Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 31
- Íþróttir30
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Viðurkenningar
afreksíþróttafólks
Óskað er eftir útnefningu á íþróttafólki sem náð hafa
eftirfarandi árangri og hafa lögheimili í Mosfellsbæ
en æfa með íþróttafélögum utan Mosfellsbæjar:
hafa orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar,
bikarmeistarar, landsmótsmeistarar
og hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði.
Tilnefningar fara fram í tenglsum við kjör
íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar.
Vinsamlegast sendið útnefningar
á mos@mos.is fyrir 28. des
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar
Aldís Mjöll Helgadóttir hefur skrifað undir
nýjan tveggja ára samning við Aftureldingu
og hún mun því leika með liðinu næsta
sumar.
Aldís Mjöll hefur spilað fyrir meistara-
flokk Aftureldingar frá stofnun hans eða í
rúm fimm ár, hún var aðeins 16 ára þegar
hún lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og
hefur síðan verið ein af máttarstólpum liðs-
ins. Hún á að baki 58 leiki og hefur skorað
fimm mörk fyrir Aftureldingu í Íslandsmóti
og Visa-bikar, fyrir utan fjölda æfingarleikja
í vetrarmótum.
Aldís Mjöll gat ekkert spilað með liðinu
í sumar þar sem hún sleit krossband í apríl
sl. Hún hefur verið í stöðugri þjálfun síðan
og er byrjuð á léttum æfingum með liðinu.
Hún stefnir á að vera komin í fullt leikform
fyrir fyrsta leik í Pepsídeildinni næsta vor.
„Það er fábært að vera komin aftur eftir
meiðslin í vor. Ég hlakka mikið til að byrja
að æfa á fullu. Við erum með fullt af ung-
um og efnilegum stelpum og besta þjálfara
landsins. Sumarið 2012 verður okkar sum-
ar,“ segir Aldís Mjöll.
Síðastliðið sumar fór 20 manna hópur í vel
heppnaða ferð til Esbjerg í Danmerkur á
alþjóðlegar æfingarbúðir í Taekwondo þar
sem yfir 1400 þáttakendur mættu. Mikið
var lært og krakkarnir fengu tækifæri á að
skemmta sér á kvöldin eftir æfingar enda
gisti hópurinn í íþróttahöll mótstaðarins og
leikfimissalir ekki leiðinlegir leikvangir.
19.-20. nóvember var haldið Bikarmót 1
í þriggja mótaröð hér í Mosfellsbæ og gekk
iðkendum okkar ágætlega af þeim 160 þát-
takendur sem mættu frá hinumTaekwond-
ofélögum landsins.
Beltaprófin voru haldin viku seinna þann
26. nóvember. Þrjátíu og níu mans tóku
beltapróf í þetta sinn. Viktor Ingi Ágústs-
on og Geir Gunnar Geirsson tóku þriðju
svörtu röndina á rauðabeltið og fara því í
svartbeltispróf næsta haust.
Hin árlega jólasýning Taekwondodeild-
arinnar var haldin laugardaginn 17. desem-
ber þar sem allir æfingarhópar voru með
atriði sem tókst einstaklega vel og mikill
fjöldi áhorfenda voru mættir til að fylgjast
með sínu fólki. Endaði sýningin á hlaðborði
veitinga, pakkaskiptum og bandýkeppni ið-
kenda gegn áhorfendum.
Strákarnir í
2. flokki aðstoða
jólasveininn
Strákarnir í 2. flokki knatt-
spyrnudeildar taka ýmis verk-
efni að sér. Í kvöld, fimmtu-
daginn 22. des., kl. 20–21
verða þeir í Vallarhúsi til að
aðstoða þá sem eru önnum
kafnir síðustu þrettán dagana
fyrir jól og þeir sem vilja geta
komið með innpakkað og vel
merkt, sem keyrt er út laugar-
daginn á eftir kl. 10-13. Kostn-
aður er kr. 1.000 pr heimili.
Flottir Aftureldingarkrakkar á frjálsíþróttamóti á Akranesi þann 13. nóvember
Aldís Mjöll Helgadóttir skrifar undir tveggja ára samning
Aldís Mjöll áfram
hjá Aftureldingu
aldís og john andrews
Mosfellsku þríburarnir Heiðrún Sunna
Sigurðardóttir, Ásrún og Dagrún Sigurðar-
dætur. Systurnar hafa skrifað undir samning
við þýska stórliðið 1FFC Frankfurt. Heiðrún
á að baki fimm landsleiki með U-17 ára liði
Íslands en fjölskyldan hefur búið í Þýska-
landi undanfarin þrjú ár.
Frankfurt er stórlið í alþjóðlegri kvenna-
knattspyrnu. Liðið hefur þrisvar unnið Meist-
aradeild Evrópu, síðast árið 2008.
Þær systur léku allar með VfR Limburg
fyrsta árið í Þýskalands. Síðan léku þær tvö
ár með Eintracht Frankfurt og þar tóku for-
ráðamenn stórliðsins eftir góðri frammistöðu
Heiðrúnar og buðu þeim systrum samning.
Þríburar hjá þýsku meistaraliði
20 manna hópur úr Taekwondodeildinni til Danmerkur
Æfingabúðir í Esbjerg