Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 8
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8 Kæri þjófur Þú stalst nýja hjólinu mínu á meðan ég svaf. Það var fyrir utan húsið mitt en þú tókst það og fórst með það langt í burtu. Þú skildir það eftir beyglað, sprungið, brotið, rifi ð og tætt. Nú er nýja hjólið mitt sem ég fékk í afmælisgjöf ónýtt og nú á ég ekkert hjól. - Er þér alveg sama? Andrea Rut 7 ára Við hér í Mosfellsbæ stát- um af því að hafa innanbæjar stærstu og bestu endurhæfi ng- arstofnun landsins, Reykja lund. Reykjalundur er einkafyrirtæki í eigu SÍBS, Sambands íslen skra berkla- og brjóstholssjúklinga. Starfsemin hófst árið 1945 og var þá Reykjalundur vinnuheim- ili fyrir berklasjúklinga. Í dag er Reykja lundur endurhæ- fi ngarstöð þar sem árlega njóta á fjórða þúsund sjúklinga alls staðar að af landinu meðferðar, ýmist á sólarhringsdeild, dagdeild eða göngu- deild Meðferð sjúklinga er að mestu greidd af ríkinu þó reksturinn sé ekki í höndum ríkisins. Frá árinu 2001 hef- ur þjónusta Reykjalundar og þátttaka ríkisins í kostnaði við hana verið skil- greind í þjónustusamningi við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Ég er talsmaður þess að einstak- lingsframtakið fái notið sín á öll- um sviðum íslensks atvinnu lífs. Því er sam- starf einkaaðila og ríkis- ins í heilbrigðismálum áhuga verð þróun sem ég tel að við eigum að beita í meira mæli. Nú vil ég taka það skýrt fram að skoðun mín er að allir landsmenn eigi að eiga jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kem- ur að því að velja hver veitir þessa þjón ustu. Á sama tíma vil ég að al- menn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sam eiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisfl okk- sins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisfl okksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfi ð rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri-grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálf- stæðisfl okkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist mikið á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru efl aust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúm- um 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heil- brigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Marg ir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæðaþjónustu á góðu verði. Hinu opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öfl ugu eftirliti og tryggja með því gæði þjón- ustunnar og að vel sé farið með al- mannafé. Reykjalundur er gott dæmi um farsælt samstarf ríkisins og einka- aðila um rekstur á heilbrigðisþjón- ustu. Nauðsynlegt er að tryggja rekstrargrundvöll slíkrar stofnunar í þjónustusamningi. Rekstur Reykja- lundar hefur gengið mjög vel á síðustu árum og eru forstöðumenn þar ánægðir með árangurinn. Það sama er hægt að segja um almenning því almennt er talið að Reykjalundur sé fyrirmyndar heilbrigðisstofnun og hefur sannað það að einka aðilar og frjáls félagasamtök geta með góðum árangri komið að rekstri heil- brigðisþjónustu. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4.-5. sæti á lista Sjálfstæðis- fl okksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri Gísli Tryggvason hefur gefi ð kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarfl okksins í Suðvesturkjördæmi [Bess- a staðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Kjósarhrep- pur, Kópavogur, Mosfells- bær og Seltjarnarnes] fyrir alþingiskosningar vor ið 2007. Gísli hefur gegnt embætti tals- manns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdastjóri og lögmaður Bandalags háskóla- manna í tæp sjö ár og hefur hann einn ig starfað sem blaðamaður. Gísli hefur gegnt ýms um trúnaðarstörfum á vegum Fram- sóknar fl okksins á undanförnum tíu árum og á meðal annars sæti í miðstjórn. Gísli lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykja- vík 2004. Hann hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1998. Gísli er 37 ára gamall, fæddur í Björgvin í Noregi en alinn upp á Akureyri. Hann er stúdent frá Marie Kruses Skole í Farum í Dan- mörku og hefur verið búsett- ur í Kópavogi frá árslokum árið 2000. Gísli er kvæntur Brynju Daníelsdóttur, hjúkr- unarfræðingi og sjúkranudd- ara. Þau eiga þrjú börn. Gísli var ritstjóri Úlfl jóts, tímarits laganema, árið 1994 og sat í stjórn Orators, félags laganema. Gísli starfaði með Röskvu, samtökum félagshyggju fólks í Háskóla Íslands. Af helstu baráttumálum Gísla í fyrri trúnaðarstörfum má nefna jafn- ræði í lífeyrismálum, bætta stöðu skjólstæðinga Lánasjóðs íslenskra námsmanna, nýtt fæðingarorlofs kerfi karla og kvenna og endurskoðun verðtryggingar lána. Nái Gísli kjöri á alþingi mun hann áfram leggja áherslu á hagsmuni og réttindi launafólks og neytenda svo og raunverulega valkosti í samgöng- um á höfuðborgarsvæðinu og gagn- sæi í viðskiptum. Í samræmi við 90 ára sögu Framsóknarfl okksins mun Gísli einnig freista þess að stuðla að auknu jafnrétti, skýrara hlutverki hins opinbera og bættum aðstæðum fjölskyldufólks. Mosfellsbær og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Gísli Tryggvason á lista Framsóknar Poolstofan opnuð á nýjan leik Poolstofan að Ásláki var opnuð formlega sunnudaginn 15. október eftir nokkurt hlé. Á myndinni býr Ingi Steinar Jensen sig undir upphafs- skotið og mótspilari hans, Gylfi Guðjónsson, fylgist spenntur með. Spurningin er hinsvegar: Hvað gerir Ingi Steinar rangt? Á innfelldu myndinni má sjá Albert Rútsson í málningargallanum að loknum miklum endurbótum. ���������������������������������������������������� ����������� ������������������������������������������������� ������� ������������������ ������������������������� ����������� ������������������������������ �� ������� � � � ��������� � �������������������� ��� ������������������������������������� ��������������������������������������������� ����������� ����������������������������������� ������������������������������������������� �������������������������������������������� �������������� ���� ��������� ���������� ������������ ������������������������������������� ����������������� �������������� Næsti Mosfellingur kemur út 10. nóvember mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.