Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 27
»Plötubúðin Lucky Records við Rauðarár-
stíg í Reykjavík bauð upp á tónleika í fyrra-
dag og var aðgangur ókeypis. Kom þar fram
hljómsveitin Bagdad Brothers og í kjölfarið
Teitur Magnússon & Æðisgengið og léku lög
af nýútkominni plötu Teits, Orna, sem hlaut
lofsamlegan dóm hér í Morgunblaðinu í liðinni
viku. Gestum var boðið upp á rjúkandi kaffi
með þessum ljúfu tónum og var ekki annað að
sjá en að þeir kynnu vel að meta uppákomuna.
Bagdad Brothers og Teitur Magnússon & Æðisgengið komu fram í Lucky Records á laugardag
Fagmenn Teitur Magn-
ússon og Æðisgengið
stóðu sig með mikilli
prýði á tónleikunum.
Hljómsveit Meðlimir
Bagdad Brothers
voru afar einbeittir
við tónlistar-
flutninginn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allskonar Fjölbreytni var mikil meðal tónleikagestanna. Gaman Sumir skemmtu sér greinilega mjög vel.
vita þá kveða lög á um að allir inn-
lendir útgefendur skili eintaki til
Landsbókasafns hvort sem um er að
ræða dagblað, tímarit, bók, geisla-
disk eða kvikmynd. „Með breyttum
skilalögum var sett in klásúla sem
skyldaði Landsbókasafnið til að
safna saman því sem er gefið út á
„almennu tölvuneti“. Nýju lögunum
fylgdi viðbótarfjármagn og árið 2004
var Heritrix tilbúinn til notkunar svo
að hægt var að hefja öflun og varð-
veislu efnis fyrir alvöru. Fór fyrsta
heildarsöfnunin fram í lok árs 2004
og alla tíð síðan höfum við gert þrjár
stórar heildarsafnanir af íslenskum
vefsíðum ár hvert,“ segir Kristinn.
„Vefir sem metnir eru sérstaklega
mikilvægir, t.d. fréttavefir og vefsíð-
ur sem fjalla um dægurmálin, eru af-
ritaðir oftar, enda kvikari vefsíður
og jafnvel uppfærðar mörgum sinn-
um á dag. Erum við bæði með viku-
legar safnanir, daglegar safnanir og
jafnvel enn tíðari ef umræddar vef-
síður gefa út RSS-fréttastrauma
sem við getum fylgst með jafn-
óðum.“
Tíu terabæt á ári
Að halda afrit af aragrúa vefsíðna
er ekki einfalt mál enda gagnamagn-
ið gífurlegt og bætast um 10 terabæt
við Íslenska vefsafnið árlega. Er af-
ritunarbúnaðurinn þá þegar búinn
að reyna að lágmarka hve mikið af
gögnum er afritað og segir Kristinn
að Heritrix geti t.d. greint þegar
sama myndin birtist með tveimur
eða fleiri ólíkum greinum og sparað
minni með því að geyma aðeins eitt
afrit af myndinni. Gögnin þarf líka að
geyma með öruggum hætti: „Við
varðveitum safnið á gagnastæðum í
kjallara Landsbókasafnsins, og í
gagnastæðum utanhúss, en kerfið er
þannig hannað að það á að geta þolað
hvers kyns bilanir án þess að gögn
glatist. Innan skamms munum við
líka geyma afrit af safninu í tölvu-
skýinu hjá þjónustuaðila sem spegl-
ar safnið í heild sinni og vistar þann-
ig að geti þolað bilanir.“
Auk tæknilegra áskorana þarf líka
að leysa úr því hvaða efni á að
geyma, og finna vefsíður sem hafa
varðveislugildi. Kristinn segir Ís-
lenska vefsafnið taka afrit af öllum
síðum á íslenska þjóðarléninu, .is, en
starfsmenn bókasafnsins hafa líka
augun opin fyrir íslenskum síðum
sem skráðar eru á erlend lén, s.s.
með .com endingu eða hjá Word-
press. „Við erum með rúmlega ann-
að þúsund slóðir af íslensku efni á er-
lendum lénum sem við höfum með í
heildarsöfnunum okkar,“ upplýsir
Kristinn og bætir við að gott sé ef al-
menningur getur hjálpað verkefninu
með ábendingum um vefsíður sem
ástæða er til að varðveita.
Umræðan á samfélags-
miðlunum gæti glatast
Stærsti vandinn sem Íslenska vef-
safnið glímir við snýr að samfélags-
miðlunum og segir Kristinn
áhyggjuefni hve erfitt er að varð-
veita umræðuna sem þar fer fram.
„Ástæðan er sú að fyrirtæki á borð
við Google, Facebook og Twitter
vilja hreinlega ekki að þriðji aðili
taki frá þeim efni og þau reyna með
virkum hætti að koma í veg fyrir að
hugbúnaður á borð við Heritrix geti
afritað færslur og samræður á sam-
félagsmiðlum, eða tekið afrit af
myndskeiðum á vefsíðum eins og
YouTube.“
Eins og lesendur vita eflaust flest-
ir þá fer stór hluti íslenskrar þjóð-
málaumræðu núna fram á sam-
félagsmiðlunum og segir Kristinn
leiðinlegt að ekki sé hægt að tryggja
að takist að varðveita heimild um líf-
leg og litrík Skoðanaskipti lands-
manna á stöðum á borð við Face-
book. „Þetta er umræða sem áður
fyrr hefði a.m.k. að hluta til farið
fram á síðum dagblaðanna, og sam-
félagsmiðlarnir varðveita mikil-
vægan hluta af samtímasögu okkar,“
útskýrir hann og bætir við að helst
takist að afrita glefsur úr samfélags-
miðlaumræðunni þegar hún ratar í
fréttir hefðbundinna netmiðla.
Það fer ekki milli mála hve miklu
það skiptir að varðveita heimildir á
internetinu. Segir Kristinn að fyrir
fræðimenn framtíðarinnar verði jafn
mikilvægt að geta skoðað fréttir og
umræðu af internetinu eins og það er
í dag að geta flett í gömlum dag-
blöðum og tímaritum. „Að eiga afrit
af íslenskum vefsíðum hefur ekki
bara gildi fyrir þá sem rannsaka sög-
una heldur geymir netið alls konar
verðmætan fróðleik sem ekki má
glatast og kemur kannski hvergi
annars staðar fram. Er líka oft vísað
í vefslóðir í dómum, fræðigreinum og
hvers kyns umfjöllun og ef það efni
sem þessar slóðir vísa í hverfur þá
missa dómarnir og greinarnar gildi
sitt að vissu marki.“
» Þetta er umræðasem áður fyrr hefði
a.m.k. að hluta til farið
fram á síðum dagblað-
anna, og samfélagsmiðl-
arnir varðveita mikil-
vægan hluta af
samtímasögu okkar.
Morgunblaðið/Ernir
Horfið? Það gæti farið svo að ekki takist að varðveita karpið og rifrildin á
Facebook. Þar fer stór hluti þjóðmálaumræðu Íslendinga fram í dag.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Nú finnur þú það
sem þú leitar að á
FINNA.is