Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Sunnudaginn 20. ágúst síðastlið- inn einhvern tíma milli kl. 15 og 16 hlekkist flugvél á í flugtaki á Leirvogs- tungumelum. Flugvélin virðist annað hvort hafa misst afl í flugtaki eða flugmaðurinn gert einhver afdrifa- rík mistök með þeim afleiðingum að flugvélin sveigir frá til vinstri og lendir út í Leirvogsá á móts við Segul- mælingastöð Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Um 100 metrum handan við stöð- ina voru á sama tíma um 50 krakkar að sparka fótbolta. Ef flugvélin hefði lent á hópnum hefði það haft skelfi- legar afleiðingar sem sjálfsagt enginn hefði viljað upplifa. Nú er spurning: Getur rekstur flugvallar og íþróttasvæðis farið sam- an við þær aðstæður sem eru á Tungu- bökkum? Hvaða reglur gilda um öryggissvæði um flugvelli á borð við þann sem er á Tungubökkum? Þegar flugbrautin var lögð á sínum tíma fyrir um 20 árum þá var það vegna einnar eða tveggja flugvéla sem nokkrir Mosfellingar áttu. Í þá tíð var sveitarfélagið Mosfellssveit fremur fámennt og byggðin minni. Nú skipta flugvélarnar víst tugum og vinsælt meðal flugáhugamanna að hafa sína aðstöðu þar. Síðan er vaxandi byggð í Mosfellsbæ að teygjast smám saman í norður, nú með nýbyggingasvæði í landi Leirvogstungu. Á næstu áratug- um má reikna með byggð í Reykjavík norðan Leirvogsár og Vogarins. Er t.d. réttlætanlegt að hafa íþróttasvæði í næsta nágrenni við flugvöll sem e.t.v. á eftir að stækka? Spurning er því hvernig flugstarfsemi samræmist sjónarmiðum varðandi flugöryggi og ýmsu sem máli skiptir í nútímasamfélagi, hávaða, sjónmeng- un o.s.frv. Margir Mosfellingar hafa ama af flugi þeirra sem sýna af sér nokkra léttúð sérstaklega á fögrum sumardögum. Mér finnst fyllsta ástæða til þess að Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skoði þetta mál mjög rækilega og móti ein- hverja framtíðarsýn í þessu máli áður en það kann að verða of seint. Öryggi bæjarbúa er mikilvægt og spurning hvort ekki sé nú þegar of mikil starf- semi komin á Tungubakka. Flugöryggi á Tungubökkum Guðjón Jensson skrifar um öryggi á Tungubakka- flugvelli Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á útimarkað Varmársamtakanna í Ála- fosskvos á laugardag. Streymdi fólk alls staðar að í kvosina og tæmdust básarnir af vörum löngu áður en loka átti markaðnum. Mikil stemning skap- aðist meðal gesta og hafði gamal- gróinn Mosfellingur á orði: „Nú vitum við hvar hjartað slær í Mosfellsbæ”. Fjölbreytt vöruúrval var á mark- aðnum og kom mannfjöldinn sölu- aðilum í opna skjöldu. Karmelsystur úr Hafnarfirði sögðu t.d. að gestir hefðu sýnt framleiðslu þeirra mun meiri áhuga en á Menningarnótt í Reykjavík og voru skátarnir sem sáu um veitingasölu í sjöunda himni yfir viðskiptunum. Grænmeti og rósir frá Dalsgarði og Reykjum seldust upp á örskammri stundu og sömu sögu er að segja um reyktan silung frá Útey, vestfirskan harðfisk og sunnlensk- ar kartöflur sem Varmársamtökin seldu til styrktar starfinu. Handmálað portúgalskt postulín vakti mikla aðdáun gesta og sömu sögu er að segja um antikmuni frá Antikhúsinu við Skólavörðustíg og vörur unnar úr tré frá Ásgarði, vinnustað fatlaðra í Álafosskvos. Varmársamtökin sem eru íbúa- og umhverfissamtök í Mosfellsbæ kynntu stefnuskrá sína og baráttumál og segir talsmaður samtakanna, Sigrún Pálsdóttir, að sérstaklega ánægjulegt hefði verið að upplifa hversu mikinn áhuga fólk sýndi baráttu Varmársam- takanna gegn lagningu tengibrautar um Álafosskvos. Ennfremur að ljóst sé af frábærum undirtektum að Ála- fosskvos er sá staður í Mosfellsbæ sem hafi hvað mest aðdráttarafl og löngu sé tímabært að gera slíka úti- markaði að fastri venju í bæjarlífinu. Varmársamtökin vilja koma þakklæti á framfæri til allra sem lögðu hönd á plóginn við að gera þennan skemmtilega viðburð að veruleika og bjóða nýja félaga hjartanlega vel- komna í samtökin. F.h. Varmársamtakanna Sigrún Pálsdóttir „Nú vitum við hvar hjartað slær í Mosfellsbæ!” Dalbúar vilja bætt umferðaröryggi Nýlega söfnuðu fulltrúar Dal- búa, undir forsvari þeirra Þóru Sig- urþórsdóttur og Signýjar Jóhannsdótt- ur, undirskriftum þar sem hvatt var til þess að sett yrði upp hringtorg á mótum Þingvallavegar og Vesturlandsvegar og að settar yrðu upp hraðahindranir í Mosfellsdalnum sjálfum. Þær Þóra og Signý gengu síðan á fund Sturlu Böð- varssonar samgöngumálaráðherra og afhentu honum listann og ræddu við hann um stöðu mála. Hann ætlar að skoða málið sögðu þær bjartsýnar að fundinum loknum. Sturla sagðist meta þetta framtak þeirra Þóru og Signýjar. Hann sagði að áskorunin yrði send áfram í ker- finu og kynnt fyrir Vegagerðinni og samgönguráði sem vinnur að end- urskoðun samgönguáætlunar og að þessi hluti Vesturlandsvegarins, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöng- um verði sérstaklega skoðaður með ökuhraða og öryggi í huga. Að sögn Þóru og Signýjar gekk undirskriftasöfnunin framar von- um og skrifuðu allir þeir undir sem náðist í. Alls 180 íbúar dalsins 17 ára og eldri skrifuðu sig á listann. Þær eru að vonum ánægðar með viðtökurnar og vonast eftir viðbrögðum sem fyrst. Dalbúum finnst öryggi sínu ógnað daglega á þessari fjölförnu leið og krefjast breytinga nú á. Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra tekur við undirskriftalistanum úr höndum Þóru Sigurþórsdóttur og Signýjar Jóhannsdóttur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.