Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 4
Rútuferðir í Borgarholtsskóla Á fundi bæjarráðs var sam- þykkt að hefja morgunakst ur í Borgarholtsskóla og nýta þar með nýja tengibraut sem opnuð var á vordögum inn í Grafarvog. Með tilkomu þessarar brautar styttist vegalengd í Borgarholtsskóla mikið en þar sem ekki er nein leið hjá Strætó, sem fer þarna á milli, var ákveðið að hrinda af stað til raun með akstur þar á milli. Fyrsta ferðin var 19. september og fer vagninn frá Reykjavegi kl. 7.45, Háholti kl. 7.49 og hjá stoppi stöð Strætó við Lágafellsskóla kl. 7.53. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Kjölur fær nýjan björgunarbát Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi hefur fjárfest í nýjum björgunarbát og er von á honum til landsins í október. Nýi bát- urinn er af gerðinni Zodiac MKIV. Gamli báturinn, sem sveitin á, verður seldur til björgunarsveitar heimamanna í Reykhólasveit. Lætur af störfum Forstjóri Reykjalundar, Björn Ástmundsson, hefur tilkynnt formönn um stjórn ar Reykja- lund ar og SÍBS ákvörðun um að segja starfi sínu lausu. Hann mun hætta þann fyrsta febrúar á næsta ári. Björn hefur starfað í um 30 ár á Reykja lundi og á að baki afar farsælt starf. Í lok skóladags þann 15. sept- ember kom upp eldur í þaki Varm- árskóla. Brunakerfi skólans gerði viðvart og greiðlega gekk að rýma skólann. Um 400 nemendur fóru út á þremur mínútum og má þar þakka snarræði starfsfólks og brunaæfi ng- um sem haldnar eru reglulega. Eldurinn kviknaði út frá hita- blásara í rými fyrir ofan bókasafn yngri deildar. Í umræddu rými virðist sem óreglufólk hafi haldið til um tíma og hreiðrað um sig á lofti skólans. Þar mátti fi nna svamp- dýnur, stóla, hitablásara og bjórdós- ir svo eitthvað sé nefnt. Hitablásari hafði verið tengdur inn á rafmagn- skerfi skólans og út frá honum hef- ur eldur komist í eina af dýnunum. Ekki er hægt að komast að rýminu nema utanfrá og hefur rýmið ekkert verið notað síðustu árin. Erfi ðlega gekk að komast að eldinum en allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarinn- ar var kallað út. Enginn var talinn í hættu en nokkur skelfi ng greip um sig hjá börnunum þegar slökkvi- og sjúkrabílar komu hver á eftir öðrum á svæðið. Bjarni Magnússon húsvörður í Varmárskóla segir að róttækar ráð- stafanir þurfi að gera svo svona lag- að endurtaki sig ekki. Engan hafi grunað að óreglufólk hafi haft sama- stað í húskynnum skólans. Málið er enn í rannskókn hjá lögreglu. Eldur kom upp á sama stað fyrir sjö árum en þá var um íkveikju að ræða. hilmar@mosfellingur.is Bæli á lofti Varmárskóla • Eldur kviknaði út frá hitablásara á loftinu • Rýmið er ekki innangengt • Læst rými með ónýtum lás • Bjórdósir og fleiri ummerki um neyslu • Íkveikja á sama stað fyrir sjö árum Mosfellingur kannaði aðstæður í Varmárskóla ásamt Bjarna húsverði Bjarni Magnússon húsvörður við inngang rýmisins þar sem eldurinn kviknaði. Hér hefur verið klifrað upp á þakið til að komast að bælinu að sögn Bjarna. Rætt við lögregluna og farið yfi r málið Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar ásamt vettvangsstjóra HÁHOLT 23 - SÍMI 566 8500

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.