Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
» Tvær sýningarvoru opnaðar í
fyrradag í galleríinu
Kling & Bang í Mars-
hall-húsinu, annars
vegar sýning Auðar
Ómarsdóttur, Stöng-
in-inn, og hins vegar
sýning Páls Hauks
Björnssonar, Dauði
hlutarins. Á sýningu
sinni steypir Páll
Haukur saman naum-
hyggjulegum skúlp-
túrum við maxímal-
íska umhverfishönnun
og í verkum Auðar má
sjá vísanir í íþrótta-
menningu, tákn úr
listasögunni og popp-
tónlist í bland við per-
sónulegar upplifanir.
Auður Ómarsdóttir og Páll Haukur Björnsson opnuðu sýningar í Kling & Bang
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhugasamir Sýningargestir voru mjög áhugasamir og veltu vöngum yfir því sem þeir skoðuðu.
Listamennirnir Auður Ómarsdóttir og Páll Haukur Björnsson voru heldur bet-
ur sátt með daginn og tóku vel á móti gestum sem mættu á sýningarnar.
Hress og kát Þau Una Björg
Magnúsdóttir, Helena Aðal-
steinsdóttir og Bergur Tómas
voru sátt með það sem fyrir
augu bar á sýningunum.
Skoða Fólk á öllum aldri mætti í Kling & Bang til að sjá hvað listafólkið hefði fram að færa.
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands stendur fyrir fyrirlestri Árna
Heimis Ingólfssonar, Klassísk tón-
list 101, í kvöld kl. 20 í Kaldalóni í
Hörpu. Þar mun Árni Heimir
stikla á stóru um sögu klassískrar
tónlistar, sinfóníuformið og ólíkar
leiðir til þess að njóta klassískrar
tónlistar, eins og það er orðað í til-
kynningu. Þar segir að kynningin
sé sérstaklega ætluð þeim sem hafi
lítil kynni haft af klassískri tónlist
en hafi áhuga á að kynnast þeim
töfrum sem hún búi yfir.
Árni Heimir lauk doktorsprófi í
tónlistarfræði frá Harvard-háskóla
árið 2003 og skrifaði árið 2016 bók-
ina Saga tónlistarinnar, sem er
fyrsta og eina yfirlitsritið um tón-
listarsögu eftir íslenskan höfund.
Hann gegnir nú starfi listræns
ráðgjafa Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands.
Sérstök áhersla verður lögð á að
kynna hápunkta vetrarins í dag-
skrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands
og að erindinu loknu verður Árni
Heimir til ráðgjafar um val á tón-
leikum fyrir Regnbogaáskrift.
Aðgangur er ókeypis.
Fróður Árni Heimir Ingólfsson er fróðleiksbrunnur þegar kemur að klass-
ískri tónlist og tónlistarsögu, enda doktor í tónlistarfræði frá Harvard.
Stiklar á stóru um sögu
klassískrar tónlistar
mánudaginn 3. september, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð nr. 111
Forsýning á verkunum mánudag, kl. 10–17
Kristján Davíðsson
ICQC 2018-20