Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 15
Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako 15Íþróttir - Mosfellingur B-lið Aftureldingar í 6. flokki karla í knattspyrnu náði þeim frábæra árangri að verða Íslandsmeistari á Pollamóti KSÍ, SV-riðli. Aftureld- ing var áttunda og síðasta liðið sem tryggði sig í úrslitakeppnina. Í úrslitaleiknum mættu þeir HK, sem lagt höfðu Shellmótsmeistara B- liða, ÍBV, í hinum riðlinum. Skemmst er frá því að segja að í úrslitaleiknum réð Afturelding lögum og lofum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og unnu örugglega 3-1. Er óhætt að segja að þeir luku mótinu með miklum glæsibrag með því að leika sinn besta leik í mótinu í sjálfum úrslitaleiknum, þar sem hver einasti leikmaður sýndi sínar bestu hliðar. Eftirtaldir skipuðu B-lið Aftureld- ingar: Andri, Aron, Arnór Gauti, Ágúst Logi, Birkir, Davíð, Eiður, Filip- pus, Patrekur, Stefnir og Sævar. Þjálf- ari liðsins er Sigfús Heimisson. Til hamingju strákar. Áfram Afturelding! Íslandsmeistarar Riddarinn nálægt sæti í 2. deild Knattspyrnulið Hvíta Ridd- arans var ekki langt frá því að komast upp um deild í sumar. Liðið vann sinn riðil og komst í úrslitakeppni 3. deildarliða. Þar tapaði liðið hins vegar samanlagt 5-3 fyrir Kára í tveimur leikjum sem voru upp á líf og dauða. Hvíti Riddarinn getur borið höfuðið hátt eftir þessa frábæru frammi- stöðu í sumar. Um helgina gekk knattspyrnudeild frá þriggja ára samningi við þjálfara meistaraflokks karla Ólaf Ólafsson. Á sama tíma var tilkynnt að Jóhann Jón Ísleifsson hefði tekið að sér for- mennsku í stjórn meistaraflokks, einn- ig til þriggja ára. Fyrsta embættisverk Jóhanns var að undirrita samninga við fimm leikmenn meistaraflokks. En það er við fyrirliðann, leikmann og þjálfara hjá Aftureldingu til margra ára, Gunnar Borgþórsson sem og fjóra leikmenn með öðrum flokki, sem allir hafa einnig spilað flesta leiki meistaraflokks á tímabilinu. Þeir eru Arnór Þrastarson, Atli Heimisson, Helgi Guðjónsson, og Steinarr Rag- narsson. Einnig lauk þjálfari ráðning- um fyrir yngri flokkana með undir- skrift á samningi við Ásgeir Bjarna Ásgeirsson fyrir 3. og 4. flokk. Áður hafði verið gengið frá ráðningu ann- arra þjálfara yngri flokka. Undirritun samninga í fótboltanum Glitnir léttir námsmönnum lífi ð og býður þeim bestu kjörin. Til dæmis bjóðum við aðeins 14,9% vexti af yfi rdráttarlánum v. LÍN.* Kynntu þér málið í útibúum Glitnis, þjónustuveri í síma 440 4000 og á glitnir.is. GLITNIR LAIS KB BANKI SPRON YFIRDRÁTTARLÁN LÍN 14,9 14,95 15,35 14,95 YFIRDRÁTTARLÁN ALMENNT 18,3 18,7 18,35 21,2 INNLÁN 7,8 7,8 7,5 6,95 BETRI VEXTIR Á YFIRDRÆTTI FYRIR NÁMSMENN * MIÐAÐ VIÐ VAXTATÖFLU 21.08.06 MYNDLISTARSKÓLI MOSFELLSBÆJAR Myndlistarnámskei�in vinsælu � hefjast 25. september næstkomandi Eins og undanfarin ár ver�ur bo�i� upp á námskei� fyrir börn, unglinga og fullor�na, bæ�i byrjendur og lengra komna. Innritun fer fram á virkum dögum 11. - 22. september milli kl. 15-19 í síma 566 8710 og 663 5160. Vinsamlegast athugi� a� �egar er nokku� bóka� á sum námskei�in af nemendum frá fyrri árum. Skemmtileg tómstundai�kun í gó�um félagsskap!

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.