Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að draga þig í hlé í smá-
stund í dag. Misstu ekki kjarkinn þótt ein-
hver afturkippur komi í það mál sem þú
vinnur að þessa dagana.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú gefst tækifæri til þess að sýna
umhyggju fyrir öðrum og umhverfinu. Lækn-
aðu gömul sár með því að vera fyrst/ur til
þess að fyrirgefa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þú berir ábyrgð þýðir það
ekki að þú þurfir að gera allt sjálf/ur og
megir ekki þiggja aðstoð. Með því að gera
það þá gætir þú misst af góðum hlutum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert skýr og full/ur af eldmóði, og
ættir að umgangast fólk sem kann að meta
þá kosti. Klappaðu þér á bakið fyrir að
reyna svona á þig og slakaðu svo á í kvöld.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki nóg að hafa svörin á
reiðum höndum ef maður getur ekki unnið
rétt úr þeim. Þótt aðrir séu ósammála þér
er ástæðulaust að fara í fýlu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Varastu að ganga of langt í erfiðu
máli svo ekki komi til eftirmála. Skoðaðu
hug þinn vandlega og gerðu svo það sem
hann segir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nærvera öfundsjúkrar manneskju
þreytir þig, enda getur þú ekki verið þú
sjálf/ur í kringum hana. Skoðaðu hug þinn
vandlega og gerðu svo það sem hann segir
þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gerir þér ekki grein fyrir
hversu mikið þú vilt trúa einhverjum fyrir til-
finningum þínum. Íhugaðu hvað hjarta þitt
þráir og gríptu það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að þú hefur sjálf/ur mik-
ið um það að segja hvernig mynd aðrir fá af
þér. Taktu frumkvæðið í þínar hendur og þá
ertu ofan á þegar til kastanna kemur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Traust þitt á tiltekinni manneskju
endurnýjast og þú uppgötvar margt í fari
hennar sem hægt er að líta upp til, meta og
elska. Einhver tekur eftir breytingu í þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reynstu vini þínum vel, þegar
hann leitar til þín með sín trúnaðarmál.
Bíddu með að segja skoðun þína á málinu
þar til þú hefur hugleitt allar hliðar þess.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Finnist þér þú verða að skipta um
skoðun á einhverju máli, skaltu ekki hika.
Hertu upp hugann því breytingarnar munu
að öllum líkindum verða til bóta.
Hér tekur Helgi R. Einarsson sérþað fyrir hendur að yrkja um
„Staðreyndir“:
Tannkremið er í túpunni
og súpukjötið í súpunni,
en yfirleitt
finnst ekki neitt
inni í höfuðkúpunni.
„Sjálfsbjargarviðleitni“ er ekki síð-
ur áleitið yrkisefni:
María litla frá Mön
mönnum var harla vön.
Er baslið á knúði
í blindni hún trúði
á boðorðin 10,– á skjön.
Þær eru margar Maríurnar. Krist-
ján Karlsson þekkti aðra (og er góð
limra aldrei of oft kveðin):
Sagði María litla frá Læk
„ég er ljóðelsk og hefi þann kæk
að svipta mig fötum
og þar fram eftir götum.
En á fáguðum prósa er ég tæk.“
Páll Imsland heilsar leirliði á kóln-
andi síðsumri undir langtíma regnspá
fræðinga:
Það er heilmikill bullandi hagvöxtur
og hreint alveg ferlegur grasvöxtur,
en bágara’ um annað
eins og berlega’ er sannað:
Á kolli mér hlálegur hárvöxtur.
Gunnar J. Straumland gefur
„Dróttkveðið heilræði“ á Boðnarmiði:
Gamnið þykir grámað
gys er mönnum lýsir
alheims vefur velur
værðarspjöll að göllum.
Mál að linni mæli
marðartungna harðra
veitum leið að viti
vísum orðum lýsum.
Gunnar færir síðan sömu skilaboð í
einfaldri hringhendu:
Tungukorða temja skal,
taum og skorður finna.
Gaspur forðast, göfga tal,
gæta orða sinna.
Magnúsi Halldórssyni segist svo
frá: „Árla morguns í góðu næði ákvað
ég að yrkja eina ódauðlega vísu og
hætta svo. Hvorugt varð raunin“:
Sit ég gneipur, sinnið grátt,
sýður’á keipum andans,
undan hleypur efnið hrátt
allt í greipar fjandans!
Kveðið var við utanverðan Eyjafjörð:
Svo út glennir seglin vönd
svalur næturandi,
að liðugt rennur áraönd
út með henni Látraströnd.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af sjálfsbjargarviðleitni
og hárvexti
„NÚ ÞEGAR JÓLAVERTÍÐIN ER AÐ
SKELLA Á OKKUR AF FULLUM ÞUNGA
SKULUM VIÐ BIÐJA FYRIR ÞEIM SEM
ERU AÐ LEITA SÉR AÐ BÍLASTÆÐI.“
„SEGÐU SÖNDRU AÐ ÁSTARPUNGURINN SÉ
MÆTTUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að leyfa henni að fara
með þig eitthvað annað.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG MUN
FYLGJAST MEÐ
ÞÉR HVERJA
VÖKUSTUND!
HEY, GRETTIR, HVAÐ SEGIRÐU UM
AÐ VIÐ FÖRUM Í MEGRUN SAMAN?
OG ÉG MUN
BORÐA MEÐAN
ÞÚ SEFUR!
Ó JÁ!
ÉG SKAL PASSA UPP Á AÐ ÞÚ
BORÐIR BARA ÞAÐ SEM ÞÚ
ÁTT AÐ GERA!
AUÐVITAÐ!
ÞÚ ÆTTIR AÐ LÆRA AÐ LESA! EFTIR ÞVÍ SEM ÞÚ
VERÐUR ELDRI FÆRIR LESTUR ÞÉR MEIRA YNDI!
ÞAÐ ER RÉTT… ÉG MYNDI VERÐA MJÖG GLAÐUR VIÐ
AÐ LESA MINNINGARGREINAR UM ÓVINI MÍNA
Einn af mörgum áhugaverðum við-burðum sem efnt var til í sumar
var tónleikar rokkaranna í Guns N’
Roses á Laugardalsvelli undir lok
júlímánaðar. Á myndum sást að
margir sem mættu voru á aldrinum
milli fertugs og fimmtugs þó að
krakkar kynslóðinni yngri, fæddir
um aldamót, hafi auðvitað verið
stærsti hópurinn. Þetta var merki-
legt dæmi um hvernig kynslóðir og
menning breytast. Ef við færum
okkur í huganum kynslóð framar og
lítum til fólks sem er fætt á árunum
1940-50 er það hópurinn sem fór á
rokksýningarnar á Broadway, en
þær voru toppurinn í skemmtanalífi
þjóðarinnar frá um 1985 og fram yfir
1990. Fínar skemmtanir með góðum
tónlistarmönnum og gestir fengu sér
vodka í kók.
x x x
Á engan er hallað þótt Víkverjifullyrði að meðal þessa fólks
sem nú er að nálgast sjötugt hefði
mjög fjarlægt fyrir um þrjátíu árum
að fara á rokktónleika í Laugar-
dalnum með krökkunum. Þeim hefði
raunar þótt pínulítið púkalegt að
láta sjá sig með mömmu og pabba
við þessar aðstæður. Núna finnst öll-
um slíkt vera alveg ljómandi fínt,
enda er alveg frábært þegar fjöl-
skyldur eru sterkar og samheldnar
og kynslóðabil ekki til. Munum líka
að áherslur í forvarnamálum á und-
anförnum árum hafa meðal annars
verið hvatning til fjölskyldna um
fylgjast að og njóta samverunnar og
það liggur eiginlega í augum uppi að
slík tryggðafesti gerir lífið betra.
x x x
Það er svo sérstakur kapítulihvernig sumarleyfismenning Ís-
lendinga hefur breyst á undan-
förnum árum. Nú tekur fólk frí
gjarnan í nokkrum bútum í stað þess
að vera utan vinnu vikum saman.
Notar síðan dagana til þess að enda-
sendast landshorna á milli með
krakkana á fótboltamótin sem eru
víða um landið. Á veturna er æft og
keppt í ýmsum öðrum greinum sem
líka kalla á að foreldrar séu á hliðar-
línunni. Allt er þetta hið besta mál;
mamma, pabbi, börnin, amma og afi
eru saman sem er gaman og öll dýr-
in í skóginum vinir. vikverji@mbl.is
Víkverji
Nú varir trú, von og kærleikur, þetta
þrennt, en þeirra er kærleikurinn
mestur
(Fyrra Korintubréf 13.13)
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC