Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 19
www.mosfellingur.is - 19 www.myndó.is Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ Sími: 898 1795 Ljós myndastofa Stefnt er að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ í því skyni að byggja upp og efla alla starfsemi og þekkingu á sviði heilsueflingar, heilsuræktar og endurhæfingar í Mosfellsbæ. Hugmyndin að verkefni þessu er að hagsmunaaðilar í Mosfellsbæ ásamt tengdum aðilum, taki sig saman um að móta klasa sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar. Heilsu- og endurhæfingartengd starfsemi er meginstoð og styrkur (e. „Core“) atvinnulífs í Mosfellsbæ. Rúmlega 450 manns starfa í þessari starfsgrein í Mosfellsbæ. Það samsvarar um 10-12 % af vinnufærum íbúum bæjarins. Án vafa er hægt að stórefla þessa grein með markvissu samstarfi þeirra fyrirtækja sem starfa í greininni, tengdum greinum og sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Mosfellsbæjar undir slóðinni www.mos.is/heilsuklasi Heilsuklasi í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.