Mosfellingur - 19.03.2010, Blaðsíða 9
StefnuþingSamfylkingarinnar
í Mosfellsbæ
Samfylkingin í Mosfellsbæ boðar til
stefnuþings laugardaginn 20. mars
frá kl. 10:00 - 13:00 í húsnæði
Samfylkingarinnar Þverholti 3.
Áhugasömum bæjarbúum er boðið til
samræðu um stefnumál Samfylkingarinnar.
Form fundarins er s.k. "Heimskaffi" þar sem
þátttakendum er skipt í litla samræðuhópa.
Notaðu tækifærið og taktu þátt í að móta
samfélagið þitt. Þitt innlegg skiptir máli!
www.samfylking.is/mos
samfylking.mos@gmail.com
Lausar íbúðir fyrir
aldraða í Mosfellsbæ
Fjórar íbúðir fyrir aldraða eru
lausar í Eirhömrum og Hlaðhömrum,
íbúða- og þjónustuhúsi aldraðra
í Mosfellsbæ. Um er að ræða
öryggisíbúðir þar sem þjónusta er
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Helgi
Guðmundsson, forstjóri Eirar, og Vilborg
Ólöf Sigurðardóttir hjá Eir í síma 522 5700.
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar
www.mosfellingur.is - 9
minnihluta í bæjarstjórn sem hafi
sýnt því mikinn áhuga og jákvæðni,
sem og aðra sem að því hafa komið.
„Bæjaryfirvöld hafa haldið mjög vel
utan um verkefnið og brugðist hratt
og vel við hvenær sem þörf hefur ver
ið á. Það var eftirtektarvert hve mik
ið frumkvæði embættismenn og bæj
arstjóri hafa sýnt í þessu samstarfi
og hve vinnubrögð þeirra hafa verið
fumlaus. Það er ekki síst af þeim sök
um sem við erum sannfærð um að
sjúkrahúsinu verði best fyrir komið
hér í Mosfellsbæ,” segir hann.
Hann nefnir einnig Reykjalund í
því samhengi, þá þekkingu sem þar
er að finna og reynslu, sem og orð
sporið sem af stofnuninni fari. „Eins
hef ég fundið fyrir miklum velvilja
íbúa og einnig þeirra sem starfa í
heilsutengdri þjónustu í Mosfells
bæ,” segir Gunnar.
Stofnun heilsuklasa
Hann tók þátt í kynningarfundi
um stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ
sem haldinn var í byrjun mánaðar
ins. Þar mættu um 60 manns víðs veg
ar að úr bænum og myndaðist mikill
samhugur um að koma á samstarfs
vettvangi á sviði heilsutengdrar þjón
ustu. Markmið Mosfellsbæjar með
uppbyggingu á sviði heilsutengdrar
þjónustu er að tvöfalda fjölda starfa
í heilsugeiranum á hverju fimm ára
tímabili og að Mosfellsbær verði leið
andi á sviði heilsueflingar og endur
hæfingar á landinu.
Verði PrimaCare að veruleika
mun þetta markmið nást í einu
vetfangi, en um leið sé þá kominn
grundvöllur fyrir að gera markmiðin
enn háleitari.
einstök hugmynd
Gunnar lét nýverið af störfum
sem framkvæmdastjóri Læknafélags
Íslands. Aðspurður segist hann hafa
heillast að hugmyndinni um einka
rekið liðskiptasjúkrahús af þeim
ástæðum að hér var um að ræða
verkefni sem reiddi sig ekki að neinu
leyti á aðkomu ríkisins. „Í gegnum
starf mitt hjá læknafélaginu hef
ég komist í kynni við alls kyns hug
myndir um einkarekstur á sviði heil
brigðisþjónustu. Engin þeirra hefur
orðið að veruleika. Þessi er annars
eðlis. Bæði er um að ræða hugmynd
sem byggir alfarið á aðgerðum á er
lendum sjúklingum og hins vegar
eru umhverfismálin stór þáttur,” seg
ir Gunnar. „Strax frá fyrstu stundu
sá ég að þarna var um einstaka hug
mynd að ræða,” segir hann.
„Síðar kom á daginn að ég var
ekki einn um þá skoðun sem sést
á þeim öfluga hópi samstarfsaðila
sem við höfum fengið með okkur
í lið,” bendir Gunnar á. Að hans
sögn hefur verkefnið verið unnið af
mikilli fagmennsku, enda sé mikið
í húfi. Um sé að ræða verkefni sem
geti haft verulega jákvæð áhrif á
efnahag landsins með auknum gjald
eyristekjum og allt að eitt þúsund
nýjum störfum, þar af mörgum sem
krefjast sérmenntunar. Auk þess
skapist afleidd störf í sveitarfélaginu
og auknar tekjur af þeim þúsundum
sjúklinga og gesta sem dveldust á
sjúkrahúsinu og hótelinu árlega.
Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri PrimaCare er bjartsýnn á að einkarekið liðskiptasjúkrahús og hótel rísi í Mosfellsbæ
Fyrsta aðgerðin gerð 12.12.2012
„Næstu mánuðir eru
nánast prófsteinn um
það hvort okkur takist
að láta þessa hugmynd
verða að veruleika.”
í nágrenni Sólvalla
Fjölmennur kynningarfundur um stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ fór fram í Kjarna.
PrimaCare og Mosfellsbær hafa skrifað
undir viljayfirlýsingu um byggingu einka-
rekins liðskiptasjúkrahúss og hótels.