Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 14
Í eldhúsinu hjá Guðrúnu Mark Guðrún Markúsdóttir, deildarstjóri miðstigs og upplýsingafulltrúi Var- márskóla, sendir okkur uppskrift að ekta amerískri bláberjaböku að þessu sinni. „Ég er hérna með uppskrift af bláberjapæi eða bláberjaböku. Nú er berjatíminn í hámarki. Ég elska að liggja úti í góðu veðri og tína í nokkrar bökur. Þessa uppskrift fékk ég frá Rannveigu Tryggvadóttur, hún hélt matreiðslunám- skeið í Reykjavík fyrir mörgum árum. Þessi baka er mjög vinsæl á mínu hei- mili, það er líka gott að eiga hana í frysti, eins geymi ég oft bláber í öskju í frysti og bý til bökur þó að berin séu ekki fersk. Bakan er borin fram með vanilluís eða þeyttum rjóma. Það er líka gott að nota rifsber í þessa böku.“ 100 g smjör 1 ½ bolli rasp (ókryddað) ¼ bolli hakkaðar valhnetur ¼ bolli sykur Smjörið brætt, öllu blandað sa- man við, sett í eldfast mót. Geyma eins og 2 msk. af bökubotninum og mylja það ofan á bökuna í lokin til skrauts. Bakað í 10 mín. í miðjum ofni á 200°C. Kælt. 250 g rjómaostur 2 eggjarauður ½ bolli sýrður rjómi 1 bolli sykur 2 bollar bláber Rjómaostur blandaður rauðum, þeytt saman. Sýrðum rjóma, sykri, bláberjum blandað saman við. Sett á bökubotninn. Kælt í ísskáp þar til að kremið er aðeins búið að taka sig. Marengs settur yfi r í lokin. 2 eggjahvítur 2 msk. sykur, stífþeytt saman 2 msk. valhnetur sett út í marengsinn. Marensinn settur yfi r kremið og bakað í 10 mín. á 200°C. Kælt og síðan fryst í a.m.k. 2 – 3 tíma. Tekið út rúmum klukkutíma áður en borið er fram. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar14 Dansað í Kvosinni Margvísleg námskeið eru í boði um þessar mundir í Ála- fosskvos. Þar er Myndlistar skóli Mosfellsbæjar með starfsemi sína, en jafnframt Tómstundar- skóli með kennslu í tungumálum, handverki o.fl . Meðal annars verður Hafl iði Ragnarsson, okkar alþjóðlegi meistari í Mosfells- bakaríi, með námskeið í konfekt- gerð. Mannræktin ATORKA er með aðsetur í Þrúðvangi en þar er boðið upp á morgun-, síðdegis- og kvöldtíma (karlahópur) í Rope Yoga. Nú í byrjun október er að hefjast dansnámskeið. Hinir landsfrægu tangómeistarar Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir verða með námskeið í argentínsk- um tangó á mánudagskvöldum. Salsa og suðræn sveifl a verður á miðvikudagskvöldum, en síðan mætir Íslandsmeistari í maga- dansi á laugardagsmorgnum og kennir þennan öfl uga frjósem- isdans. Reikna má því með að líf verði í Kvosinni sem aldrei fyrr. Amerísk bláberjabaka Nú stendur yfi r sýning á málver- kum Steinunnar Marteinsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefur að líta nýjustu málverk Stein- unnar þar sem hún fjallar um land og náttúru. Steinunn nálgast náttúruna sem lifandi veru hlaðna vissri dulúð, náttúru sem á undir högg að sækja vegna síaukinna umsvifa mannsins og framkvæmdahroka. Hér er á ferð- inni einstaklega næm sýning þar sem fegurð og töfrar landsins fá að leika lausum hala. Fjöldi manns leit við á opnun sýningarinnar sl. laugardag í Listasal Mosfellsbæjar sem staðsettur er í Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna. Salurinn er opinn á afgreiðslutímum safnsins: mánudaga – föstudaga kl. 12 – 19 og laugardaga kl. 12 – 15. Myndlistarsýning Steinunnar Marteinsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar 23. sep. – 14. okt. 2006 Lifandi land – lifandi vatn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.