Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 6

Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Heilsueflingin fær sífellt meira vægi í skólastarfi á öllum skóla- stigum Þó flestum börnum líði vel ru vísbendingar um aukin ein- kenni depurðar og kvíða þó klín- ískar greiningar hafi ekki aukist. Margt hefur breyst í umhverfi okkar á síðustu árum og því er nauðsynlegt að skoða vel þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og reyna að takast á við þær á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmunds- dóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heil- brigðis hjá Embætti Landlæknis. Fyrir helgina var haldin ráðstefna um heilsueflandi skólastarf; líf og líðan ungmenna. Sjónir fólks bein- ast í vaxandi mæli að því efni – svo sem hvort álag sé of mikið. Taki ekki vinnuna heim „Hjá fullorðnum er talið mik- ilvægt að greina milli vinnu og einkalífs og að fólk sé ekki að vinna of mikið né taka vinnuna með sér heim. Ég held að það sé gagnlegt að skoða þetta líka þegar kemur að börnum og ungmennum, það er að gera þeim kleift að klára vinnuna í skólanum eins og kostur er þannig að þau þurfi ekki að vinna mikið um kvöld og helgar. Við vitum einnig að stór hluti ung- menna, sérstaklega í framhalds- skólum vinnur með skólanum, það þarf því að taka það með í reikn- inginn ásamt tómsundaiðkuninni og skoða hvaða afleiðingar það hefur fyrir heilsu þeirra og líðan,“ segir Dóra Guðrún og heldur áfram. „Við fylgjumst með heilsu og líðan í gegnum rannsóknir okkar og annarra og birtum niðurstöður m.a. í Lýðheilsuvísum. Við höfum vísbendingar um nýjar áskoranir eins og til dæmis að 40% barna nær ekki nægum svefni, um 10% barna líður ekki vel í skólanum og að færri ungmenni telja sig ham- ingjusöm en áður. Það er því mik- ilvægt að finna leiðir til að sem flestir nái nægum svefni og að öll- um geti liðið vel bæði í skólanum og utan hans.“ Kennarar eru áhugasamir Dóra Guðrún segir kennara og annað fagfólk sýna heilsuefl- andi skólastarfi mikinn áhuga, góð þátttaka í ráðstefnunni fyrir helgina staðfesti það. Kennarar eru upp til hópa mjög tilbúnir í að vinna eftir þessari hugmynda- fræði. Það myndi styrkja þá enn frekar í þessari nálgun ef skól- arnir væru metnir eftir því hvern- ig þeir standa sig í því að meta styrkleika nemanda, hversu marg- ir þeirra finndu tilgang með nám- inu og næðu að blómstra.“ Á síðustu árum hefur alls 21 sveitarfélag gert samninga við Embætti Landlæknis um heilsuefl- andi samfélag. Í því felst að efling heilsu og vellíðunar er ríkjandi þáttur í starfi sveitarfélagsins enda er á þess vegum sköpuð að- staða og svigrúm til hreyfingar og útiveru íbúa. Frumkvæðið er sveitarfélaganna „Í öllum sveitarfélögum er að finna dæmi um gott heilsuefling- arstarf. Hins vegar má alltaf gera betur og ekki síst nálgast starfið með heildstæðari hætti þar sem gögn eru í ríkari mæli notuð við mótun stefnu og áætlanagerð. Mikilvægur liður í starfi Heilsuefl- andi samfélags er að styðja við innleiðingu Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla. Alls hefur 21 sveitarfélag gert sam- starfssaming um heilsueflandi samfélag og í þeim búa rúm 80% landsmanna. Fleiri sveitarfélög eru í startholunum en þau hafa sjálf frumkvæði að því að gerast Heilsueflandi samfélag,“ segir Dóra Guðrún og heldur áfram. „Skilyrðið er að bæjar eða sveitar- stjóri skrifi undir samning, skip- aður sé þverfaglegur stýrihópur fyrir starfið sem tryggir aðkomu lykilhagsmunaaðila að því, tengi- liður er tilnefndur fyrir starfið og með undirskrift samnings skuld- bindur sveitarfélagið sig til að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðar- ljós. Hvert og eitt sveitarfélag ber ábyrgð á sínu starfi og hefur svig- rúm til að vinna það í samræmi við sínar aðstæður. Nýleg könnun, sem var framkvæmd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, leiddi m.a. í ljós að þátttakandi sveitarfélög eru ánægð með Heilsueflandi samfélag og vilja halda starfinu áfram.“ Heilsueflandi starf í skólum og víðar áherslumál hjá Embætti Landlæknis Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lýðheilsa 40% barna nær ekki nægum svefni og um 10% barna líður ekki vel í skólanum, segir Dóra Guðrún. Aðstæður efli heilsu  Dóra Guðrún Guðmunds- dóttir er fædd 1974. Hún er sál- og lýðheilsufræðingur að mennt. Árið 2001 hóf Dóra Guð- rún störf sem verkefnastjóri geðræktar og starfaði í upphafi sem verkefnastjóri hjá Lýð- heilsustöð, síðar sem aðstoð- armaður forstjóra og loks for- stjóri. Lýðheilsustöð sam- einaðist síðar Embætti landlæknis og þar hefur Dóra Guðrún verið sviðstjóri áhrifa- þátta heilbrigðis frá 2011.  Dóra Guðrún er kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sál- fræði við Endurmenntun HÍ og forseti Evrópusamtaka um já- kvæða sálfræði. Hver er hún? Þór Steinarsson thor@mbl.is Þýsk kona fann um helgina íslenskt flöskuskeyti sem fleygt var í sjóinn við Eskifjörð fyrir 28 árum. Skeytið fannst á strönd við þýska smábæinn Sönke-Nissen-Koog og hefur það því ferðast rúmlega 2.000 km að minnsta kosti á þessum 28 árum. Sendandi bréfsins var Björn Ívar Hauksson, nú upplýsingafræðingur í Danmörku, sem var níu ára drengur á Eskifirði þegar hann skrifaði og sendi skeytið fyrir 28 árum. Var skeytasendingin hluti af skólaverkefni sem hann og samnemendur hans tóku þátt í. Björn fékk óvænt skilaboð frá þýskri konu á laugardaginn sem sendi honum mynd af skeytinu og hann spurður hvort hann kannaðist við það. Björn kann- aðist við að hafa sent skeytið á sínum tíma og einnig við skrift sína. „Ég held að ég hafi verið 9 ára í 4. bekk á Eskifirði. Þetta var staðlað skeyti sem kennarinn gerði, það stóð að við værum frá Eskifirði og hvað við værum gömul. Svo skrifaði ég nafnið mitt og heimilisfang og bað finnandann um að senda mér bréf um hvar skeytið hefði fundist,“ rifjar Björn upp. „Þetta var fyrir daga int- ernetsins þannig við óskuðum eftir bréfpósti.“ Björn áætlar að skeytið hafi ferðast rúmlega 2.000 km, að minnsta kosti. „Það voru fiskveiðibát- ar frá Eskifirði sem fóru með flösku- skeytin út fyrir fjörðinn, af því að Eskifjörður liggur djúpt inni í firð- inum og hentu þeim útbyrðis,“ segir hann. Hann bendir líka á þá tilviljun að flöskuskeytið hafi fundist á laugar- dag, á fyrsta degi átaksins Plastlaus september. Flaskan sem skeytið var í er úr plasti og er ástand hennar merkilega gott miðað við að hafa ver- ið í sjónum í hátt í þrjátíu ár. Fann 28 ára íslenskt flöskuskeyti  Þýsk kona fann skeytið á strönd við smábæinn Sönke-Nissen-Koog Ljósmynd/Björn Ívar Hauksson Takk! Skeytið skrifaði Björn þegar hann var 9 ára, búsettur á Eskifirði. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin for- maður Sam- bands ungra framsóknar- manna um helgina. Hlaut hún 82,1% greiddra at- kvæða. Lilja Rannveig er 22 ára og leggur stund á nám í grunnskólafræðum auk þess að starfa sem skólaliði í Grunnskóla Borgarbyggðar. Undanfarin ár hefur Lilja Rannveig setið í stjórn SUF ásamt því að vera annar varaþingmaður flokksins í Norð- vesturkjördæmi. Lilja Rannveig kjörin nýr formaður SUF Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Verulegur samdráttur hefur orðið á árinu í innflutningi notaðra bíla til Ís- lands. Innflutningurinn var í sögu- legu hámarki í fyrra og fjöldi inn- fluttra notaðra fólksbíla til landsins nam 3.467 bifreiðum. Í ár hafa verið fluttir inn 2.446 slík- ir bílar og er þar um að ræða 28 pró- senta fækkun. Enn er fjöldi bílanna þó langt yfir því sem var flutt inn árið 2016, en þá voru aðeins 1.484 notaðir fólksbílar fluttir til Íslands. Þessi fækkun innfluttra bíla birtist þó ekki með sambærilegum hætti í fjölda seldra notaðra bíla, en sam- dráttur í sölu notaðra bíla hefur verið lítill sem enginn. Bjartsýni í bílasölunni „Við erum að bera saman við árið í fyrra sem var hið stærsta í sögunni þannig að það mátti náttúrlega búast við einhverri minnkun,“ sagði María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, í viðtali við Morgunblaðið. Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að offramboð hægi á sölu. „Það eru margir sem vilja ná sér í góðan og lítið ekinn bíla- leigubíl. Það má alveg búast við þótt fleiri komi inn á markaðinn að salan taki kipp. Einnig eru líka að koma betri skýringar á því hvað verður gert í þessu vörugjaldamáli í breyt- ingu á útblæstri. Við teljum að það muni líka setja kipp í söluna því þá verður þessi óvissa farin.“ Marinó Björnsson, bílasali hjá MB bílum, sagðist bjartsýnn um áfram- haldandi gósentíð í bílasölu þrátt fyr- ir yfirvofandi hækkun á útblásturs- tollum. „Ég hef enga trú á að við eigum eftir að sjá einhverja stórfellda verðhækkun.“ Færri notaðir bílar fluttir inn  Sala á notuðum bílum þó enn mikil Bílasala Sala á notuðum bílum dafnar þótt innflutningur sé minni. 11,8% samdráttur í nýskráningum » Sala nýrra bíla hefur verið mjög góð í ár. Alls hafa verið skráðir 1.465 nýir fólksbílar í ágústmánuði. » Fjölda nýskráðra bíla í ágúst í fyrra nam 1.522. Alls hafa ver- ið nýskráðir 15.033 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins. » Sala á nýjum bílum hefur dregist saman um 3,7% miðað við sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.