Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 16
Fyrsta áfanga lóðasölu í Leirvogs- tungu er nýlokið og verið er að ganga frá kaupsamningum. Sala gekk fram- ar vonum og greinilegt er að eftir- spurn eftir sérbýlislóðum á fallegu landi er mikil. „Þrátt fyrir niðursveiflu á fasteignamarkaði gekk salan mjög vel. Enn eru þó til einbýlis-, par-, og raðhúsalóðir,“ segir Einar Páll Kjærne- sted hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar en hann hefur annast sölu á lóðun- um. „Það er mjög skemmtilegt að koma að sölu á nýju landi þar sem metnaður er mikill og alúð er lögð við hvern þátt verksins.“ Framkvæmdir í Leirvogstungu eru komnar á gott skrið og fyrstu lóðirnar verða afhentar í nóvember. Því má gera ráð fyrir að íbúar fari að flytja inn með vorinu. Meðfylgjandi er vísa sem Atli Guðlaugsson kynnir á „Í túninu heima” fór með á hátíðinni. Við Köldukvísl sérðu nú kotungs ei brag, né kindur um hagana sveima, en Búkolla heitin er bifreið í dag, og böðlast í túninu heima. Mikil eftirspurn eftir lóðum í Leirvogstungu Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar 16 TILBOÐ 6 mánaða kort á aðeins 22.000 kr. UNGLINGATÍMAR Í TÆKJASAL Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00-21.30 Verð aðeins: 3.500 kr. mánaðarkort eða 8.000 kr. þriggja mánaðakort. LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 16. SEPTEMBER

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.