Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 10
Kristinn Magnússon fjallar um fornleifar í Mosfellsbæ Sagt er að Íslendingar trúi öðrum þjóðum fremur á álfa og huldufólk. Í hugum fl estra, sem í dag trúa því að slíkar verur séu til, eru álfar og huldufólk fremur meinlausar verur. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svo. Áður fyrr var talið mikilvægt að fara að öllu með gát í samskipt- um við álfa og huldufólk. Þekktar eru þjóðsögur af heimsóknum huldufólks heim á bæi þegar mess- að var á jólanótt. Í slíkar messur fóru oftast allir af heimilinu nema ein manneskja sem skilin var eftir til að gæta bæjarins. Huldufólkið nýtti tækifærið meðan fólk var í messu og hélt veislu í bæn um. Sá er bæjarins gætti mátti helst ekki láta huldufólkið sjá sig og alls ekki taka þátt í dansi þess og gleði. Gerði hann það var hann annað hvort dauður eða vitskertur að morgni eða með öllu horfi nn. Önn ur hætta sem stafaði af álfum og huldufólki var sú að það sat um að ná í börn mennskra manna og láta örvasa karla og kerlingar í þeirra stað. Talið var að álfar ættu erfi ðara með að nema skírð börn á brott og því mikilvægt að skíra börnin sem fyrst. Eftir að barn hafði tekið tenn ur átti því að vera nokkurn veginn óhætt. En það eru líka til margar sögur um góð samskipti manna og álfa og huldufólks. Huldufólk leitaði t.d. oft hjálpar mennskra manna þeg ar huldukonur gátu ekki fætt börn sín. Var slík aðstoð vel launuð og þar sem vinátta tókst með huldufólki og mennskum mönnum reyndist huldufólkið mönnunum gott og hjálpsamt með afbrigðum. Brátt mun ný íbúðarbyggð rísa í landi Helgafells. Á svæðinu sem til stendur að byggja á er strýtu- myndaður hóll, mjög áberandi í lands laginu. Hóllinn heitir Sauð- hóll. Þar er sagður bústaður álfa. Til er gömul saga sem höfð er eftir Hauki Níelssyni sem lengi var bóndi á Helgafelli. Samkvæmt sögunni hafði bóndinn á Helgafelli einhvern tíma verið að reka heim fé neðan úr Skammadal í austanbyl. Sá hann þá mann á undan sér sem einnig var við fjárrekstur. Hvarf maðurinn fyrir Sauðhól en þegar bóndi kom sjálfur fyrir hólinn sást hvorki af honum tangur né tetur. Taldi bóndi víst að maðurinn hefði horfi ð inn í hólinn með allt féð en það voru víst sauðir. Var þarna því um huldumann að ræða en ekki mennskan mann. Við skipulag íbúðarbyggðarinnar í Helga- fellslandi hefur verið tekið fullt tillit til Sauðhóls og mun hann standa inn an um húsin í nýja hverfi nu. Í landi Helgafells er annar álf- hóll. Hóllinn er kallaður Hjálmur og stendur í brekkunni um 150 m norðnorðvestan við bæjarhúsin á Helgafelli. Hóllinn var áður kletta- hóll, þ.e. ber klöpp sem stóð upp úr túninu. Í gegnum tíðina mun mold hafa verið ekið að hólnum í tölu- verðu magni svo hann hefur sokkið mikið og er nú líkari litlum túnhól. Haukur Níelsson, sem áður er getið, kvaðst hafa heyrt talað um það þegar hann var drengur að í Hjálmi væri bústaður álfa. Var sagt að ekki mætti ærslast á eða við hólinn. Ekki þekkti Haukur aðrar frásagnir um hólinn. Nafnið Sauðhóll er einnig til í Blikastaðalandi. Neðan og norðan við Úlfarsfell er ás eða hryggur, eins konar náttúrulegt framhald fellsins niður á jafnsléttu. Á þessum ás, rétt neðan við Vesturlandsveginn, er klettahóll sem kallaður er Sauðhóll. Engar frásagnir sem beint tengjast sauðum eru þó til um þennan hól líkt og Sauðhól í Helgafellslandi. Engu að síður var hann talinn bústaður huldufólks. Hólnum er lýst sem lágum grasi vöxnum hól. Að ofanverðu, ofan á kollinum, sér í bera klöpp. Frásagnir eru til um að einhverju sinni hafi verið sprengt ofan af hólnum. Hóllinn er fl atur að ofan og hallar bratt til norðurs, um 20 m langur og um 10 m á breidd yfi r bunguna. Frá hólnum er mjög gott útsýni yfi r Blikastaðaland og til vesturs og norðvesturs. Ekki eru sýnileg nein mannvirki á eða við Sauðhól en að sögn Helgu Mag- núsdóttur, sem bjó alla sína ævi á Blikastöðum, var hóllinn talinn bústaður huldufólks og stundum fannst börnunum á Blikastöðum vera ljós í honum á kvöldin. Þegar Vesturlandsvegurinn var breikkaður var talin hætta á að hóllinn raskaðist af völdum vinnu véla ef ekki yrði varlega farið. Hóllinn var því girtur af á meðan á framkvæmdum stóð og stendur því enn. Kristinn Magnússon Fornleifafræðingur Sögukornið Álfar og huldufólk Sauðhóll er hægra megin á myndinni. Bæjarhúsin á Helgafelli sjást í baksýn vinstra megin. Sauðhóll í landi Blikastaða Þórsmerkurferð Þriðjudaginn 19. september fór 10. bekkur í Lágafellsskóla í Þórsmörk með það í huga að losa alla streituna sem fylgdi því að byrja í skólanum. Við lögðum af stað klukkan 9:15 að staðartíma og komum í Þórsmörk rúmlega tvö. Ferðin gekk ágætlega fyrir utan smá bið eftir rútum. Þegar við komum í Þórsmörk komum við okkur vel fyrir og allir fengu sér að borða. Svo var lagt af stað í göngutúr yfi r Valafellið og svo löbbuðum við þaðan niður í Húsadal og svo heim í skála. Þegar við komum í skálann fengu allir sér kvöldmat og eftir það var smá frítími, þangað til kvöldvakan byrjaði klukkan 21:30, og þá byrjaði fjörið. Fyrst voru nokkrir leikir, og eftir það var sungið og trallað. Þegar kvöldvakan var búin var komið myrkur og þá hurfu allir út í skóg með vasaljós, og þeir svölu fóru að bregða stelpunum. Svo komu allir inn og fóru að sofa fl jótlega eftir það. Svo um morguninn voru allir vaknaðir klukkan 8:30, því að óprúttnir einstaklingar tóku sig til og vöktu fólkið. Klukkan 9:30 var lagt af stað lengra inní Þórsmörk eða nánar tiltekið Bása, en þar var tekinn nettur göngutúr. Svo á leiðinni heim stoppuðum við í Stakkholtsgjá sem er eitt mesta náttúruundur Þórsmerkur, þó að það sé reyndar erfi tt að dæma um það hvað er fallegast þarna. En svo á heimleiðinni var stoppað á Hvolsvelli til að eyða restinni af pengingnum. Komið var heim klukkan 3:15. Þetta var massagóð ferð að mínu mati og þyrfti að fara í fl eiri svona ferðir yfi r skólatímann til að halda manni í góðum gír í skólanum. Takk fyrir mig BÓLFRÉTTIR ÓLAFUR RAGNAR Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali eigið húsnæði ? þig umDreymir E .B A C K M A N 10

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.