Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 24
- Aðsendar greinar24
Af Úlfarsfelli er fagurt yfir að líta.
Þaðan sér til allra átta enda leggja
margir leið sína á fellið allan ársins
hring. Frá rótum þess höfum við
gengið með fjölskyldu, vinum og
vinnufélögum. Þangað höfum við
ekið eftir krefjandi en ákveðnum
vegslóðum með erlenda gesti og
þangað aka fjölskyldur á höfuðborg
arsvæðinu, m.a. á gamlárskvöld til
að njóta flugeldasýninganna á suð
vesturhorni landsins.
Frá Vesturlandsvegi liggja tveir
vegslóðar á Úlfarsfell. Annar liggur
uppí hlíðar þess að norðanverðu í
átt til Hamrahlíðar og er það blind
gata. Hin liggur nokkuð sunnar og
skiptist þegar ofar dregur. Sú erfið
ari liggur yfir klappartopp, sem far
in er á sumrin, sérstaklega með er
lenda ferðamenn og viðskiptavini
fyrirtækja í atvinnulífinu. Sú leið er
öllum erlendum gestum ógleyman
leg. Hin liggur örlítið sunnar og er
án efa aðalleiðin. Þær sameinast síð
an í einni götu nokkru ofar, og liggur
leiðin síðan uppá topp Úlfarsfells.
Úlfarsfell hefur tvo meginkolla og er
sá syðri lægri en sá sem horft er af til
norðurs yfir höfuðborgina. Fyrir út
lendinga, erlenda vini og viðskipta
vini kristallast oft í þessum ferðum
þróað hugvit og verkkunnátta ís
lenskra fyrirtækja sem hafa sérhæft
sig í breytingum á jeppum til erfiðra
fjallaferða. Sú verkkunnátta er m.a.
ástæða þess að íslenskar björgunar
sveitir eru einstakar á heimsmæli
kvarða.
Með allt á hornum sér
Það er í tísku um þessar mundir
að agnúast út í ferðalög á vélknún
um ökutækjum. Nú mega þau helst
hvergi þrífast. Svokallaðir „náttúru
verndarsinnar“ hafa risið upp hver
um annan þveran og hafa allt á horn
um sér þar sem vegslóða ber við
augu. Sumir gera lítinn sem engan
greinarmun á sumar og vetrarakstri
og skilgreina akstur á beingödduðu
undirlagi til sama miska og ef ek
ið væri eftir sömu leið á ylhýrum
sumardegi, þar sem engum heilvita
manni dytti í hug að fara. Ágætur
kunningi sagði nýlega að það hlyti
að eyðileggja ferðalög skíðamanna á
jöklum að verða fyrir því óláni að sjá
jeppa í fjarska á leið um jökulinn.
Fyrrverandi iðnaðarráðherra lýsti
nýlega í blaðagrein að banna ætti bíl
umferð á jöklum.
Taki sig á
Það gæti orðið við ramman reip
að draga ef heldur fram sem horfir.
Þó markast sérstaða Íslands í ferða
iðnaði mjög af ferðalögum á jepp
um. Það er rétt sem margir hafa bent
á að umgengni sumra ökumanna
bíla, mótorhjóla og fjórhjóla verði
víða að batna og margir þurfi að
taka sig á og bera meiri virðingu fyr
ir umhverfinu sínu. Í því sambandi
snýr sú áskorun einnig og ekki síð
ur að erlendum ferðamönnum, sem
sumir hverjir haga sér nákvæmlega
eins og þeim sýnist á ferðalögum
um hálendið.
Virðingarverð umgengi
Akstur út fyrir bæði merktar og
sjáanlegar götur, er mikill ósiður. Í
Úlfarsfelli eru aðstæður þó þannig
að ekkert tjón hefur orðið. Hins veg
ar mætti víða bæta sjónræna ásýnd
svæðisins, t.d. með trjárækt, eins
og sumir hafa lagt til, eða með því
að auðkenna ákveðnar leiðir með
máluðum hvítum steinum. Það hef
ur sums staðar verið gert til að leið
beina vegfarendum og draga úr
utanvegaakstri. Það væri prýði af
slíku framtaki og verðugt verkefni
fyrir áhugafélög sem vilja fóstra Úlf
arsfell. Hugmyndafræði sem hefur
það að markmiði að útliloka vélknú
in ökutæki um fellið er ekki til þess
fallin að skapa sátt um mismun
andi áhugamál. Góð, fordómalaus
og virðingarverð umgengi allra er í
þessu sem öðru forsenda þess að ár
angur náist.
Bolli Valgarðsson, Skúli K. Skúlason
og Ríkarður Már Pétursson,
höfundar búa í Mosfellsbæ og ferðast
ýmist um á jeppum, mótorhjólum, reið-
hjólum eða á tveimur jafnfljótum, við
göngustafi og með poka á baki.
Í 3. tbl. Mosfellings þann
26. febrúar vakti Guðjón Jens
son athygli á ljótum bílförum
á Úlfarsfelli svo og á skipu
lagsleysi hvað varðar nýtingu
fjallsins í þágu útivistar og um
hverfisverndar og er það vel.
Ég sjálf er löngu hætt að hafa
ánægju af því að fara gang
andi að efstu vörðu fellsins vegna
umferðar ökutækja en sem betur fer
höfum við Mosfellingar enn nokkur
fell þar sem hægt er að njóta lands
ins án hávaða og náttúruníðinga.
Úlfarsfell er afskaplega fallegt séð
frá Vesturlandsvegi og víðar vegna
hamranna sem skreytir það efst að
norðvestanverðu sem og hlíðanna
niður af þeim. Nú er svo sorglega
komið að trjám hefur verið plantað
vítt og breitt í þessar fyrrum (nátt
úrulegu) hlíðar og lítil út
lend tré eru farin að fela
fallega gróðurteyginga
langt upp eftir fellinu. Því
miður.
Er virkilega ekki til nóg
land hér fyrir trjárækt? Því
í ósköpunum bera Skóg
ræktarfélög vítt um land
ið ekki meiri virðingu fyrir íslensku
landslagi svo ekki sé talað um virð
ingu fyrir fornminjum? Fyrir mörg
um áratugum var sannað hér að trjá
rækt er hægt að sinna með góðum
árangri á berangri. Af hverju planta
menn ekki útlendum trjágræðling
um í vindasöm svæði frekar en skjól
góðar, gróðurríkar, hlíðar?
Aðgát skal höfð ...
Sesselja G. Guðmundsdóttir, Urðarholti 5.
úlfarsfell
af vélknúnum ökutækjum
á úlfarsfelli
Hann er Heimsfrægur í mosfellsbæ
lúxus borgari með eggi, beikoni, iceberg, gúrkum og lauk ásamt frönskum 1040,-
Nýr Krikaskóli verður
vígður 26. mars nk. Haldin
var samkeppni um þróun
skólastefnu skólans á árinu
2007 og fyrsta skóflustunga
var tekin 25. september 2008.
Vinningstillagan, sem unn
in var af hópi sem kallar sig
Bræðingur, gengur út á grunn
hugmynd skólans um lýðræðisleg
vinnubrögð, einstaklingsmiðað
nám og að efla reynslu og virkni
barnsins með því að bjóða því upp á
verkefni og viðfangsefni úr umhverfi
sínu og veruleika. Krikaskóli opnaði
sumarið 2008 með leikskóladeild í
Brekkukoti í Helgafellshverfi og eru
nú börn frá tveggja til sjö ára í skól
anum.
einstakur skóli
Krikaskóli er frábrugðinn öll
um öðrum skólum á Íslandi að því
leyti að í honum verður boðið upp
á nám fyrir eins til níu ára gömul
börn. Skólaárið og skóladagurinn
verður miðað við það sem þekkist
í leikskólum því boðið verður upp
á samfelldan skóladag frá hálf átta
til rúmlega fimm allt árið um kring
fyrir öll börnin. Með því er komið
til móts við þarfir foreldra í nútíma
samfélagi sem undantekningalítið
vinna bæði fulla vinnu utan heim
ilis. Tekið er mið af skóladagatali
leikskólans er varðar skipulag því
verður um að ræða 200 daga skóla
dagatal í stað 180 daga sem þekk
ist í hefðbundnum grunnskólum.
Börnin fá að sjálfsögðu lögbundið
kennslumagn í grunnskólanum en
því er dreift yfir lengra tímabil, sem
gefur meira svigrúm fyrir leik, úti
vist og skapandi starf á degi hverj
um. Það eru miklar væntingar til
hins nýja skóla, bæði frá skólafólki
sem foreldrum. Þá er
starfsfólkið spennt að fá
tækifæri til þess að fara
nýjar leiðir í skólastarfi.
Byggingarkostnaður
á áætlun
Eins og áður sagði var
fyrsta skóflustunga tekin
25. sept. 2008. Hálfum mánuði sein
na hrundi íslenska fjármálakerfið.
Í kjölfar þess tók bæjarstjórn þá
ákvörðun að haldið skildi áfram
með þetta verkefni þrátt fyrir að
rekstrarumhverfi sveitarfélagsins
hefði gjörbreyst. Var þessi
ákvörðun tekin m.a. vegna þess
að fjárhagsstaða sveitarfélagsins
var traust og líkur á því að því tæk
ist að fjármagna verkefnið á ásætt
anlegum lánskjörum sem síðan
varð raunin. Hinsvegar er því ekki
að leyna að það umhverfi sem uppi
hefur verið á byggingarmarkaði á
þessum tíma hefur verið afar erfitt.
Byggingarkostnaður hefur hækkað
mikið á þessum tíma og í raun all
ar aðstæður á byggingarmarkaði
breyst. Því þurfti að taka nýjar
ákvarðanir um leiðir til sparnaðar á
byggingartímanum. Það hefur tekist
vel og er kostnaður við bygginguna
í samræmi við áætlanir að teknu till
iti til hækkunar verðlags. Þetta hef
ur reyndar haft það í för með sér að
framkvæmdinni hefur seinkað.
Það er mikið fagnaðarefni fyr
ir Mosfellinga að þessum áfanga
sé náð. Krikaskóli er metnaðar
fullt verkefni. Án efa mun skólinn
vekja athygli fyrir nýbreytni, sem
reyndar þegar hefur vakið athygli.
Mosfellingar eru velkomnir að vera
viðstaddir vígslu skólans 26. mars.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri.
Krikaskóli verður vígður 26. mars
nýr valkostur í skólakerfinu
Aðsendar greinar
um bæjarmál í Mosfellsbæ
Greinum skal skila inn með
tölvupósti á netfangið
mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera
lengri en 500 orð.
Greinum skal fylgja fullt nafn
ásamt mynd af höfundi.
MOSFELLINGUR