Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 2
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... Mosfellingur - Leiðari og skemmtiefni2 Óvenjumikið hefur verið um þjófnaði og skemmdarverk í bæjarfélaginu upp á síð- kastið. Mikið hefur verið haft samband við blaðið sökum þess. Sérstak- lega hefur borið á stuldi hjóla og skemmdum á þeim. Höfum augun opin og stopp- um þessa óþokka sem í hlut eiga. Forvarnadagurinn var haldinn í gær og vonandi að foreldrar setjist niður með börnum sínum í kjölfarið og verði meðvituð um hvað þau eru að sýsla. Börn og starfsfólk Varm- árskóla á hrós skilið fyrir viðbrögð við brunanum þar fyrr í mánuðinum. Sjálfur hefur maður oft látið brunabjöllurnar sem vind um eyru þjóta. Að lokum langar mig að koma á framfæri bestu þökkum til Harðar- félaga fyrir frábæran reiðtúr um daginn og glæsilegar veitingar. FERMINGARMYNDIN Nafn: Guðrún Esther Árnadóttir skólaritari yngri deildar Varmárskóla. „Ég fermdist í Fríkirkjunni í Reykja- vík 25. apríl 1953 og prestur var séra Óskar Þorláksson. Þá voru fermingarföt og eftirfermingarföt fyrir stúlkurnar. Þær fermdust í síðum kjólum og var minn tvöfaldur með undirkjól úr tafti og blúndu yfi r. Síðan þurfti eftirfermingarföt og mín voru vatterað pils og nælonblússa með blúndukoti undir. Ég man að þegar ég var komin í kjólinn segir bróðir minn: „Það sést í gegnum kjólinn!!!” Þetta varð til þess að fi nna varð undirkjól því ekki ætlaði ég að ganga inn kirkjugólfi ð í gegnsæjum kjól! Allt gekk þetta samt vel. Ferming- argjöfi n frá foreldrunum var gullúr og veisla var haldin heima með fjölskyld- unni. Þetta vor var í síðasta skipti sem þurfti tvennan fatnað því um haustið komu kirtlarnir í fyrsta sinn og eru enn.“ Ólíðandi skemmdarverk Sími: 586 8080 www.fastmos.is Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ Björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu 3ja hæða fjölbýli á vestursvæði Mosfellsbæjar. Nýr grunnskóli , leikskóli og sundlaug eru 3 mínútna göngufjarlægð.Tvö góð svefnherbergi, baðherbergi m/kari, geymsla inni í íbúð sem nýst getur sem vinnuherbergi, fallegt eldhús og björt stofa. Ásett verð upphaflega 19,9 m. – verð nú 18,9 m. **Verð nú kr. 18,9 m.** Furubyggð – 166,3 m2 endarðahús Tröllateigur – 167,1 m2 endaraðhús 167,1 m2 endaraðhús á tveimur hæðum í nýbyggðu hverfi við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarðhæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambusparket á gólfi og fallegar innréttingar í eldhúsi og baði. Áhvílandi kr. 27,0 milljónir með 4,15-4,2% vöxtum **Verð nú kr. 39,9 m.** Arnartangi – 174,2 m2 einbýlishús Mjög fallegt og aðlaðandi 138,6 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 35,6 m2 bílskúr á mjög fallegri hornlóð með timburveröndum. Þetta er hentugt skipulag, svefnherbergi eru aðskilin frá stofu og borðstofu og eldhús tengt svefnálmu. Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan húsið og tvær timburverandi í suðurátt. Verð kr. 39,9 m. Opið hús verður á sunnudaginn nk. á milli kl. 16 og 17. Hlíðarás – 408 m2 tækifæri Til sölu eitt stærsta einbýlishúsið í Mosfellsbæ. Húsið er samtals 408 m2 á tveimur hæðum, með tvöföldum bílskúr. Húsið býður upp á mikla möguleika, m.a. væri hægt að innrétta 2-3 íbúðarrými (ósamþykkt) á neðri hæð, og halda eftir stórri efri sérhæð með bílskúr. Húsið stendur neðst í Ásahverfinu með miklu útsýni til suðvesturs, út á Leirvoginn og að Esjunni. Verð 139.700 kr. pr. m2. Verð kr. 57,0 m. Klapparhlíð – Lúxusíbúð f/50 ára og eldri Erum með mjög glæsilega 119,3 m2 lúxusíbúð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin sem er glæsileg í alla staði, innréttingar spónlagðar með liggjandi hnotu, hvítar flísar á gólfum með marmaraáferð, baðherbergi sturtuklefa og mjög stór og björt stofa og borðstofa. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara. Þetta er eign fyrir vandláta. Verð kr. 36,9 m. Skeljatangi – 4ra herb. Falleg 94,2 m2, 4ra herbergja íbúð í litlu fjórbýlishúsi á fallegum stað í Skeljatanga. Þrjú góð svefnherbergi, eldhús, stofa, flísalagt baðherbergi og þvottahús. Sameiginleg lóð til fyrirmyndar og lítið barnaleiksvæði í augsýn. Lágafellsskóli og leikskólinn Hulduberg eru rétt hjá og því tilvalin eign fyrir barnafjölskyldu. Laus strax. Verð kr. 22,9 m. Tröllateigur – 4ra herbergja *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 111,7 m2, 4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli neðst í Tröllateignum í nýju húsi. Íbúðin er mjög björt og rúmgóð enda loft upptekin og halogenlýsing í stofu, eldhúsi og holi. 3 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi m/kari og sturtu, sér þvottahús, eldhús m/borðkrók og björt stofa. Mjög fallegt útsýni til norðurs af svölum. Verð kr. 25,9 m. Furubyggð – 107 m2 endaraðhús 107,2 m2 endaraðhús með stórum suðurgarði í fallegri og gróinni götu. Í húsinu eru tvö rúmgóð svefnherbergi, flísalagt baðherbergi m/kari og sturtu, eldhús m/borðkrók og stór stofa og sólstofa (nú notuð sem 3ja svefnherbergið). Hellulagt bílaplan með snjóbræðslu og stór og skjósæll suðurgarður. Verð kr. 28,9 m. Blikahöfði – 3ja herb + bílsk Falleg og vel skipulögð 84,6 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt 29,2 m2 bílskúr í góðu fjölbýlishúsi við Blikahöfða í Mosfellsbæ. Björt stofa, eldhús með kirsuberja innréttingu, sér þvottahús, sjónvarpshol, 2 herbergi og baðherbergi m/kari. Bílskúrinn er draumur dótakarlsins. Verð kr. 22,8 m. Blikahöfði – 77 m2. Flott 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í mjög góðu 3ja hæða fjölbýli með opnum stigagangi. Íbúðin er sérstaklega rúmgóð og fallegt útsýni er til suðvesturs. Mahony innréttingar og parket á gólfum. Verð kr. 19,2 m. EINAR PÁLL KJÆRNESTED Löggiltur fasteignasali Erum með stórt og rúmgott endaraðhús á tveimur hæðum auk risherbergis og bílskúrs. Stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús og gestasalerni á jarðhæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og TV-hol á 2. hæð og stórt risherbergi. Stórar svalir í suðaustur, afgirt timburverönd út frá stofu og stórt hellulagt bílaplan. Þetta er falleg eign í grónu og friðsælu hverfi í Mosfellsbæ. *Verð kr. 35,9 m.* Rituhöfði – 189 m2 parhús Þetta er mjög flott og vandað parhús í botnlangagötu við Rituhöfða í Mosfellsbæ. Stór og rúmgóð stofa, eldhús með glæsilegri innréttingu, 4 svefnherbergi, baðherbergi m/hornbaðkari og vatnsgufusturtuklefa. Þetta vel skipulagt hús með mikið stofurými og góða lofthæð. Falleg gata með einbýlis- og parhúsum. Verð kr. 43,9 m. Grenibyggð – 164 m2 raðhús Fallegt raðhús á tveimur hæðum auk risherbergis og bílskúrs í grónu og friðsælu hverfi í Mosfellsbæ. Stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús og gestasalerni á jarðhæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol á 2. hæð og opið risherbergi. Opnar svalir í suðvestur/norðvestur, falleg timburverönd í suðvestur út frá stofu og gott hellulagt bílaplan. Húsið er nýmálað að utan. **Verð kr. 37,2 m.** Lau s st rax Klapparhlíð 20 – 3ja herb. OPIÐ HÚS MOSFELLINGUR mosfellingur@mosfellingur.is www.mosfellingur.is Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Útgefandi: Mosfellingur ehf. Álafossvegi 18, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamaður: Ágúst B. Linn Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ljósmyndari: Magnús Már Haraldsson Prentun: Prentmet, prentað í 3300 eintökum og dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Hilmar Gunnarsson, ritstjóri ...þegar Ragnheiður bæjarstjóri var kennari í Gagnfræðaskólanum og hún og nemendurnir voru 20 árum yngri en þau eru í dag. Á myndinni, sem er tekin 1986, má sjá 9. RR og í vor hélt þessi bekkur mikið reunion í Hlégarði ásamt félögum sínum úr árganginum. Aftasta röð f.v.: Hrafnkell Kárason, Hjalti Skúlason, Vilhjálmur Þór Vil- hjálmsson, Tryggvi Scheving og Þórður Magnússon. Miðröð f.v.: Fríða Rún Þórðardóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Ingi björg Jónsdóttir, Andrea Axelsdóttir, Ragn- heiður Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Fremsta röð f.v.: Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson, Ólafur Hólm Einars- son, Stefán Jóhannsson, Pétur Kr. Þorgrímsson, Björgvin Sævarsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, hennar Guðrúnar www.isfugl.is HÉÐAN OG ÞAÐAN

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.