Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 12
Samsýning í Listasal
Mosfellsbæjar
Opnuð hefur verið sýningin „Með
pensli og paletthníf II“ sem er
samsýning listamannanna Kristins
G. Jóhannssonar og Guðmundar
Ármanns Sigurjónsson. Aðgangur
er ókeypis og er sýningin opin á
opnunartíma Bókasafnsins.
Jólatré bæjarins úr
mosfellskum görðum
Mosfellsbær skreytir sjö jólatré um
þessi jól sem endranær. Tvö þeirra
eru lifandi og standa allt árið en eru
skreytt um jólin, þessi tré standa við
Álafosskvos og á horni Baugshlíðar
og Álfahlíðar. Fjögur trjánna eru
gefin af íbúum í Mosfellsbæ og
koma úr eftirtöldum görðum:
Barrholti 19, en það tré er staðsett
í Hlíðartúnshverfi; Bergholti 6, en
það tré er staðsett í Leirvogstungu;
Bjargartanga 16, en það tré er stað-
sett í Reykjahverfi og Byggðarholti
10, en það tré er staðsett á bæjar-
torginu. Ennfremur var eitt tré keypt
af Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar
og stendur það tré í Mosfellsdal.
Mosfellsbær færir gefendum trjánna
kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
- Stærsta frétta- og auglýsingablaðið í Mosfellsbæ12
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Karlakórs Kjalnesinga.
Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu.
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar
verður föstudaginn 6. janúar 2012
Þrettándinn 2012
Næg bílastæði við Þverholt
Mosfellsbær
Björgunarsveitin Kyndill
Karlakór Kjalnesinga
Leikfélag Mosfellssveitar
Skátafélagið Mosverjar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Hestamannafélagið
hlýtur verðlaun ÖBÍ
Hestamannafélagið Hörður hlaut á
dögunum hvatningarverðlaun ÖBÍ.
Félagið vann í flokki fyrirtækja/
stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í
hestaíþróttum fatlaðra barna og
unglinga. Hvatningarverðlaunin
eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3.
desember, ár hvert. Verðlaunin eru
afhent í fimmta sinn og veitt í þrem-
ur flokkum: flokki einstaklinga,
fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/
kynningar.
Af gefnu tilefni hefur verið ákveðið að leyfa Mosfellingum að vera með í að ákveða hvort að tímasetningu á þrettándabrenn-
unni okkar verði breytt. Ábendingar hafa borist um að jafnvel myndi henta betur að hafa brennuna kl.18 í staðinn fyrir 20 til
að koma til móts við yngstu kynslóðina. Rík hefð er fyrir þessari brennu hér í bæ og viljum við ekki taka þessa ákvörðun án
þess að leyfa bæjarbúum að segja sína skoðun. Gefið ykkur því endilega tíma til að láta ykkar skoðun í ljós með því að taka
þátt í könnun á heimasíðu Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar á www.mos.is. Þó að tímasetning brennunnar sé ekki
komin á hreint mun öll dagskrá vera með hefðbundnu sniði. Tímasetning brennunnar verður auglýst á mos.is 30. desember.
JóL Í TangaHverfi
Nemendur í leiklistarvali í Lágafells- og Varmárskóla sýndu á dögunum leikritið Jól í
Tangahverfi. Boðnir voru nemendur af yngri stigum á sýningar í báðum skólunum.
Verkið, Jól í Tangahverfi, var samið af krökkunum sjálfum í samstarfi við leiklistarkenn-
arann, Maríu Pálsdóttur. Áhorfendur voru ánægðir með sýningarnar og leikarar þóttu
standa sig frábærlega
Frá árlegum jólafundi
skátafélagsins Mosverja.