Morgunblaðið - 03.09.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 03.09.2018, Síða 23
Ritzau‘s 1977-81, framkvæmdastjóri Sambands norrænu félaganna 1984- 88. Hann starfrækti Fréttaþjónustu Borgþórs Kjærnested í Reykjavík 1975-1984 og aftur 1988-90. Borgþór var ráðinn framkvæmdastjóri Nor- ræna flutningamannasambandsins 1990-96 og var stjórnarmaður sem fulltrúi íslensku aðildarfélaganna 1996-2002. Árin 2005-09 var hann framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Borgþór hefur verið leiðsögu- maður norrænna ferðamanna á Ís- landi og starfað sem túlkur og þýð- andi úr norðurlandamálum frá 1974. Hann annaðist útvarpsþætti um Ís- land í finnska útvarpinu, hefur ritað fjölda greina um íslensk málefni og flutt fyrirlestra um Ísland. Borgþór þýddi bókina „Ísland, land frosts og funa“, ferðabók dr. Iiv- ari‘s Leiviskä um Ísland 1925 og 1926, sem var gefið út af Hinu ís- lenska bókmenntafélagi 2007 og bók- ina „Napóleon“ eftir Herman Lindq- vist 2010 hjá sama forlagi. Árið 2017 gaf bókaútgáfan Skrudda út bókina „Milli steins og sleggju, Saga Finn- lands“ eftir Borgþór vegna 100 ára afmælis fullveldis Finnlands. Borgþór var trúnaðarmaður skrif- stofumanna hjá Karl Fazer 1971-75. Hann var formaður Félags leiðsögu- manna 1998-2002 og formaður Sam- bands norrænna leiðsögumanna IGC 2002-2004 og 2008-2012. Borgþór er búsettur í Helsinki en er mikið á Íslandi og leiðsegir er- lendum ferðamönnum þar. „Svo er ég að skipuleggja ferð til Palestínu um næstu páska. Ég hef verið farar- stjóri þar nokkrum sinnum.“ Fjölskylda Borgþór kvæntist Vivan Ann-Mari Sandelin, f. 12.7.1945, árið 1965, en þau skildu 1973. Börn þeirra: Magn- ús Kjærnested, f. 5.7. 1966, d. 21.5. 2015, viðskiptafræðingur, og Ann- Marie Erna Elísabet Kjærnested, f. 12.8. 1969, skipstjóri. Borgþór kvæntist síðari konu sinni, Sólveigu Pétursdóttur, f. 21. 6. 1953, félagsráðgjafa, árið 1978, en þau skildu 2003. Börn þeirra: Sólveig Fríða Kjærnested, f. 3.5. 1979, sál- fræðingur, gift Tryggva Ingasyni sálfræðingi, og Pétur Friðfinnur Kjærnested, f. 9.1. 1983, kvikmynda- gerðarmaður, sambýliskona hans er Bethina Elverdam Nielsen hönn- uður. Barnabörn: Ásdís Sólveig Kjærne- sted Tryggvadóttir, f. 2007, Þórdís Katla Kjærnested Tryggvadóttir, f. 2010, og Sigdís Anna Kjærnested Tryggvadóttir, f. 2014; Gústav Þór Elverdam Kjærnested, f. 2013, og Ea Líf Elverdam Kjærnested, f. 2017. Systur Borgþórs eru Ragnheiður, f. 20.6. 1947, bókasafnsfræðingur, bús. á Akureyri, og Erna, f. 28.7. 1950, vann hjá Strætó, bús. í Garða- bæ. Foreldrar Borgþórs: Svavar Frið- finnsson Kjærnested, f. 9. 2. 1920, d. 25.12. 2011, garðyrkjumeistari, og Hjálmfríður Ólöf Þorsteinsdóttir, garðyrkjufræðingur og forstöðukona á Bifröst, f. 15.1. 1916, d. 20.12. 2003. Borgþór V. Kjærnested Elísabet Tómasdóttir ráðskona,m.a. á Atlastöðum og Görðum, Sléttuhr, N-Ís. Guðmundur Ólafsson bóndi í Aðalvík Hólmfríður Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja í Neðri-Miðvík Hjálmfríður Ólöf Þorsteinsdóttir garðyrkjufræðingur og forstöðukona í Rvík Þorsteinn Bjarnason bóndi í Neðri-Miðvík í Aðalvík Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja í Neðri-Miðvík Bjarni Þorsteinsson bóndi í Neðri-Miðvík Geirþrúður jarnadóttir húsfreyja á Hofteigi á Jökuldal B arni Benediktsson frá Hofteigi rithöfundur í Rvík BjKolbeinnBjarnason autuleikari og rithöfundur fl Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður á RÚV Pálína Þorsteins- dóttir húsfr. á Akranesi Bryndís óhannsdóttir fv. stuðningsfulltr., ús. í Mosfellsbæ J b Ragnar Bragason leikstjóri Kristinn Þorsteinsson árnsmiður í Reykjavíkj Kristinn Guðjón Kristinsson félagsráðgjafi á Selfossi Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Sólmundarhöfða Bjarni Gíslason útvegsbóndi á Sólmundarhöfða á Akranesi Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Akranesi alldór Kjærnested brytiHGuðmundur H.Kjærnestedskipherra Friðfinnur Árni Elíasson Kjærnested togaraskipstjóri í Rvík Jóhanna Jónsdóttir húsfr. í Þverdal Elías Friðfinnsson Kjærnested bóndi í Þverdal í Aðalvík Úr frændgarði Borgþórs V. Kjærnested Svavar Friðfinnsson Kjærnested garðyrkjumeistari í Reykjavík Afmælisbarnið Borgþór. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 95 ára Elínborg Pálsdóttir 90 ára Aðalbjörg Baldursdóttir Bjarni Guðnason 85 ára Gunnar Zebitz Gunnlaugur Guðmundur Magnússon Sigurbjörg H. Þorkelsdóttir 80 ára Ágústa Guðmundsdóttir Gréta Jónsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Jón Andrés Jónsson 75 ára Einar Jakobsson Margrét Guðmundsdóttir Sigurður Finnbogason 70 ára Ásta Björg Björnsdóttir Björn Einarsson Eiríkur Ágústsson Gerður Þórðardóttir Margrét Jónsdóttir Ragnheiður Hulda Hauksd. Sigurþór Mortensen Óskarsson Skúli Margeir Óskarsson Þórarinn Ólafsson 60 ára Áki Áskelsson Hávar Sigurjónsson Hilmar Halldórsson Sædís Gunnsteinsdóttir 50 ára Ari Bergþór Franzson Arnljótur Davíðsson Edelito Caneda Villaespin Eilífur Friður Edgarsson Eydís Björk Benediktsdóttir Gestur Helgason Hafsteinn H. Ágústsson Hafsteinn H. Hreiðarsson Hallgrímur Erlendsson Hjalti Gíslason Indriði Björnsson Jón Kristbjörn Jónsson Laufey Vilmundardóttir Otilia Hechavarria Carrion Ólafur Eiríksson Simpio Jabiniao Conejos Sólveig Ásgeirsdóttir Úlfhildur Dagsdóttir Wojciech Artur Matuchin 40 ára Ari Karlsson Björn Jakobsson Guðný Benediktsdóttir Jens Þór Sigurðarson Ragnar Skúlason Sigurbjörg Jónsdóttir Svanur Már Grétarsson Ugis Rozensteins Þórdís Gunnarsdóttir 30 ára Andrea Björnsdóttir Andri Þór Magnússon Anna Þrúður Guðbjörnsd. Antonio Miglionico Ari Baldur Baldursson Arnar Ragnarsson Azahara Bejarano Arroyo Bergur Thomas Anderson Ewelina Aneta Kubielas Helena Hyldahl Björnsd. Helen Lilja Helgadóttir Kamil Jacek Zaranski Karolina Rynkowska Katrín Sveina Björnsdóttir Kjartan Þórsson Lubomír Murcík Margrét Guðrún Gunnarsd. Ólöf Helga Adolfsdóttir Úlfar Bjarki Stefánsson Til hamingju með daginn 40 ára Jens er frá Bol- ungarvík en býr í Reykja- vík. Hann er þyrluflug- maður hjá Landhelgisg. Maki: Katrín Árnadóttir, f. 1983, hjúkrunarfr. en er flugfreyja hjá Icelandair. Börn: Kristján Uni, f. 2004, og Eyþór Óli, f. 2008. Foreldrar: Sigurður Viggó Bernódusson, f. 1944, d. 1993, rafvirki, og Halldóra Haflína Krist- jánsdóttir, f. 1946, kenn- ari. Jens Þór Sigurðarson 40 ára Ragnar er bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Hann er íþróttakennari að mennt og er einnig með BS í búsvísindum. Maki: Úlfhildur Ída Helga- dóttir, f. 1985, vinnur í Landsb. á Þórshöfn. Börn: Elva Sóldís, f. 2005, Dagrún Sunna, f. 2006, Þórey, f. 2015, og Lára, f. 2017. Foreldrar: Skúli Ragnars- son, f. 1945, og Bjarnveig Skaftfeld, f. 1945, bændur á Ytra-Álandi. Ragnar Skúlason 30 ára Gerður er Reyk- víkingur og listmálari, fa- cebook.com/getzen138, myndskreytir barnabæk- ur og vinnur í frístunda- miðstöð. Maki: Ívar Kristján Ívars- son, f. 1980, kvikmynda- tökumaður. Sonur: Tristan Stígur, f. 2015. Foreldrar: Tómas Örn Stefánsson, f. 1958, flug- virki, og Kristín Lára Ragnarsdóttir, f. 1961, bókasafnsfr. Gerður Erla Tómasdóttir Meira til skiptanna  Matthias Kokorsch hefur varið dokt- orsritgerð sína í landfræði við Háskóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar Seigla ís- lenskra sjávarbyggða (e.Mapping Resili- ence – Coastal Communities in Iceland). Leiðbeinandi var dr. Karl Benediktsson, prófessor við líf- og umhverfis- vísindadeild HÍ. Spurningum um áhrif íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfisins á svæði og byggðir hefur aldrei verið svarað á afger- andi hátt. Tiltæk gögn hafa ekki verið nýtt að fullu til skilnings á þeim flóknu ferlum sem hafa verið að verki í sjávar- byggðunum. Hugtakið „seigla“ getur varpað ljósi á spurningar um þessi efni. Í verkefninu var þess freistað að leggja mat á seiglu íslenskra sjávarbyggða. Kenningar um breytingar á formgerð at- vinnulífs – frá félags- og landfræðilegum sjónarhóli – eru reifaðar og settar í sam- hengi við fræðilega umfjöllun um grund- vallargildi á borð við samstöðu og rétt- læti. Gerð var megindleg greining á landsvísu, þar sem margvísleg fyrirliggj- andi gögn um sjávarútveginn og stað- bundna þróun efnahagslífs og sam- félags voru nýtt. Til viðbótar hinni tölfræðilegu greiningu voru gerðar til- viksathuganir þar sem eigindlegum gögnum var safnað. Tvö byggðarlög sem hafa þróast með ólíkum hætti voru rann- sökuð til að fá dýpri skilning á þeim atriðum sem hafa stuðlað að meiri eða minni seiglu. Verulegur munur á seiglu kom í ljós í þessum tveimur sjávarbyggðum. Greiningin leiðir í ljós tvenns konar takmarkanir seiglu-hugtaksins, eins og því hefur verið beitt í félagsvísindum. Oft hefur hugtakið leitt til þröngrar áherslu á byggðaþróun sem sprottin sé af inn- rænum forsendum, án þess að veitt sé athygli þeim ramma sem félags- og hag- fræðileg formgerð setur. Fjallað er fræðilega um þessa veikleika í ritgerðinni. Doktorsverkefni þetta tekur á efni sem er mikilvægt í íslensku samhengi, en leggur einnig til fræðilegrar umræðu á afar mikilvægum sviðum, þar sem fengist er við seiglu, svæðisbundna þró- un og fiskveiðistjórnun. Lagt er til að hin stífa tvíhyggja sem gerir ráð fyrir ofan- stýrðri nálgun annars vegar eða neðan- stýrðri hins vegar verði aflögð. Í staðinn verði unnið að mótun sveigjanlegri nálg- unar, þar sem stjórnvöld leiða en heima- fólk er einnig virkir gerendur. Matthias Kokorsch Matthias Kokorsch er fæddur 17. júní 1984 í Mülheim an der Ruhr í Þýskalandi. Hann nam landfræði og félagsvísindi ásamt kennslufræði við Universität Duis- burg-Essen og brautskráðist þaðan árið 2013. Nú starfar hann við rannsóknir við Johann Heinrich von Thünen-Institut í Braunschweig í Þýskalandi. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.