Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 27

Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 27
Gaman saman um áramótin Fjölskyldan saman 18 ár a ábyrgð - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós26 Samstarf milli Reykjakots og Reykjalundar Þann 7. desember fóru 4 ára börnin af leikskólanum Reykjakoti í heimsókn á Reykjalund þar sem árleg jólasala þeirra á vegum iðjuþjálfunar fór fram. Börnin sungu nokkur jólalög og fengu svo kakó og vöfflur að launum. „Þetta er liður í samstarfi Reykjakots og Reykja- lundar en þetta er sjöunda árið sem þetta er gert og kemur öllum í jólaskap,“ segir Guðrún Björg Pálsdóttir leikskólakennari sem hefur séð um þetta fyrir Reykjakot. Það er gaman að sjá svona farsælt samstaf að milli stofnana í bænum okkar. Óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða jólalest coca-cola keyrir í gegnum mosó alexandra líf , guðlaug ósk, jóna dís og Björn Dagana 28. nóvember – 2. desember fóru tveir nemendur úr 10. bekk þau Björn Bjarnarson og Alexandra Líf Benedikts- dóttir og tveir kennarar þær Jóna Dís Bragadóttir og Guðlaug Ósk Gunanrsdótt- ir í Comeniusarferð til Malmö í Svíþjóð. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í verkefninu „Communication is an art“, en skólinn fékk styrk til að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er tveggja ára verkefni og taka sjö lönd þátt, en þau eru Tyrkland, Ítalía, Spánn, Pólland, Þýskaland, Svíþjóð og Ísland. Í Malmö hittust fulltrúar frá öllum löndum, nemendur og kennarar og unnið var með leiki og leiklist. Nemendur Varmárskóla stóðu sig frábærlega og var sérstaklega rætt um það hversu góðir full- trúar þau væru. Þetta er fjórða ferðin sem farin er, en næsta ferð verður í apríl og þá verður farið til Þýskalands, í maí kemur hópurinn síðan til Íslands. Alls eru þetta um 70 manns, kennarar og nemendur. Tveir nemendur og tveir kennarar fóru til Malmö í Svíþjóð Varmárskóli tekur þátt í Comeniusarverkefni Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.