Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 14
Maður fyllist sannarlegaorku að vera í návistGuðrúnar Kristínar eða GunnuStínueinsoghúnerávallt kölluðendaákaf­legakraftmikilog drífandikonaáferð.Þessadagana erhúnásamtfjöldafólksaðund- irbúa stórmót í blaki sem hlotið hefurnafniðMosöld2010tilheið- ursþeimMosfellingumsemendur- vöktublakiðhéríbæárið1978. „Ég tel mig vera Norðfirðing því ég er alin upp í Neskaupsstað,” seg­ ir Gunna Stína. „Það var ákaflega gott að alast upp fyrir austan, ég æfði handbolta alla mína barnæsku ásamt því að vera virk í skátastarfi. Á unglingsárunum vann ég í öllum mínum fríum í frystihúsinu og það var alltaf heilmikið fjör hjá okkur á sumrin.” Guðrún Kristín er fædd 12. sept­ ember 1961 í Neskaupsstað. Hún er dóttir Rósu Skarphéðinsdóttur og Einars Þórs Halldórssonar sjó­ manns, en Einar lést í sjóslysi árið 1971. Hún er næst elst sex systkina þeirra Kristins Halldórs, Sigríðar Stefaníu, Sólveigar, Þóreyjar Bjargar og Einars Björns. Seinni eiginmaður Rósu er Jón Sigurðsson. Sonur Gunnu Stínu er Viktor Em­ ile fæddur 9. júlí 1997, en hann á hún með Christian Gauvrit fyrrver­ andi sambýlismanni sínum. Útskrif­að­ist sem geislaf­ræð­ingur „Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var sautján ára en flutti síðan aft­ ur austur og hélt áfram að vinna í frystihúsinu. Ég hóf síðan nám við Menntaskólann á Egilsstöð­ um og útskrifaðist þaðan ár­ ið 1984. Eftir útskrift ákvað ég að verða röntgentæknir eins og starfsgreinin hét þá, en í dag kallast það að vera geisla­ fræðingur. Nýir nemendur voru ekki teknir inn í skólann á haustönn svo ég ákvað að flytja suður og sækja um vinnu á röntgendeild Borgarspít­ alans til að kynnast starfinu betur og fékk starfið.” námsf­erð­ til Kína „Ég flutti til Svíþjóð­ ar árið 1985 og bjó þar í átta ár. Starfaði bæði í Helsingborg og í Lundi og sótti nám í geislafræði og nálastungum. Í október árið 1990 fór ég í tveggja mánaða námsferð til Kína. Það var ótrúlega skemmtileg og fróðleg ferð. Eftir hana ætlaði ég að flytja heim og byrja að vinna við nálastungurn­ ar en fékk þau svör að ég mætti það ekki. Mitt nám var metið af sænska heilbrigðiskerfinu og var námshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna en ég mátti ekki vinna við það, þar sem ég var ekki læknir.” Vann á hersjúkrahúsi „Ég ákvað fyrst ég gat ekki starfað við mitt nám heima að skella mér til Saudi Arabíu. Ég sótti um vinnu á hersjúkrahúsi sem geislafræðingur og fór þangað í febrúar 1993 rétt eft­ ir Persaflóastríðið. Ég vann í Saudi Arabíu í fimmtán mánuði og kynnt­ ist þar barnsföður mínum sem er franskur, svo í staðinn fyrir að flytja til Íslands þá flutti ég til Frakklands. Ég bjó í Frakklandi í tæpt ár, en ár­ ið 1995 fluttum við til Íslands og ég fékk vinnu á röntgendeildinni á Landakoti. Í dag starfa ég hjá Ís­ lenskri myndgreiningu í Orkuhús­ inu. Við Christian slitum samvistir árið 2001. skellti sér á blakæf­ingu „Árið 1996 keyptum við okkur íbúð í Mosfellsbæ. Haustið 1999 frétti ég af kvennahópi sem væri far­ inn að æfa blak með Aftureldingu svo ég skellti mér á æfingu. Árið 2000 fórum við á okkar fyrsta Íslands­ mót Öldunga í blaki en það er eitt stærsta mót sem haldið er á Íslandi á hverju ári. Það var haldið í Reykja­ vík og við unnum okkar deild. Árið eftir var mótið haldið á Akur­ eyri, þá var ég orðin formaður deild­ arinnar. Við unnum deildina okkar líka þar og sóttum einnig um að halda næsta mót sem við og fengum og skýrðum við það Mosöld 2002. Mótið fengum við einungis vegna þess að við ætluðum að koma af stað barna­ og unglingastarfi á vegum deildarinnar sem við og gerðum,” segir Gunna Stína stolt á svip. Besta blakað­stað­an í mosf­ellsbæ „Árið 2003 fékk Blakdeildin starfs­ bikar Aftureldingar meðal annars fyrir Mosöldina því hún tókst frábær­ lega vel. Mosfellsbær býr yfir bestu blakaðstöðu á landinu með níu velli undir sama þaki. Árið 2005 fengum við aftur starfsbikar félagsins og þá fyrir starfið í barna­ og unglinga­ deildinni. Ég er mjög stolt af þessum viðurkenningum fyrir hönd blakara og blakforeldra.” sæmd við­urkenningum Gunna Stína hefur verið sæmd hinum ýmsu viðurkenningum og hér er stiklað á stóru. Á ársþingi UMSK árið 2008 var hún sæmd starfsmerki sambandsins. Á hundr­ að ára afmæli Aftureldingar fékk hún silfurmerki ÍSÍ vegna vinnu sinnar innan blakhreyfingarinnar. Á uppskeruhátíð Aftureldingar fékk hún viðurkenninguna, vinnuþjark­ urinn og fyrir Mosöld 2010 var hún tilnefnd sem Blaköldungur 2010. Gert ráð­ f­yrir miklum fjölda Öldungamót BLÍ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 13.­15. maí. Það má búast við um þúsund manns í bæinn vegna mótsins. Það skiptir mjög miklu máli fyrir þjónustufyr­ irtæki í Mosfellsbæ að vera sýnileg með einhverjum hætti fyrir þetta mót, því mótsgestir koma til með að nýta sér þá þjónustu sem er í boði. Við erum byrjuð að selja auglýs­ ingar í mótaskrá mótsins sem allir keppendur bera með sér alla helg­ ina og þar geta þjónustuaðilar aug­ lýst sig og verið með sérstök blaktil­ boð í tilefni mótsins. Blakdeildin er þegar búin að opna heimasíðu mótsins þar sem allar upplýsingar varðandi mótið og alla þjónustu sem við höfum upp á að bjóða kemur fram ásamt styrktarað­ ilum að sjálfsögðu. Slóðin er: www. mosold.is. Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni. - viðtal / mosfellingurinn Guðrún Kristín einarsdóttir14 MOSFELLINGURINN Eftir ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Tilhlökkunin mikil Guðrún Kristín Einarsdóttir geislafræðingur og formaður blakdeildar Aftureldingar gerir ráð fyrir hátt í þúsund mótsgestum í Mosfellsbæ dagana 13.-15. maí. Þá fer fram Öldungamót Blaksambands Íslands að Varmá. Mæðginin Viktor Emile og Gunna Stína.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.