Mosfellingur - 22.12.2006, Síða 16

Mosfellingur - 22.12.2006, Síða 16
Kveikt á jólatrénu við Kjarnann ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Netfangið er mosfellingur@simnet.is Kæru Mosfellingar Það er ágætt að búa í Mosfells- bæ. Bærinn er skemmtilega stór. Það sem mig langaði hinsvegar til að ræða er hvernig bílunum er oft lagt kjánalega í Íþrótta- miðstöðinni að Varmá. Þá á ég við að einhverjum snill ing unum dett- ur stundum í hug að taka keðjuna niður og keyra inn á leiksvæði fyrir fram innganginn og leggja bílunum þar. Síðan er lagt fyrir fram an sundlaugina og út um allt. Afl eiðingin er sú að slysa- hættan er mikil fyrir framan innganginn. Þarna geta börnin og aðrir venjulega gengið rólegir um en allt í einu er fullt af bílum sem eru að koma og fara. Þetta gerist ótrúlega oft á sömu dögunum og þá spyr maður sig hverjir séu að æfa í húsinu. Hugsanlega er elliheimilið með tíma í salnum og þarf því fólkið að spara sporin fyrir átökin inn í salnum, hver veit? Ég er hinsvegar sannfærður um að ef við hugsum aðeins og tökum tillit til náungans þá er auðvelt að laga þetta vandamál. Ég hlakka til að sjá bílana í bílastæðunum en ekki á gangstígn- um fyrir framan innganginn í góða íþróttahúsið okkar. Áfram Mosó. Kv. foreldri Mosfellingur - Íþróttirsf lli r - Frét ir, bæjarmál og aðsendar greinar16 Þann 7. desember sl. voru 44 nýliðar Skátafélagsins Mosverjar vígðir inn í hreyfi nguna. Athöfnin fór fram á jólafundi félagsins sem haldinn var í Lága- fellsskóla. Sveitarforingjar Mosverja önnuðust vígsluna sem er hefðbund- in athöfn þar sem nýliðarnir fá fyrsta skátaklútinn að gjöf frá félag- inu. Skátasöngvar voru sungnir og skemmti leg stemmning skapaðist þegar nýliðarnir fóru með skáta- heitið. Auk þess var Mosverjum veitt viðurkenning Bandalags íslenskra skáta fyrir samfélagsverkefnið „gjöf til friðar” sem gert var nú á þessu ári í tilefni 100 ára afmælis skátahreyfi ng- arinnar. Fjölmargir gestir komu og eftir fundinn var hið eina og sanna skátakakó kneifað. Mikill kraftur er í starfi Mosverja um þessar mundir og verður mikið að gera á árinu 2007 þeg ar 100 ára afmælisárið hefst. Skelfilegir pokar Mig langaði að koma á fram- færi skoðun minni á þessum nýju pokum sem notaðir eru í Krón unni. Þessir pokar eru afar lélegir og ekki mikið sem hægt er að setja í þá. Þá fer óttalega mikill tími í þetta pokakerfi við kass ana. Maður þarf stundum að bíða og bíða eftir afgreiðslu á meðan starfsfólkið er að berjast við þetta pokaapparat. Sjálfur er ég mjög ánægður með búðina sem slíka og þetta er sú fl ottasta á landinu. En er ekki hægt að hafa bara þessa gömlu góðu poka sem stóðu svo sannarlega fyrir sínu? Gísli Skátafélagið Mosverjar vígir nýliða Nýir Mosverjar Ljósadýrð, söngur og gleði Klinkkvöld í Varmárskóla Hið árlega klinkkvöld í Varmárskóla var haldið í byrjun desember. Þetta kvöld er liður í fjáröfl un hjá 10. bekk og allur ágóði kvöldsins verður notaður í þriggja daga útskriftarferð á vordögunum. Gestir gátu borgað sig inn á ýmiskonar uppákomur í skólastofum skólans og þá léku einnig hljómsveitir tónlist sína fyrir mannskapinn. Nemendur í fótspor listamanna Þann 15. desember var ný listasýning opnuð í Listasalnum. Sýningin ber nafnið Í fótspor listamanna og eru öll verkin frá nemendum 9. og 10. bekk Varmár- skóla og Lágafellsskóla. Sýningin er opin öllum og stendur til 15. janúar 2007.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.