Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 6
HÁHOLT 23 - SÍMI 566 8500 Ný stjórn hjá Framsókn Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar var haldinn þann 5. október síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og kosin var ný stjórn. Formaður nýrrar stjórnar er Ingi Már Aðalsteins- son og aðrir í stjórn eru þau Elís Jónsson, Kristbjörg Þórisdóttir, Magnús Jósefsson og Margrét Þóra Baldursdóttir. Þá voru þau Helga Jóhannesdóttir og Marteinn Magn ússon kosin sem varamenn. Sif Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og trygg ingamálaráðherra sat fund- inn og hélt stutta ræðu. Leikskólastarf á Kjalarnesi í 20 ár Nú í október eru liðin 20 ár síðan að leikskólastarf hófst á Kjalarnesi. Leikskólinn Berg hélt uppá afmælið þann 13. október með veglegri hátíð og var margt um manninn. Leikskólinn Berg er umhverfi svænn leikskóli rekinn samkvæmt aðalnám- skrá leikskóla en með sérstaka áherslu á umhverfi smennt og skapandi starf. Hraðamælingar- tæki stolið Hraða mælingartæki sem staðsett var í Baugshlíð, var stolið í byrjun október- mánaðar. Tækið var á kerru og þjófarnir tóku kerruna í burtu. Tækið og kerran eru í eigu bæjarins og ef einhverjir hafa upplýsingar um afdrif tækis- ins eru þeir beðnir um að hafa samband í síma 566-8450. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Frjálst og óháð bæjarblað - www.mosfellingur.is Kæru Mosfellingar. Þann 4. nóv ember n.k. fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni hér í S-Vestur- kjördæminu. Nítján manns gefa kost á sér í prófkjörið. Tveir íbúar Mos- fellsbæjar taka þátt í prófkjörinu. Þau eru Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðing- ur og Valdimar Leó Friðriksson, alþingismaður og fyrrv. framkv.stj. Aftureldingar. Aðrir frambjóðendur eru: Árni Páll Árnason, lögfræðingur Rvk.; Bjarni Gaukur Þórmundsson, íþrótta kennari Kóp.; Bragi Jens Sigurvinsson, um- ferð areftirlitsmaður Álft .; Guðmund- ur Steingrímsson, blaða-og tónlist- armaður Rvk.; Guðrún Bjarna dóttir sálfræðingur Hafn.; Gunnar Svavar- sson, bæjarfulltrúi og framkvæmda- stjóri Hafn.; Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur Hafn.; Jakob Frím ann Magnússon tónlistarmaður og útgefandi Rvk.; Jens Sigurðsson, formaður ungra jafnaðarmanna Kóp.; Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður Kóp.; Kristín Á. Guðmundsdóttir, sjúkraliði Kóp.; Kristján Sveinbjörns- son, bæjarfulltrúi og lög giltur rafverk- taki Álft.; Magnús M. Norðdahl, hrl. lögfræðingur ASÍ Kóp.; Sandra Franks, stjórnmálafræðingur Álft:; Sonja B. Jónsdóttir, myndlistar kona og kvikmyndagerðarmaður Seltj.; Tryggvi Harðarson, fyrrv. bæjarstjóri Hafn. og Þórunn Sveinbjarnar dóttir, alþingismaður, Garðabæ. Samfylkingin hefur efl st mikið að undanförnu og styrkst eftir glæstan sigur í bæjarstjórnarkosningunum s.l. vor. Nú er lag að fylgja þess um sigri eftir hér í Mosfellsbæ og fjölmenna 4. nóvember í miðstöð Samfylking- arinnar að Þverholti 3 og taka þátt í prófkjörinu. Allir skráðir Samfylking- arfélagar í Mosfellsbæ og í Kjósinni geta tekið þátt í prófkjörinu sem og þeir sem lýsa yfi r stuðningi við fram- boð Samfylkingarinnar. Ég vil ein- dregið hvetja fólk til að fjölmenna og taka þátt í að tryggja Valdimari áframhaldandi öruggt sæti á al- þingi. Komið og kjósið Valdimar í 3. sætið og Önnu Sigríði, varaformann Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, í 4. sætið. Jan Agnar Ingimundarson Formaður Samf. í Mosfellsbæ. Valdimar og Önnu á þing Hin árlegu umhverfi sverð laun um- hverfi snefndar Mosfellsbæjar voru afhent þann 6. október síðastliðinn. Fjóla Leósdóttir og Guðjón Þorvalds- son, Spóahöfða 19, fengu viðurkenn- ingu fyrir vel hirtan og fallegan garð; Ester H. Guðmundsdóttir og Höskuld ur B. Kjartansson, Arnar- tanga 26, fengu hvatningarviðurkenn- ingu fyrir endurnýjaðan garð. Björn Sigurbjörns son, gróðurstöðinni Gró- anda í Mosfellsdal, fékk viðurkenn- ingu fyrir einstakt ræktunarstarf og hjónin Guðrún Hafsteinsdóttir og Páll Aðalsteinsson, Bjarkarholti 1, fengu viðurkenningu fyrir störf sín í þágu skógræktar í Mosfellsbæ. Umhverfisverlaun afhent Esther og Höskuldur, sem hlutu viðurkenningu fyrir endurnýjaðan garð í Arnartanga, ásamt Ragnheiði bæjarstjóra og Elísabetu formanni Frá vinstri: María Lea, dóttir Fjólu og Guðjóns, Guðrún og Páll, Elísabet Kristjánsdóttir formaður umhverfi snefndar, Björn og kona hans Guðrún.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.