Morgunblaðið - 03.09.2018, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
✝ Þuríður Eyj-ólfsdóttir
fæddist á Hofi í
Öræfum 6. desem-
ber 1918. Hún lést í
Reykjavík 23. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur
Eyjólfsson, f. 4.
september 1878, d.
14. maí 1953, og
Guðlaug Odds-
dóttir, f. 12. júní 1887, d. 13.
nóvember 1987. Systir Þuríðar
var Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 11.
maí 1923, d. 28. febrúar 2011.
Þuríður var ógift og barn-
laus, foreldrum sínum og systur
rún (Gugga) árið 1923. Þuríður
var heilsuveil frá fæðingu og
var send til læknis á Breiðaból-
stað í Vestur-Skaftafellssýslu
þegar hún var enn á barnsaldri,
í von um að hann gæti bætt
heilsu hennar og það tókst að
einhverju leyti. Þrek Þuríðar
leyfði þó hvorki langar göngur
né líkamlegt erfiði en hún var
vel gefin og þráði meira nám en
stóð til boða á hennar uppvaxt-
arárum. Hún stundaði nám við
bréfaskóla SÍS, keypti dönsk
blöð og las þau og naut aðstoðar
Páls Þorsteinssonar barnakenn-
ara í Öræfum (síðar alþingis-
manns) við sjálfsnámið. Þuríður
las allt sem hún náði í og naut
félagsskapar af bókunum.
Þuríður fylgdist vel með þjóð-
málum og hafði sínar skoðanir á
þeim.
Jarðarför Þuríðar fer fram
frá Áskirkju í dag, 3. september
2018, klukkan 11.
dýrmætur stuðn-
ingur, en þær
mæðgur héldu
heimili saman alla
tíð, þar til Þuríður
og Gugga fluttu í
þjónustuíbúð á Dal-
braut 27, fyrir um
20 árum. Æsku-
heimili Þuríðar var
í Vesturhúsum á
Hofi, þar sem einn-
ig bjuggu Oddur
faðir Guðlaugar (Laugu) og Jón
bróðir hennar og síðar einnig
fjölskylda hans. Fyrsta barn
Laugu og Eyjólfs var andvana
fædd stúlka árið 1916, en Þur-
íður fæddist árið 1918 og Guð-
Þuríður var heilsuveil frá fæð-
ingu og dvaldi sem barn um tíma
hjá Snorra lækni á Breiðabólstað
(V-Sk.) í von um að hann gæti
bætt heilsu hennar sem tókst að
einhverju leyti. Þrek hennar
leyfði ekki langar göngur eða lík-
amlegt erfiði en hún var ákaflega
vel gefin og þráði meira nám en
stóð til boða á hennar uppvaxt-
arárum. Hún stundaði fram-
haldsnám í bréfaskóla SÍS,
keypti dönsk blöð og las þau sér
til skemmtunar og til að víkka
sjóndeildarhringinn. – Æskuvin-
konurnar mamma (Munda) og
Hallbera spurðu Þuríði fyrir fá-
einum árum hvernig hún hefði
farið að því að ná tökum á dönsk-
unni. Þuríður sagði það hafa ver-
ið sjálfsnám en hún hefði fengið
tilsögn í upphafi hjá Páli Þor-
steinssyni barnakennara.
Nokkrar stuttar sögur sem
Þuríður þýddi komu út í ritinu
Félagsvininum og bera þýðand-
anum fagurt vitni, sögurnar
fyndnar og málfarið fallegt.
Margar ungar stúlkur úr
Öræfum réðu sig í vist til að
víkka sjóndeildarhringinn eða
fóru til Vestmannaeyja í fisk-
vinnu, en aðstæður Þuríðar
leyfðu það ekki. Samgöngur voru
erfiðar, ekki búið að brúa árnar
og ferðast þurfti ríðandi á hest-
um eða fótgangandi því fyrsti
bíllinn kom ekki í Öræfin fyrr en
árið 1942. Eina ævintýraferð
fékk Þuríður þó að upplifa. Sum-
arið 1952 tók hún þátt í margra
daga hópferð kvenna úr Öræfum.
Kaupfélag Skaftfellinga í Vík
bauð upp á ferðina sem mikil
ánægja var með eins og vænta
mátti. Flogið var frá Fagurhóls-
mýri að Klaustri og ekið að Þing-
völlum með viðkomu og nætur-
dvöl á ýmsum stöðum. Á
Þingvöllum beið hópur af brott
fluttum Öræfingum og þar urðu
fagnaðarfundir. Einnig var farið
að Laugarvatni, Geysi, Gullfossi
og í Fljótshlíðina og loks flogið
heim frá Skógasandi. Var það
samdóma álit ferðafélaganna að
hver dagurinn hefði verið öðrum
betri, margar náttúruperlur
skoðaðar og móttökurnar alls
staðar framúrskarandi. Ferða-
söguna skráða af Guðrúnu Karls
má lesa í Félagsvininum.
Fyrsta dráttarvélin kom í
Öræfin árið 1946, fram að því var
flest unnið á höndum eða með
hestum. Eftir lát Eyjólfs hjálp-
uðu Sigurjón, Doddi og nágrann-
ar á Hofi til með útiverk. Þjóð-
minjavörður fékk systrasynina
Jón Odds (afa) og Jón Stefáns til
að endurbyggja Hofskirkju.
Kirkjan var rifin og Þuríður
mundi vel eftir því þegar tóftin
stóð ein eftir, búið að fjarlægja
allt timburverkið. Nafnarnir
héldu til í Vesturhúsum, en ekki
minntist Þuríður á það einu orði
að það hefði verið auka fyrirhöfn
að hafa þá frændur í fæði þessar
vikur, né að sjá um þvotta sem
efalítið hafa fylgt með.
Þuríður var svo lánsöm að
bæði kirkjan og samkomuhúsið í
Öræfum voru á Hofi svo hún
hafði tækifæri til að taka þátt í fé-
lagslífinu án þess að leggja á sig
löng ferðalög, enda lét hún sig
sjaldan vanta. Hún var í Ung-
mennafélagi Öræfa og í Kirkju-
kór Hofskirkju frá stofnun hans
1954. – Fram að því hafði ekki
verið kór við kirkjuna heldur
söng söfnuðurinn: Eyjólfur faðir
Þuríðar hafði verið forsöngvari
og meðhjálpari um langt árabil.
Mikla ánægju hafði ég af því
að rifja upp með móður minni
lífshlaup Þuríðar og okkar góðu
kynni.
Sigrún Sigurgeirsdóttir.
Árið 1956 var tvöfalt systkina-
brúðkaup í Öræfum þegar
Munda (mamma) giftist Sigur-
geiri (pabba), þau tóku við búi í
Neðribænum á Fagurhólsmýri
og Sigurjón (bróðir mömmu)
kvæntist Sigríði systur pabba og
þau settust að á Malarási. Árið
1961 ákvað fjölskyldan á Mal-
arási að bregða búi og flytja til
Reykjavíkur og Sigurjón bauð
frænkum sínum í Vesturhúsum
að vera þeim innan handar ef
þær vildu flytja líka. Þær ákváðu
að gera það og fluttu líka til
Reykjavíkur sama ár. Mamma
segist hafa séð mikið eftir þess-
um stóra hópi úr samfélaginu í
Öræfum þegar þau fluttu suður:
pabba sínum, Sigurjóni, Siggu og
börnunum Ágústi og Helgu Jón-
ínu, sem fluttu frá Malarási og
svo Laugu, Guggu og Þuríði sem
fóru úr Vesturhúsum.
Flutningurinn reyndist mæðg-
unum heilladrjúgur. Gugga hafði
alla tíð verið heilsuveil, en komst
til betri heilsu þegar hún gat sótt
sér lækningar í borginni. Sigur-
jón stóð við það sem hann hafði
lofað og reyndist þeim tryggur
frændi og hjálparhella alla tíð.
Til að byrja með fengu Lauga,
Gugga og Þuríður inni hjá Guð-
ríði Finnbogadóttur, uns þær
fengu íbúð við Mánagötu 7. Næst
keyptu þær sérhæð í Stórholti 18
Þuríður
Eyjólfsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GRÍMUR M. BJÖRNSSON
tannlæknir,
Hrauntungu 7, Kópavogi,
sem lést að Hrafnistu í Hafnarfirði
föstudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 4. september klukkan 13.
Ragnheiður Þóra Grímsdóttir
Björn Grímsson
Lísbet Grímsdóttir
V. Soffía Grímsdóttir
Margrét Rósa Grímsdóttir
Magnús Orri Grímsson
tengdabörn, afabörn og langafabörn
Ástkær stjúpfaðir okkar og móðurbróðir,
INGI ÞORBJÖRNSSON
frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis í Safamýri 81,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
laugardaginn 25. ágúst verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. september klukkan 13.
Guðmunda Kristinsdóttir
Sigríður H. Kristinsdóttir Hjörleifur H. Helgason
Hannes Kristinsson
Þóra Kristinsdóttir Rögnvaldur Möller
Ingibjörg Bragadóttir
Þorsteinn Árnason
Jóhannes Þór Ingvarsson Margrét Lilja Kjartansdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR
frá Hjarðarbóli í Eyrarsveit,
andaðist miðvikudaginn 22. ágúst á
hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boðaþing
í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
mánudaginn 10. september klukkan 14.
Pálmar Einarsson Elín Snorradóttir
Sigríður Einarsdóttir Hallbjörn Þorbjörnsson
Jakobína H. Einarsdóttir Guðlaugur Einarsson
Sædís Einarsdóttir Magnús Jónasson
Svandís Einarsdóttir Kristján J. Kristjánsson
Svava Einarsdóttir Birgir Sigurðsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi,
langafi, tengdafaðir og bróðir,
ERLING GARÐAR JÓNASSON,
fyrrv. rafveitustjóri,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
síðastliðinn fimmtudag.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6.
september kl. 13.00.
Jóhanna Guðnadóttir
Karl Guðni Irma Jóhanna
Rósa Guðrún Jónas Garðar
Hneta Rós, Margrét Rán og Jóhann Garðar Þorbjörnsbörn;
Ignas, Rebekka, Gríma, Monika, Svanhildur, Hildur Agla,
Jóhanna Katrín og Erling
Geir, Vaiva og Otti Hólm
Guðrún Marsibil og Kristín Sigurrós Jónasdætur
Yndislegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN SKÚLI ÞÓRISSON
klæðskeri,
áður Suðurbraut 20, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn
31. ágúst.
Úför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6.
september kl. 15.
Jóhanna Þórey Jónsdóttir
Ragnheiður Helga Jónsdóttir Arnfinnur Bragason
Berglind Jónsdóttir Rikharð Sigurðsson
Ragnar Gunnar Þórhallsson Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
✝ IngveldurStella G.
Sveinsdóttir fædd-
ist 27. febrúar 1933
í Grindavík. Hún
lést á LSH, Foss-
vogi, 9. ágúst 2018.
Ingveldur var dótt-
ir hjónanna Sveins
Guðmundssonar, f.
19.11. 1898, d. 29.7.
1969, og Sigur-
laugar Elísdóttur,
f. 6.12. 1896, d. 4.3. 1934. Bræð-
ur Stellu voru Guðjón, sem lést
áður en hún fæddist, og Guð-
mundur Óskar, sem lést 1983.
Þegar Stella var aðeins rétt
rúmlega ársgömul lést móðir
hennar. Seinni kona Sveins var
Ásta Guðrún Jónsdóttir, f. 27.1.
1917, d. 7.9. 1993. Þau eignuðust
valdason, f. 15.5. 1959, m. Inga
Rún Ólafsdóttir, f. 3.5. 1963.
Börn þeirra eru Vignir Val og
Valdís. 3) Sigurlaug Ásta Val
Sigvaldadóttir, f. 13.2. 1968, m.
Páll Rúnar Guðjónsson, f. 6.3.
1960. Dóttir þeirra er Steinunn
Bjargey, en synir Páls frá fyrra
hjónabandi eru Sigurður Rúnar,
Guðjón, Egill og Páll Kristinn.
Stella og Sigvaldi hófu bú-
skap sinn á Framnesvegi í
Reykjavík, en þegar Sigvaldi
fékk kennarastöðu í Mosfells-
sveit flutti fjölskyldan þangað.
Stella vann á leikskólanum í
Mosfellssveit í 10 ár eða til maí
1983. Í júlí sama ár hóf hún störf
á Héraðsbókasafni Kjósarsýslu
og vann þar í 11 ár eða þar til
starfsferlinum lauk. Síðust árin
bjuggu þau Sigvaldi í Sólheim-
um í Reykjavík. Eftir að Sig-
valdi lést síðla árs 2015 flutti
Stella í Furugerði 1 og síðar á
Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Stellu fór fram í kyrr-
þey að ósk hennar 24. ágúst
2018.
eina dóttur, Aðal-
heiði Sigurlaugu.
Stella gekk í
Austurbæjarskól-
ann og lauk þaðan
gagnfræðaprófi.
Nokkru eftir að
skólagöngunni lauk
byrjaði Stella að
vinna í bókabúð
Lárusar Blöndal og
þar vann hún þegar
hún kynntist eigin-
manni sínum, Sigvalda Val Stur-
laugssyni. Hinn 23. maí 1953
gengu þau í hjónaband og eign-
uðust þau þrjú börn. Þau eru: 1)
Sveinn Val Sigvaldason, f. 7.9.
1953, m. Úlfhildur Guðmunds-
dóttir, f. 24.6. 1955. Dætur
þeirra eru Anna Ýr, Stella og
Karitas. 2) Steinar B. Val Sig-
Það er eitt víst þegar við fæð-
umst í þennan heim og það er að
við munum að lokum deyja.
Hún tengdamóðir mín yfirgaf
þessa jarðvist rétt fyrir miðnætti
fimmtudaginn 9. ágúst síðastlið-
inn.
Okkar Stellu fyrstu kynni, fyr-
ir rúmlega 23 árum, voru afar
ánægjuleg og góð þó að ég hefði
reyndar kviðið svolítið fyrir að
hitta hana; ég fjögurra barna
faðir, nýlega fráskilinn, að taka
saman við einkadótturina og
yngsta barn þeirra hjóna. Það sló
aldrei skugga á okkar samband
og á ég henni mikið að þakka fyr-
ir alla góðvildina og hlýhuginn í
okkar garð og Steinunnar, dóttur
okkar Sigurlaugar. Á dánarbeði
hennar sá ég glitta í bros þegar
hún tjáði mér að ég væri uppá-
haldstengdasonur hennar, raun-
ar er ég sá eini en látum það
liggja á milli hluta.
Það var alltaf stutt í brosið og
glettnina hjá Stellu alveg fram á
síðustu stundu.
Stella átti við veikindi að
stríða seinni hluta ævi sinnar og
kom það í hlut Sigvalda, eigin-
manns hennar, að bera hitann og
þungann af umönnun hennar
ásamt börnum þeirra þegar því
varð við komið. Mörkin milli
sjúkdómsgreininga hennar,
þ.e.a.s. andlegra og líkamlegra,
voru oft óljós og reyndi það oft á
Stellu og fjölskylduna alla. Eftir
að Sigvaldi dó fyrir tæpum
þremur árum kom það í hlut Sig-
urlaugar og Steinars, barna
þeirra hjóna, að annast mömmu
sína. Það tók oft á hjá þeim en
samheldnin og kærleikur systk-
inanna kom þá sterkt í ljós og er
í raun aðdáunarverður, öfunds-
verður. Viku þau varla frá móður
sinni síðustu sólarhringana og
voru við hlið hennar þegar hún
kvaddi þennan heim.
Ég tel mig mikinn gæfumann
að hafa kynnst Stellu og þakka
henni samfylgdina í nærri ald-
arfjórðung. Hvíldu í friði, elsku
tengdó.
Þinn tengdasonur,
Páll Guðjónsson.
Liðin eru 78 ár síðan tvær sjö
ára stelpur kynntust í Austur-
bæjarskóla í bekk hjá Stefáni
Jónssyni rithöfundi, þeim önd-
vegis kennara. Vinátta stelpn-
anna hélst á meðan báðar lifðu.
Nú hefur Stella Sveinsdóttir
horfið til betri heima. Hún giftist
ung Sigvalda Val Sturlaugssyni
kennara og smiði. Fyrstu árin
bjuggu þau í Reykjavík, en reistu
sér síðan fallegt hús í Mosfells-
sveit. Það var ávallt yndislegt að
heimsækja þau hjón. Tíminn líð-
ur hratt – og börnin þeirra þrjú
uxu úr grasi, sannkallað barna-
lán.
Dag einn fyrir 35 árum kvaddi
dyra hjá okkur ungur, myndar-
legur maður og spurði eftir eldri
dóttur okkar, Ingu Rún. Þar var
kominn Steinar Bjarni, yngri
sonur Stellu og Valda. Nokkru
seinna var hann orðinn tengda-
sonur okkar. Þessi ungu hjón
báru gæfu til að eignast tvö ynd-
isleg börn – og ömmurnar ljóm-
uðu af gleði Fjölskyldurnar hitt-
ust oft til að fagna, þegar tilefni
gáfust. Voru það miklar ánægju-
stundir. Það er söknuður og
þakklæti, sem fyllir hugann, nú
þegar Stella hefur kvatt, en við
munum áreiðanlega hittast aftur
fyrr er varir.
Innilegar samúðarkveðjur til
afkomendanna.
Þuríður Einarsdóttir.
Ingveldur Stella G.
Sveinsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar