Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 9

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 9
Reiðtúr með bæjarstjórninni Formaður hestamannafélagsins, Marteinn Hjaltested, og Jónas Sigurðsson ræða málin Hestamannafélagið Hörður bauð bæjarstjórninni og félögum í árlegan reiðtúr 9Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Tangó Mánudaga Kl. 19:00 Salsa Miðvikudaga Kl. 19:00 Maga- dans Laugardaga Kl. 11:00 mannrækt 566-8587www.man.is 699-6684 Rope Yoga; Morgun-, síðdegis- kvöldtímar Helgina 16.-17. september héldu Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfi ng Samfylkingarinnar, sjöunda lands þing hreyfi ngarinnar í húsnæði Samfylking- arinnar í Þverholti og safnaðarheimili Lágafellskirkju. Þingið heppnaðist afar vel og fór fram kröftugt og mikið málefnastarf um helgina þar sem þingfulltrúar skiptust á skoðunum. Ný forysta hreyfi ngar innar var valin á þinginu. Formaður var kjörinn Magn- ús Már Guðmundsson, Reykjavík; varaformaður Valdís Anna Jónsdóttir, Akureyri og Tinna Mjöll Karlsdóttir, Sauðárkróki, var kjörin ritari. Niðurstaða þingsins er að Ungir jafnaðarmenn er öfl ugt stjórnmála- afl sem stefnir að frjálslyndu og sanngjörnu samfélagi. Stóru málin hjá hreyfi ngunni eru forgangsröðun í þágu menntunar, aukin velferð þeirra sem minna mega sín en ójöfnuður og misskiptingin í íslensku samfél- agi hefur stórlega aukist undanfarin ár, lýðræðis- og jafnréttismál, aðild að Evrópusambandinu og upptaka Evrunar, raunsæ umhverfi sstefna þar sem náttúran nýtur vafans og að lok- um manneskjuleg utanríkisstefna. Af öðrum minni málum ef svo má að orði komast er hægt að nefna opnun bókhalds stjórnmálafl okka, aðskilnað ríkis og kirkju, fækkun ráðuneyta, landið eitt kjördæmi, af- nám aldursákvæðis í lögum um ætt- leiðingar, tungumálakennsla fólks af erlendum uppruna verði efl d, færslu áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár, atvinnuleyfi erlends vinnuafl s verði bundið við einstaklinga en ekki viðkomandi vinnuveitanda eða fyr- irtæki, endurvinnsla sorps, sjálfbær orkubúskapur, færsla framhaldsskóla og heilsugæslu yfi r á sveitastjórnar- stigið og faglegar ráðningar og heil- brigðari viðhorf gagnvart embættum líkt og seðlabankastjóra, sendiherra og hæstaréttardómara. Baldur Ingi Ólafsson Landsþing ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar haldið í Mosfellsbæ Klara gefur vinnumönnum ullarsokka Fimmta starfsár Kammerkórsins hafið Vetrarstarf Kammerkórs Mos- fellsbæjar hófst í byrjun september. Æfi ngar fara fram í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar á miðvikudagskvöld- um kl. 19:30 og aukaæfi ngar eru haldnar síðasta laugardag hvers mánaðar. Meðleikari kórsins er Arnhildur Valgarðsdóttir, raddþjálfun hefur verið í höndum Ásdísar Arnalds og kórstjóri er Símon H. Ívarsson. Kórinn hefur fl utt fjölbreytt kórverk frá ólíkum tímabilum og stíltegundum. Auk hefðbundinna kór verka eru sungnar áhugaverðar tónsmíðar sem vakið hafa at hygli víða um heim. Leitast er við að hafa verk efnavalið sem fjölbreyttast. Sung in eru lög allt frá endurreisnar- tímabilinu til dagsins í dag, gospel lög, afrísk lög, nútímalög, dægurlög og hvað eina sem vekur áhuga kórs- ins og veitir ánægju í söng. Einkum hafa lög frá Spáni verið áberandi hjá kórnum undanfarið. Framundan eru spennandi og áhugaverð verkefni hjá Kammerkór Mosfellsbæjar. Í vetur verða á verk- efnalista kórsins m.a. lög sem eru úr “Misa Flamenca” eftir fl amenco- gítarleikarann Paco Pena, lög úr söng- bókinni “Cancionero de Palacio”, verk eftir Tedesco Castallo Nueva og verk úr “Ensaladas” eftir M.Flecha. Þá verð sungin lög frá fl est um tímabilum tón- listarsögunnar með áherslu á kórtón- list frá endur reisnartímabilinu. Í lok október syngur kórinn m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt öðrum kórum í Mosfellsbæ, þar sem lögð er áhersla á lög eftir íslensk tón- skáld, sem samin hafa verið við texta eftir Halldór Laxness. Kammerkór Mosfellsbæjar getur bætt við áhugasömu söngfólki og þeir sem hafa áhuga á að syngja með hressu og skemmtilegu fólki, geta haft samband við kórstjórann í síma 566-7634 eða 895-7634. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu kórsins sem er simnet.is/kammerkormos Frá hópavinnu Markaðurinn í Mosfellsdal Hann er vinsæll markaðurinn í dalnum sem starfræktur á sumrin. Þar kennir ýmissa grasa, látum myndirnar tala sínu máli.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.