Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 28.04.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Mosfellsbær endurgreiðir Bæjarstjórnin ákvað, eftir að mikill hagnaður á rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs á síðasta ári kom í ljós, að endurgreiða íbúum 15% af fasteignargjöldum ársins 2006. Þá var einnig ákveðið að veita 20% afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí næstkomandi. Örvæntingarfullir sjálfstæðismenn Lækkun gjalda Íbúar Mosfellsbæjar fá 15% afsl- átt af fasteignagjöldum, 20% afslátt af leikskólagjöldum og greiðslur til foreldra með börn í daggæslu hækka um 20% samkvæmt tillögu meirihlut- ans en allir bæjarfulltrúar samþykktu tillöguna á 440. fundi bæjarstjórnar. Áætluð áhrif þessa eru samtals um 62 milljónir króna. Forsaga málsins er sú að minni- hlutinn hefur hrakið meirihluta sjálf- stæðismanna hvað eftir annað til að lækka álögur í bæjarfélaginu og er þetta í fjórða skiptið síðan fjárhags- áætlun var lögð fram sem það ger- ist og telst það sennilega Íslands- met. Með lækkun þessara gjalda er meirihluti sjálfstæðismanna að viðurkenna fullyrðingar B-listans að allt kjörtímabilið hafi barnafjölskyld- ur verið breiðu bökin og eru nú rétt fyrir kosningar að endurgjalda þeim til baka. Þetta sýnir ekkert annað en örvæntingu meirihluta sjálfstæðis- manna rétt fyrir kosningar. Við í B-listanum í Mosfellsbæ höf- um gagnrýnt meirihlutann öll fjögur árin fyrir þessar háu álögur og notað hvert tækifæri til að benda á að það sé ekki mikill vandi að skila rekstrar- afgangi ef gjöldin eru hækkuð langt umfram það sem þau þurfa að vera. „Það er dýrt að búa í Mos- fellsbæ” á meðan aðrir geta sagt: „það er gott að búa í Kópavogi” Það hefur ekki farið fram hjá bæj- arbúum hversu dýrt hefur verið að búa í Mosfellsbæ eftir að sjálfstæðis- menn komust til valda en þeir breyttu þeirri yfirlýstu stefnu fyrri meirihluta að Mosfellsbær væri fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gjaldtaka vegna þjónustu sem fjölskyldufólk keypti væri ávallt haldið í lágmarki. Nú nýlega birtust kannanir ASÍ sem sýndu fram á hvað álögur hafa hækkað mikið í Mosfellsbæ en sem dæmi hafa fasteignagjöld hækkað um 55,7% á kjörtímabilinu. Bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna hafa sýnt svipaðan samanburð þar sem Mos- fellsbær hefur komið illa út og mos- fellsfrettir.is hafa flutt okkur fréttir af þessu hvað eftir annað. Bæjarstjóri Kópavogs birtir á síð- um Morgunblaðsins samanburð milli sveitarfélaga miðvikudaginn 12. apríl þar sem að hann tekur sem dæmi að ef miðað er við fjögurra manna fjölskyldu sem býr í 150 fermetra íbúðarhúsnæði og er með 600 þús. kr. í mánaðartekjur, annað barnið er í 8 klst vistun á leik- skóla og hitt er í grunnskóla og dægra- dvöl í 2 klst. þá er langdýrast að búa í Mosfellsbæ. Sjá töflu Eftir lækkun gjalda má sjá að staða Mosfellsbæj- ar lagast, en hversu trúverðugar eru svona aðgerðir? Hefði ekki verið betra fyrir sjálfstæðismenn að stilla álögum og gjaldtöku í hóf allt kjörtímabilið? Gerum Mosfellsbæ að betri bæ Mér finnst það orðið tímabært að við bæjarbúar tökum höndum saman og gerum Mosfellsbæ að betri bæ til að búa í þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi og allir njóta jafnréttis, álögur og gjaldtöku verði stillt í hóf og þjónustan verði bætt með það að leiðarljósi að öllum líði sem best, það væru raunveruleg lífsgæði. Marteinn Magnússon Skipar 1. sæti B-listans í Mosfellsbæ Fasteigna- Hlutfalls- Sveitarfélag Íþróttastyrkur Leikskóli Grunnskóli Útsvar gjöld Samtals munur í % Kópavogur -20 247 79 938 115 1359 0,0 Seltjarnarnes 0 314 102 889 113 1418 4,3 Reykjavík 0 254 112 938 118 1422 4,6 Akureyri 0 246 85 938 173 1442 6,1 Hafnarfjörður -40 317 112 938 153 1480 8,9 Garðabær -20 325 143 897 141 1486 9,3 Mosfellsbær 0 315 79 932 161 1487 9,4 *Mosfellsbær 0 273 79 932 145 1429 5,1 *= áhrif nýsamþykktrar lækkunar komin inn Það vita líklega fæstir bæjarbúar í Mosfellsbæ að í bænum er starfandi íþróttafélag sem heitir Vélhjólaíþrót- tafélag Mosfellsbæjar, oftast kallað Motomos. Félagið hefur verið starf- andi frá árinu 2000 og fékk nú á vordögum inngöngu í UMSK og varð þar með hluti af íþróttahreyfingunni í landinu. Það eru um 100 félagar í Motomos og þeim fer ört fjölgandi. Eitt helst baráttumál félagsins hef- ur verið að skapa aðstöðu fyrir vél- hjólaíþróttir í Mosfellsbæ. Það fer líklega ekki framhjá bæjarbúum að vélhjólaíþróttin er á „götunni” í orðsins fyllstu merkingu og þrátt fyrir að legið hafi fyrir erindi hjá bæjar- yfirvöldum í meira en sex ár þá hillir ekki undir neina lausn. Á meðan þetta ófremdarástand varir munu bæjarbúar væntanlega búa áfram við akstur torfæruhjóla innanbæjar. Þeir sem stunda íþróttina hafa í áratugi nýtt sér malarnámur ofan bæjarins til æfinga í íþróttinni. Undirritaður hefur ásamt hund- ruðum mætra Mosfellinga ekið skellinöðrum og torfæruhjólum í áratugi, fyrst í skólagryfjunum á bak við Gagnfræðaskólann, því næst í Helgafellsgryfjunum og nú síðast í Varmadal og meðfram Þingvalla- veginum. Þetta hefur oftar en ekki verið í trássi við landeigendur og lögreglu. Öruggasta leiðin til þess að stunda íþróttina á þessum fors- endum er að „laumast” til þess að aka beint úr bílskúrnum og aka eftir göngu- og reiðstígum úr byggð. Þetta er gert með þessum hætti til þess að auðveldara sé að forða sér af vettvangi ef yfirvaldið eða landeigandi mætir á svæðið til þess að skakka leikinn. Það má öllum vera ljóst sem þetta lesa að það er fyrir löngu orðið tímabært að skapa aðstöðu fyrir þennan hóp íþróttamanna. Með því er hægt að loka íþróttina af á afmörkuðu svæði og gera þá kröfu að þeir sem þangað koma til þess að æfa sig geri það með löglegum hætti, þ.e. flytji vélhjólið á kerru, pallbíl eða með öðrum sam- bærilegum hætti á staðinn. Með því móti er hægt að takmarka akstur tor- færuhjóla innanbæjar þó svo að hann hverfi eflaust aldrei alveg. Ég leyfi mér að lokum að rifja upp þá tíð þegar hestamenn höfðu enga reiðstíga í bænum og riðu gjarnan um götur bæjarins. Það fór ekkert sérstaklega vel saman við aðra umferð ef ég man rétt. Það er von þess sem þetta skrif- ar að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ sjái sóma sinn í að leysa þetta mál sem fyrst og skipuleggi svæði þar sem Vél- hjólaíþróttafélag Mosfellsbæjar getur byggt upp íþróttamannvirki við hæfi, líkt og önnur íþróttafélög í bænum hafa gert. Aron Reynisson höfundur er formaður Vélhjólaíþróttanefndar ÍSÍ Íþróttasvæði vélhjólaíþrótta Myndlistarsýning hjá 7. bekk Nemendur í 7. bekk beggja grunnskólanna í bænum tóku þátt í norrænu myndlistarverk- efni í fyrra og af því tilefni var opnuð sýning á þessum verkum í anddyri Norræna hússins. Börn frá Norðurlöndunum áttu verk á sýningunni sem stóð yfir frá 7. apríl til 25. apríl. Við opnunina var Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ásamt nemendum og kennurum Lágafellsskóla og Varmárskóla sem komu að verkefninu. Götur nefndar í Leirvogstungu Tillaga að götunöfnum fyrir nýja hverfið sem mun rísa í Leir- vogstungu, var sett fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar 18. apríl síðastliðinn. Tillagan innihélt nöfn eins og Leirvogs- vegur, Kvíslartunga, Ósatunga, Leirvogstunga og Vogartunga. Frestað var að taka ákvörðun í málinu að sinni. Þá er einnig hafin vinna við að nefna nýja hverfið að Helgafelli. Það er því í nógu að snúast hjá umhverfis- nefnd að finna ný götunöfn fyrir hverfin sem rísa hér á næstunni. R-IA R-IA R-IA R-IA R-IIA R-IIA R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R(V)-IID R-IID R-IID R-IID R-IIC R-IID E-IB E-IA E-IA E-IA E-IA E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IIB E-IA E-IA E-IA E-IA E-IB E-IB E-IA E-IA E-IA E-IB E-IB E-IB E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IA E-IAE-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IIA E-IIA E-IIA E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IIB E-IIB E-IIA E-IIB R-IA R-IIC R-IIC R-IID R-IID R-IID R-IIC R-IID R-IID R-IID R-IID R-IIDR-IID R-IID R-IID R-IID R-IIC R-IID R-IID R-IID R-IIC R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID R-IID E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IIA E-IIA E-IIA E-IIB E-IIB E-IB E-IB E-N2(-IB) E-IB E-IB E-IA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IIA E-IA E-IA E-IB E-IB E-IB E-N4(-IB) E-IIA R-IIC E-IIC E-IIC E-IIC E-IIC E-IIC E-IIC E-IIC E-IIDR-IIC R-IIC R-IIC R-IIC K-IIC K-IID E-IB R-IIC R-IIC R-IIC R-IIC E-IA K-IIC K-IID K-IIC K-IID E-IB E-IA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IB E-IB E-IB E-IA E-IA E-IA K-IID K-II C K-II C K-IIC K-IID K-IID E-IB E-IB E-IB E-IB E-IB E-IIB E-IIB E-IIB S-I-II LÓÐ: 16618 M2 E-IIA Z 60 P E-N3(-IIA) E-N5(-IA) E-N6(-IB) Z A E-IIC E-IID E-IIC E-IID E-IIC E-IID E-IIC E-IID E-IB Leiksvæði Leiksvæði E-IIA E-IIA E-IIF E-IIF E-IIF E-IIF E-IIF E-IIF E-IIE E-IIA E-IIA E-IA E-IIA E-IA E-IA E-IA E-IA E-IIE E-IIE E-IIE E-IIE E-IIE PS LEIK- OG GRUNNSKÓLI ÍÞRÓTTASVÆÐI SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 BREYTT REYKJAVÍKTEIKNAÐ KVARÐI HANNAÐ BLAÐ VERK SÍMI 552-8740 FAX 562-8740 NETFANG: 101 REYKJAVÍK TEIKNA@TEIKNA.IS GYLFI GUÐJÓNSSON arkitektar faí. OG FÉLAGAR ehf. 1:2000 gy, ml, hs gy, ml, hs 2006-01-20 MOSFELLSBÆR 04-629 DEILISKIPULAG LEIRVOGSTUNGA 001 MOSFELLSBÆR, LEIRVOGSTUNGA ÍBÚÐARBYGGÐ, DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR 1:2000 SAMÞYKKTIR: DEILISKIPULAG ÞETTA SEM AUGLÝST HEFUR VERIÐ SKV. 25. GR. OG 1. MGR. 26 GR. SKIPULAGS- OG BYGGINGARLAGA NR.73/1997 VAR SAMÞYKKT Í BÆJARSTJÓRN MOSFELLSBÆJAR: _____________________ ________________________________ BÆJARSTJÓRI Á GRUNDVELLI DEILISKIPULAGS- OG SKÝRINGARUPPDRÁTTA ERU UNNIR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMÁLAR SEM KVEÐA NÁNAR Á UM ÚTFÆRSLU SKIPULAGSINS. Á MÆLI- OG HÆÐABLÖÐUM KOMA FRAM STÆRÐIR OG MÁLSETNINGAR LÓÐA OG BYGGINGARREITA, HÆÐARLEGA ÁSAMT KVÖÐUM VEGNA GATNA, STÍGA, AÐ- OG FRÁVEITNA. ÖNNUR SKIPULAGSGÖGN - Lögformlegir skipulags- og byggingarskilmálar, dags. 2006-01-20. - Skýringaruppdráttur nr. 002 og 003 dags. 2006-01-20 ÍSGRAF H.F. MYNDMÆLDI EFTIR LOFTMYND SEM LANDMÆLINGAR ÍSLANDS TÓKU 7. ÁGÚST 1995 HNITAKERFI REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS HÆÐARKERFI REYKJAVÍKUR HÆÐALÍNUBIL: 1,0 M HÚSHORN ERU MÆLD Á ÞAKBRÚNUM LEGA TENGIBRAUTAR, REIÐ- OG GÖNGUSTÍGA GETUR LÍTILLEGA BREYST VIÐ NÁNARI HÖNNUN. TEIKNISTOFA ARKITEKTA, GYLFI GUÐJÓNSSON OG FÉLAGAR EHF VANN AÐ DEILISKIPULAGINU Í SAMRÁÐI VIÐ LEIRVOGSTUNGU EHF OG SKIPULAGS- OG BYGGINGARNEFND MOSFELLSBÆJAR ÁRIN 2004 - 2006. HLUTI ÚR AÐALSKIPULAGI MOSFELLSBÆJAR 2002-2024 Z ÚTLÍNUR LÓÐA SKÝRINGAR: EINBÝLISHÚS, EIN HÆÐE-l FJÖLDI BIFREIÐASTÆÐA Á STOFNANALÓÐ EINBÝLISHÚS, TVÆR HÆÐIRE-ll Mismunandi húsgerðir Mismunandi húsgerðir KVÖÐ UM SPENNISTÖÐ Á LÓÐ GANGSTÉTT / GÖNGUSTÍGUR STOFNUN, EIN TIL TVÆR HÆÐIR Leik- og grunnskóli REIÐSTÍGUR VEGHELGUNARSVÆÐI MÖRK SKIPULAGSSVÆÐIS RAÐHÚS, EIN HÆÐR-l Mismunandi húsgerðir RAÐHÚS, TVÆR HÆÐIRR-ll Mismunandi húsgerðir VANDAÐ YFIRBORG Hellulögn, malbik, gróður K-II BYGGINGARREITUR BINDANDI BYGGINGARLÍNA A.m.k. hluti húss standi í þessari línu. BYGGINGARREITUR FYRIR EINNAR HÆÐAR ÚTBYGGINGAR VIÐ MEGINHÚSFORMS-I-II Á, VATN, TJÖRN KVÖÐ UM GRÓÐUR sjá nánar skipulags- og byggingarskilmála MEGIN MÆNISSTEFNA VEGAGERÐARINNAR AUKAÍBÚÐ HEIMIL Í EINBÝLISHÚSIA GRENNDARGÁMAR SVÆÐI FYRIR HLJÓÐVARNIR KVÖÐ UM TRJÁRÖÐ sjá nánar skipulags- og byggingarskilmála ATVINNUSTARFSEMI HEIMIL Á 1. HÆÐR(V)-ll Sjá nánar skipulags- og byggingarskilmála RAÐHÚS, TVÆR HÆÐIR P og umhverfisuppdrátt KVÖÐ UM GARÐAAÐGENGI EINBÝLISHÚS, NÚVERANDI BYGGINGE-N BIFREIÐASTÆÐI INNAN LÓÐAR OG FJÖLDI PS STÆÐI FYRIR STÓRA BÍLA GATA KEÐJUHÚS, TVÆR HÆÐIR Mismunandi húsgerðir MEÐ EINNAR HÆÐAR MILLIBYGGINGU VESTURLANDSVEGUR B R Á Ð A B IR G Ð A T E N G IN G V IÐ V E S T U R LA N D S V E G LE IR V O G S Á K A LD A K V ÍS L

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.