Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 35

Mosfellingur - 22.12.2011, Blaðsíða 35
 - Aðsendar greinar34 MOSFELLINGUR áRSINS 2011 Þegar við hjónin fluttum til Mos- fellsbæjar, árið 2003, lá hingað vegur með aðeins tveimur akrein- um í hvora átt, byggðin var mun smærri og ekki búið að byggja upp Leirvogstunguna og engin var Lágafellslaugin. Við komum okk- ur fyrir og fundum fyrir hlýju frá nágrönnum okkar og samfélaginu í heild. Þegar fram liður stundir og stúlk- urnar okkar uxu úr grasi fóru þær í tónlist og þegar í Varmárskóla kom, eftir yndisleg ár í Reykjakoti, kynntust þær því frábæra starfi sem fer fram innan veggja skólans og ber þar hæst skólahljómsveitin. Nú þegar hátíð okkar kristinna manna gengur garð, jólasveinarnir koma af fjöllum og hún Grýla blessunin lætur sjá sig, óma tónar víða í Mosfellsbæ. Nýlega voru ljós tendruð á Mosfellsbæjartrénu og þar söng okkar glæsilegi barnakór úr Varmárskóla og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði jóla- lög. Þá virkilega kemst maður í jólaskap og einnig þeir sem ekki eru kristnir. Það get ég fullyrt. Öll fjölskyldan kemst í jólaskap, börnin gleðjast og allt samfélagið brosir út að eyrum. Nýlega áttum við fjölskyldan þess kost að hlýða á barnakór Varmárskóla og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í Hörpunni ásamt öðrum foreldrum barna í kórnum og skólahljómsveitinni. Þvílík fagmennska, fagur söngur, fagurt spil og örugg stjórn. Óhætt er að segja að það atriði hafi ver- ið það langsamlega besta sem flutt var í Hörpunni þann daginn. Snyrtimennska og fagmennska var það sem kom upp í huga okkar sem og hve vel er hlúð að börnum okkar sem stunda tónmennt þrátt fyrir oft þröngan kost. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er ómissandi í okkar litríka samfélagi hér í Mosfellsbæ. Geta börn okkar stigið þar sín fyrstu skref í tónlist, kynnst fagmennsku á þessu sviði og notið tónlistarinnar ásamt okk- ur hinum. Við foreldrarnir fyllumst stolti í hvert sinn sem við heyrum til þerra og sjáum þau spreyta sig á þessari braut. Fyrir utan að koma fram fyrir okkur foreldranna, spilar þessi föngulegi hópur einnig tvisvar á ári við útskrift stúdenta við Borgarholtsskóla í Grafarvogi, spil- ar á þrettándanum hér í bæ, tekur þátt í hátíðardagskrá menningarhátíðar okkar sem ber heitið Í túninu heima og 17. júní svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hljóm- sveitin borið hróðurinn í útvarp okkar landsmanna, tekið þátt í samkeppni og hljómsveitakeppnum bæði hér á landi og erlendis. Það eru um 120 börn sem taka þátt í þessu starfi og sex tónlistarkennar- ar sem augljóslega leggja allt í sölurnar og sinna starfi sínu af hjartans list. Það sem vekur reyndar spurningar er að Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hefur afar þrönga aðstöðu, fær sífellt minna fjármagn úr sjóðum bæjarins og virðist ekki fá þá at- hygli sem hún á skilið úr þeirri átt. Bæta má þar úr og byggja upp enn betri aðstöðu við vaxandi skóla, tryggja betri aðstöðu svo enn fleiri börn geti tekið þátt í þessu ótrúlega gefandi starfi sem við hin njótum í sífellt ríkari mæli. Lífsgæðin eru einmitt mæld í þessu. Það eru börn okkar sem ein- mitt veita öllum hamingju, ljós og frið um Jólin. Gleðileg Jól Sveinn Óskar Sigurðsson Stjórnarmaður í Foreldrafélagi Varmárskóla Skólahljómsveit Mosfellsbæjar Hljómsveit okkar allra GleðileG jól Kjósarsýsludeild Rauða kross Íslands sendir öllum sjálfboðaliðum, velunnurum og gestum Rauðakrosshússins hugheilar jóla- og nýjárskveðjur. Kærar þakkir fyrir ykkar ómetanlega framlag og stuðning á árinu sem er að líða! Fyrir unglinga sem vilja auka áhuga sinn á líkamlegu hreysti og heilbrigði. Minnkandi hreyfing meðal barna og unglinga hefur farið vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum en hreyfingarleysi hefur margvísleg slæm áhrif á líkamann. Ávinningur líkamlegrar hreyfingar birtist bæði sem líkamlegur og andlegur ávinningur. Það er vitað að hreyfing og líkamsrækt hafa jákvæð áhrif á unglinga á margan hátt. Þar sem regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi hefur hreyfing einnig jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina svo sem hjarta og æðakerfið og fleira. Margir unglingar hafa ekki fundið sig í neinni sérstakri íþróttagrein eða hafa ekki, einhverra hluta vegna, áhuga á keppni, sem vill oft verða áhersla innan íþróttafélagana. Mikilvægt er að bjóða upp á hreyfingu við hæfi fyrir þennan hóp. Nú í janúar er að fara í gang námskeið hjá World Class hér í Mosfellsbæ sem einmitt leggur áherslu á almennt líkamlegt heil- brigði sem miðað er útfrá hverj- um og einum einstaklingi. Á nám- skeiðinu verður farið í fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Áhersla er lögð á að hafa gaman, jákvæðan og hvetjandi félagsskap og að sjálfsögðu ávinningurinn sem skiptir mestu máli; aukin líkamsmeð- vitund og líkamlegt hreysti. Á námskeiðið geta allir þeir komið sem hafa áhuga á að fjárfesta í sjálfum sér. Auka lífsgleði og njóta þess að vera í góðum fé- lagsskap. Hægt er að skrá sig í síma 5667888 og 5530000. Árndís Hulda Óskarsdóttir Fit4You GleðileG jól Sendum sveitungum okkar nær og fjær bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir það liðna. Vinstri græn í Mosfellsbæ Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu www.vgmos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.