Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 16
Mosfellingur - unga fólkið - steindijr@mosfellingur.is16 Fólk er fífl . Sumt fólk er bara hreinlega fífl . F-Í-B-L! Það gerðist hérna á aðfaranótt föstudagsins fyrir viku að við félagarnir skelltum okkur á bjórkvöld á Klúbbnum í Grafarvogi. Við vorum þrír svo að við skildum bílinn hans Robba eftir niðri í Klappar hlíð. Eftir bjórkvöldið keyrðum við upp í Mosó, ég og Robbi stukkum út á hringtorginu hjá Skelja- tanga og vorum á leið í bílinn aftur þegar við sáum einhvern löggugölt hlaupa framhjá en sem tók ekki eftir okkur. Á eftir honum kom sköllótt viðrini með vasaljós hlaupandi íklædd ur ógeðslegum samfestingi. Um leið og hann tók eftir okkur öskr aði hann á okkur: ,,Leggist á jörð ina!“. Robbi spurði hann hvort hann væri með lögregluskírteini en um leið og hann sleppti orðinu: BÚMM! 3 kg. vasaljós beint á snúðinn. Sprungin vör, 3 lausar tenn ur og 5 spor saumuð, bæði innaná vörinni og utaná. Þessu fylgdi síðan heilahristingur og þrigg- ja daga hausverkur. Strax á eftir vor um við handteknir vegna gruns um inn brot, sem var víst bara tvær stelpur sem höfðu verið að príla upp á Lágafellskóla. Hvað er það að ein hver dúddi úti í bæ, skipi sjálfan sig löggu og lemji fólk með vasajósi, bara af því að honum datt í hug að það hefðu verið við se brut umst inn? Veruleika fi rrt lið hægast sagt. Maður veit ekki hvað gengur á í hausn um á þessu fólki. Þessi náungi er örugg lega atvinnulaus, hefur ekkert betra að gera en að sofa á daginn, vaka á næturnar og látast vera lögga, líklega löngu orðin heilaþveginn af þáttum á borð við Shield og 24. Held ur svo að hann sé að gera samfélaginu stóran greiða með öllum þess um hetjulátum. Kæmi mér ekki á óvart ef hann væri með mynd af Steven Seagal á náttborðinu sínu. Eitt sem mér fi nnst skrítið líka er að löggan skuli hafa handtekið okkur með látum, látið okkur dúsa inni í bílum, með handjárnin hert, hraunandi yfi r mann og síðan hennt okkur bara út fyrir utan skólann. Illa séð!!! Löggan á Íslandi á það til að misnota vald sitt hrik- alega. Kann ekki við það... Þrándur kveður að sinni, veltandi því fyrir sér hvort hann eigi að gerast lögga svo að hann geti löglega níðst á unglingum bæjarins. STEINDI JR. SÉR UM ALLT FYRIR UNGA FÓLKIÐ Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri 5HEITUSTUKARLMENNIRNIR Í MOSÓMosfellingi lék forvitni á að vita hverjir væru heitustu karlmennirnir í bænum að mati bæjarstjórans. Ragnheiður Ríkharðs-dóttir tók vel í hug-myndina og var ekki lengi að búa til listann. TÖFFARINN SJARMURINN GLÆSTUR SÆTASTURNonni í DalsgarðiÞað er ekki skrýtið að Nonni sé á listanum enda bróðir rósabóndans. Það er greinilegt að vatnið rennur tært í dalnum og er útlitið eftir því. Glerlistar- maðurinn lætur sig hvergi vanta og er „sjarmur Mosfellsbæjar” að sögn bæjarstjórans. Glerið er alltaf beitt og er Nonni funheitur þegar hann dustar af dansskónum. Einar Ingi Sem fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar á Einar Ingi sæti á listanum enda vel af manni gerður. Að mati Ragnheiðar er Einar „glæstastur” manna í Mos- fellsbæ og er hann efl aust mjög sáttur við titilinn ef ég þekki hann rétt. „Glæsilegur í alla staði og stóð sig vel í handboltanum í vetur” sagði bæjarstjórinn um kútinn. Til hamingju Einar. Hilmar Gunnarsson Að mati Ragnheiðar er Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfell- ings, „sætasti“ karlmaðurinn í bænum. Hilmar sem er betur þekktur sem Himmi Gunn eða H.G. getur verið óstöðvandi þegar hann lætur gel í hárið og fer í einn ljósatíma. Jói Fel hvað? Stelpur ATH! Hilmar er á lausu og er alltaf til. Daði Runólfsson „Að sjálfsögðu er hann Daði fl ottastur” sagði bæjarstjórinn, enda vill svo skemmtilega til að Daði býr í sama húsi og Ragnheiður. Daði getur verið algjör spaði og á svo sannarlega titilinn skilið. FLOTTASTUR Gísli í Dalsgarði Ekki skrýtið enda er Gísli baðaður í rósum frá morgni til kvölds. „Algjör töffari” sagði Ragnheiður um Gísla og get ég alveg tekið undir það. Rósa- bóndinn kann sko aldeilis að höfða til kvenfólksins, ekki sanngjarnt fyrir okkur hina. HVAÐ DREKKUR UNGA FÓLKIÐ? Mosinn kíkti í vínbúðina fyrir stuttu og athugaði hvað unga fólkið í Mosó kaupir sér fyrir djammið. Þær Sædís og Alda, starfsmenn í Vín- búðinni í Kjarnanum, voru mjög hjálplegar og skoðuðu málið með blaðamanni Mosfellings. STELPUR á aldrinum 20-35 ára Stelpurnar eru mest í gosblönduðum drykkjum og sætu hvítvíni. Þær hljóta að vera með öðruvísi bragðlauka en við strákarnir því þessar gosblönduðu sykurleðjur eru ekki ketti bjóðandi. Það væri kannski í lagi að fá sér einn gosblandaðan ef þú ert búinn með allt vínið þitt og rakspíraglasið þitt líka, annars ekki. Aftur á móti er hvítvínið í góðu lagi og eru stelpurnar í Mosó duglegar í að refsa fl öskunni um helgar. STRÁKAR á aldrinum 20-35 ára Strákarnir í Mosó eru algjör andstæða við stelpur- nar þegar það kemur að vínkaupum. Það kemur ekkert annað til greina en bjór og snafs og yfi rleitt verða strákarnir mun ölvaðri en stelpurnar. Það er heldur ekkert verra en blindfull stúlka sem er búin að æla á sig, með neftóbakstutlu hangandi í nefi nu og gosblandaðan öl í hönd. En strákar, í guðanna bænum, farið varlega í snafsið, það er ekkert verra en þegar félaginn neitar að vakna þegar á hólminn er komið. Sædís og AldaHjálplegar í Vínbúðinni Breezerinn Sykurleðja sem aðeins stelpur fíla Egils Gull Einfaldlega besti bjórinn, áfram strákar!!! Tópas strákarnir verða yfirleitt haugar af þessu Moselland ArsVitis Hvítvínið sem allar stelpur eru æstar í Á RÖNGUM STAÐ Á RÖNGUM TÍMA Næst var komið við í Grillnesti. Þar fékk maður að sýna hversu mikill heimsborgari maður er þegar meistari Lowell tók á móti mér... „Jess æ vill hef vonn pulsa takk” . Verð kr. 350,-

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.