundu flotta furu í hamrahlíðarskógi Restaurant - Bar - Sportbar 5666-222 Stórglæsilegir vinningar, ugeldapakkar og skotkökur frá björgunarsveitinni Kyndli BOMBU BINGÓ!Fimmtudaginn 29. desember Skoðaðu matseðilinn okkar á heimasíðunni hvitiriddarinn.is húsið opnar kl 01:00 Áramótaparty Hvíta RiddaransDúettinn Hljómur heldur uppi fjörinu langt fram á nótt. Steindi Jr. tekur lagið! 1500 kr. í forsölu og 2000 kr. við hurð. Fylgstu með okkur á facebook Restaurant - Bar - Sportbar 5666-222 Stórglæsilegir vinningar, ugeldapakkar og skotkökur frá björgunarsveitinni Kyndli BOMBU BINGÓ!Fimmtudaginn 29. desember Skoðaðu matseðilinn okkar á heimasíðunni hvitiriddarinn.is húsið opnar kl 01:00 Áramótaparty Hvíta RiddaransDúettinn Hljómur heldur uppi fjörinu langt fram á nótt. Steindi Jr. tekur lagið! 1500 kr. í forsölu og 2000 kr. við hurð. Fylgstu með okkur á facebook

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.