Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 18
- Frítt inn á öll heimili18
Nemendur í Framhaldsskólanum
í Mosfellsbæ taka allir a.m.k. einn
áfanga í umhverfisfræði. Í áfangan
um er lögð áhersla á að nemendur
hafi val um að vinna að mjög marg
víslegum verkefnum. Þrír nemend
ur hafa til að mynda útbúið holl
ustudrykk í frímínútum einu sinni
í viku og selt öðrum nemendum og
starfsfólki skólans þessa hressingu á
kostnaðarverði.
Enhvernigtengistsalaáhollustu-
drykk umhverfisfræði? „Ég lagði
áherslu á að nemendurnir veltu því
fyrir sér hvernig hægt væri að gera
þetta á umhverfisvænan hátt,“ seg
ir Marta Daníelsdóttir, sem kennir
umhverfisfræði við skólann. „Nem
endurnir ákvaðu þannig að nota
margnota glös en ekki pappaglös.
Þegar nemendurnir fóru fyrst
að kaupa ávexti og annað hráefni í
drykkinn fóru þeir á bíl. Nú hafa þeir
hins vegar ákveðið að ganga frekar í
búðina, enda höfum við velt því fyrir
okkur hvernig við getum minnkað
losun gróðurhúsalofttegunda og eitt
af því er jú að ganga eða hjóla styttri
vegalengdir.
Við þetta má svo bæta að aðrir
nemendur áfangans eru að skoða
möguleikana á því að taka þann líf
ræna úrgang sem til fellur í verkefn
inu, svo sem bananahýði og kjarna
úr eplum, og vinna úr því moltu.“
Salan á heilsudrykknum hefur
mælst vel fyrir og stefna nemend
urnir að því að halda verkefninu
áfram fram á vorið.
Fjölbreytt verkefni í umhverfisfræði í FMOS
Hollusta í frímínútum
Jóhanna Ýr, Katla
Dóra og Tinna Sif.
ÍLAÞJÓNUSTA JARKA ehf
Er farið að h y ast skrölt og ískur í bílnum þínum?
Fékkstu endurskoðun á bílinn?
Við tökum að okk r allar smáviðgerðir bremsur, dempara
tímareimar, týri enda, gorma, perur o.. á öllum bílum. Örugg
og góð þjón sta með áralanga reynslu að baki. Hringdu og
pantaðu tím : 445-4540 / 697 4540 eða kíktu við, á Viðarhöfða
2 (Stórhöfða m ginn), 110 Reykjavík. Við tökum vel á móti þér,
hlökkum til að sjá þig.
ÍLAÞJÓNUSTA JARKA ehf
Er farið að heyrast skrölt og ískur í bílnum þínum?
Fékkstu endurskoðun á bílinn?
Við tökum að okkur allar smáviðgerðir bremsur, dempara
tímareimar, stýrisenda, gorma, perur o.. á öllum bílum. Örugg
og góð þjónusta með áralanga reynslu að baki. Hringdu og
pantaðu tíma s: 445-4540 / 697 4540 eða kíktu við, á Viðarhöfða
2 (Stórhöfða meginn), 110 Reykjavík. Við tökum vel á móti þér,
hlökkum til að sjá þig.
Stefnt er að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ í því skyni
að byggja upp og efla alla starfsemi og þekkingu á sviði
heilsueflingar, heilsuræktar og endurhæfingar í Mosfellsbæ.
Hugmyndin að verkefni þessu er að hagsmunaaðilar í Mosfellsbæ ásamt tengdum aðilum,
taki sig saman um að móta klasa sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í
Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar.
Heilsu- og endurhæfingartengd starfsemi er meginstoð og styrkur (e. „Core“) atvinnulífs
í Mosfellsbæ. Rúmlega 450 manns starfa í þessari starfsgrein í Mosfellsbæ. Það samsvarar
um 10-12 % af vinnufærum íbúum bæjarins. Án vafa er hægt að stórefla þessa grein
með markvissu samstarfi þeirra fyrirtækja sem starfa í greininni, tengdum greinum
og sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Mosfellsbæjar undir slóðinni
www.mos.is/heilsuklasi
Heilsuklasi í Mosfellsbæ
Kjósarsýsludeild Rauða krossins
hefur hlotið góðan liðsstyrk. Linda
Viðarsdóttir hefur verið ráðin til
deildarinnar í 50% stöðu til að stýra
verkefninu „Ungt fólk til athafna“.
Verkefnið er unnið í samvinnu
við Vinnumálastofnun og
hefur það markmið að
virkja ungmenni meðan
á atvinnuleit þeirra stend
ur. Þátttakendur munu
taka þátt í hefðbundnum
verkefnum deildarinnar
auk þess sem ný verk
efni verða þróuð.
Linda mun einn
ig koma að skipu
lagningu dag
skrár og námskeiðahalds á opnu
húsi sem haldið er í Þverholti 7 á
þriðjudögum og fimmtudögum kl.
1013. Opin hús eru öllum opin sér
að kostnaðarlausu og er fjölbreytt
dagskrá í undirbúningi eins og
tungumálahópar, saumasmiðja
og námskeið í fluguhnýting
um. Öndunaræfingar og
slökun eftir tækni Art of
living eru í boði alla fim
mtudaga kl. 12:30.
Nánari upplýsingar fást
hjá Lindu lindav@red-
cross.is, eða Erlu í
síma 868-6065
og kjos@red-
cross.is.
Góður liðsstyrkur í Kjósarsýsludeild Rauða krossins
Ungt fólk til athafna
Menningarmálanefnd auglýsir eftir myndlistamönnum sem
óska eftir að bjóða Mosfellsbæ listaverk til kaups á árinu
2009. Menningarmálanefnd setur innkaupum skilyrði hverju
sinni í samræmi við verklagsreglur.
Forsendur listaverkakaupa 2009
1. Myndlistarmenn sem fyrir vali verða skulu uppfylla eitt
eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:
t.a.m. með sýningarhaldi.
með list sinni lagt íslenskri menningu lið.
2. Ljósmynd af verki, ferilskrá listamanns, verð og texti
um verkið skal skila inn á rafrænu formi eigi síðar en
13. mars, 2009. Leyfilegt er að senda inn tvö verk að
hámarki.
3. Umsóknir skulu merktar Menningarsviði Mosfellsbæjar
og skal skilað í Þjónustuver Mosfellsbæjar á geisladiski
eða sent með rafrænum hætti á netfangið: mos@mos.is
4.
að hluta eða alfarið.
5. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
munu liggja fyrir eigi síðar en 16. apríl 2009 og eru háðar
samþykki bæjarstjórnar.
Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær
Menningarmálanefnd
Mosfellsbæjar auglýsir eftir
listaverkum til kaups
te
fá
n
/
FÍ
T
S
SumarStörf 2010
mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar
störf í tengslum við sumarátak
fyrir u gt fólk í mosfellsbæ
umsóknarfrestur er til 12. apríl
Sótt er um störfin á heimasíðu
Mosfellsbæjar, www.mos.is.
Þar er einnig að finna allar
upplýsingar um störfin,
starfsheiti, starfssvið, hæfni-
kröfur, laun og vinnutímabil.
Þeir ganga fyrir um sumarstörf
sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ.
umsækjendur um eftirtalin störf
skulu fæd ir 1990 ða fyrr
• Störf flo kstjóra í Vinnuskóla Mosfellsbæjar
• Störf flokkstjóra í Íþrótta- og
tómstundaskóla Mosfellsbæjar
• Störf flok stjóra í garðyrkjudeild
• Störf sundlaugavarða í sundlauginni að Lágafelli
umsækjendur um eftirtalin störf
skulu fæddir 1993 eða fyrr
• Starf í íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar
• Störf í garðyrkjudeild
• Störf í áhaldahúsi
• Störf í leikskóla
• Störf í sundlauginni
að Lágafelli
Nánari upplýsingar er að
finna á www.mos.is en
einnig er hægt að hringja í
Þjónustuver Mosfellsbæjar í
síma 525 6700 milli kl. 8 og 16.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og
Launanefndar sveitarfélaga.
Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur
er til og með 12. apríl 2010.
Öllum umsóknum verður svarað fyrir 6. maí 2010.