Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 21
21Mosfellingur Jæja, þá er komið að mér að deila snilli minni með mínu ástkæra bæjarfélagi. Kenna stelpum að vera svona glimrandi „success” í öllu. Kannski ágætt að taka fram í fyrstu grein að þetta munu allt vera mínar óþroskuðu gelgjuhugsanir sem þurfa á en- gan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar. Þetta skiptið ætla ég að gefa ráð um hvernig á að halda í karlmenn• Í fyrsta lagi að vera ekki alltaf tiltæk. Segja stundum nei við stefnu móti þó svo að þú hafi r ekkert betra að gera en fara í legó með litla bróður þínum.• Halda sjálfsvirðingunni og alls ekki fara fram úr sjálfri þér. Þó svo að þið séuð á þriðja deiti á Aameri- can style og allt er óneitanlega rómantísk, reyna halda í sér að segja að þú elskir hann. • Alls ekki vera í sambandi þegar þú þarft á honum að halda. Getur aldrei endað vel. • Gefa stríðnispúkanum í þér lausan tauminn einstaka sinnum.• Ekki sitja heima og bíða eftir símtali. Svoleiðis taugaveiklun á ekki við þig! • Vertu sjálfstæð og haltu áfram að vera fabulous í öllu sem þú gerir. • Haltu áfram að vera sú sem hann féll fyrir, þ.e. vertu þú sjálf þegar þú ert að kynnast honum. (Nema þú sért bara plane dull, goes without saying)• Leiðinlegt að segja það en í mjög mörgun tilfellum því áhugalausari sem þú sýnist því áhugameiri verður hann.• Gefa honum hæfi lega mikinn skammt af H-vítamíni. En það er einmitt máttur hróssins. Þetta áttu að vera tíu leiðir hjá mér en ég býst við því að aldur og reynsla muni bera með sér þá tíundu í mínu tilfelli. Vona að þetta komi þeim minna reyndu, geta ekki verið margir, að einhverju gagni... Kara Bradshaw kveður Opið: Virka daga: 6.30-22. Lengri opnun. Helgar: 9-18. Fullt að nýjum leiktækjum komin fyrir börnin. Kíkið við og slappið af í nýja pottinum. SUNDLAUGIN AÐ VARMÁ Þar sem skólarúta vegna íþróttakennslu er hætt að ganga milli Lágafellsskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar býður Mosfellsbær upp á rútuferðir fyrir börn á Vestursvæði sem stunda íþróttir í Íþróttamiðstöðinni. Rútuferðir milli Lágafellsskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá: Frá Lágafellsskóla kl. 14.20 og kl. 15.20 alla virka daga Frá Varmá kl. 15.50 alla virka daga Við þurfum sjálfboðaliða til að ganga í hús og safna Rauði kross Íslands Kjósarsýsludeild Þann 9. september stendur Rauði kross Íslands fyrir landssöfnuninni Göngum til góðs, til hjálpar börnum í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Með þessari auglýsingu hvetjum við þig til að taka þátt í starfi okkar á söfnunardaginn ef þú hefur tök á. Opnunartími söfnunarstöðvarinnar að Urðarholti 4 verður kl. 10-18. Skráning þátttakenda fer fram á heimasíðu Rauða kross Íslands www.redcross.is. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 570-4000. Það er von okkar að sem fl estir sýni stuðning í verki laugardaginn 9. september. Takið vel á móti sjálboðaliðum okkar sem ganga í hús og safna. SLÚÐRIÐ Í SVEITINNI KAPPHLAUPIÐ MIKLA

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.