Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2018  Hljómsveitin Grúska Babúska gaf út hljómplötuna Tor síðastliðinn laugardag. Platan er að mestu samin í Glastonbury í Englandi og er inn- blásin af bænum, sem er þekktur sem eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Á miðvikudag klukkan níu verður hægt að hlýða á Grúsku Babúsku á skemmtistaðnum Húrra. Grúska Babúska kemur fram á Húrra  Íslandsfrum- sýning heimildar- myndarinnar Dominion eftir Chris Delforce verður í Bíó Para- dís í kvöld klukk- an átta. Myndin fjallar um slæma meðferð manns- ins á dýrum. Samtök grænmetisæta á Íslandi og Vegan-samtökin standa að sýningu myndarinnar en aðgangur er ókeypis. Heimildarmynd um slæma meðferð dýra  Fáir, fátækir, smáir, nýtt íslenskt leikverk, verður leiklesið í Hannesar- holti í kvöld klukkan átta. Vonar- strætisleikhúsið stendur að uppá- komunni, en forsprakkar þess, Vigdís Finn- bogadóttir og Sveinn Einars- son, segja að höfundur óski nafnleyndar. Árni Kristjánsson leikstýrir. Höfundur nýs verks óskar nafnleyndar Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Nýr hlaðvarpsþáttur Snorra Björnssonar ljósmyndara, The Snorri Björns Podcast Show, hefur vakið mikla eftirtekt í sumar, en um 30 þúsund manns hafa hlustað eða horft á fyrsta þáttinn sem var gef- inn út 15. maí sl. Viðtalsform er á þáttunum og eru þeir flestir einnar til tveggja klukkustunda langir. Eiga viðmæl- endur hans það sameiginlegt að vera afreksfólk, hver á sínu sviði, en hingað til hefur Snorri m.a. rætt við bardagakappann Gunnar Nelson, Kára Stein Karlsson, maraþon- hlaupara og ólympíufara, crossfit- hetjurnar Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson og Sindra Jensson, eiganda fataversl- unarinnar Húrra Reykjavík. Hefur komið víða við Aðspurður segir Snorri að inn- blásturinn að þættinum tengist starfi hans að vissu leyti, en hann megi þó einnig rekja lengra aftur. „Ég held að það sé hægt að rekja þetta til þess að ég hef alltaf verið forvitinn og oft lent í löngum sam- tölum við allskonar fólk sem ég hef hitt. Mér hefur alltaf fundist mis- munandi hlutir áhugaverðir. Þetta finnst mér endurspeglast í ljós- mynduninni þar sem ég hef myndað svo margt fólk. Þegar ég hafði gert það í nokkur ár áttaði ég mig á því að ljósmyndunin var leið til að segja sögur af hverju sem er, oftar en ekki einstaklingum,“ segir hann. „Ég hugsaði með mér að einn dag- inn þyrfti ég að láta af því verða að búa til podcast. Það er of margt fólk sem mig langar að spjalla við til að gera þetta ekki,“ segir Snorri sem starfaði lengi vel með Baldri Krist- jánssyni ljósmyndara áður en hann fetaði eigin braut. Á síðustu árum hefur hann m.a. myndað íslenska karlalandsliðið fyr- ir herferð CocaCola í aðdraganda Evrópumótsins í knattspyrnu og Eið Smára Guðjohnsen í Barcelona fyrir herferð Skyr.is. Einnig hefur hann lengi myndað fyrir Húrra Reykjavík og vann svo nýlega fyrir stóran styrktaraðila Söru Sig- mundsdóttur í Bandaríkjunum. Aðspurður segir hann að einfalt hafi verið að hrinda hugmyndinni af stað. „Áskorunin var bara að gefa sér tíma til að gera þetta. Þetta er eins og að fá sig til að mæta í rækt- ina, það er alltaf einhver veggur sem þarf að brjóta. Síðan var ég farinn að fá smávinnuleiða í ljós- mynduninni og þá skellti ég þessu bara í gang og hringdi í fyrsta gest- inn,“ segir hann. Eftirspurnin kom á óvart Viðbrögðin létu ekki á sér standa og er þáttur Snorra nú meðal þeirra vinsælustu á Íslandi. „Eftirspurnin kom mér ótrúlega á óvart. Ég man eftir því þegar ég var að setja upp stúdíóið. Þá talaði ég um að ég yrði sáttur við að 500 manns hlustuðu á þáttinn. Fyrsti þátturinn er kominn upp í 30 þúsund núna sem er tæp- lega 10% Íslendinga. Það er aðeins stærri markhópur en ég gerði ráð fyrir,“ segir hann og hlær. Margir viðmælendur Snorra hingað til eru afreksfólk í íþróttum. Hann segir að það sé þó ekki þema þáttanna. Snorri segir að það hafi í raun gerst óvart. „Ég er enginn íþróttamaður og hef aldrei verið. Það er bara eitthvað sem heillar mig við fólk sem gerir eitthvað erf- itt og tekst það. Í rauninni er þemað bara áhugavert fólk. Þau tíu nöfn sem ég er búinn að krota niður á blað núna eru öll á fólki sem starfar við eitthvað áhugavert, hefur gert eitthvað áhugavert eða hefur áhugaverða sögu að segja,“ segir hann. Tvær leiðir til að fylgjast með Snorri tekur þætti sína einnig upp á myndbönd og birtir á You- Tube. Hann segir að þessi leið bjóði upp á annan möguleika fyrir hlust- endur til að taka inn frásagnir við- mælendanna. „Ég reyni að gera þetta eftir því hvernig ég myndi vilja neyta svona vöru. Stundum hlustar maður á podcast með hálfum hug, t.d. þegar maður er að keyra, elda o.s.frv. Þegar maður hlustar á eitthvað sem maður vill virkilega heyra er frá- bært að geta séð aðra grundvallar- þætti í samræðum, líkamstjáningu, hvernig einstaklingurinn lítur út o.s.frv.“ segir Snorri og bætir því við að hann hafi almennt mikinn áhuga á myndrænni framsetningu. „Ég á líka endalaust af myndavélum þannig að það var ekkert stórmál fyrir mig að bæta við myndbandi. Mér fannst þetta liggja beinast við.“ „Ég hef alltaf verið forvitinn“  Snorri Björns slær í gegn með hlaðvarpsþætti Ljósmynd/Snorri Björnsson Hlaðvarp Yfir 30 þúsund manns hafa hlustað á fyrsta þátt Snorra, en við- mælendur hans eiga það sameiginlegt að vera afreksfólk af ýmsu tagi. VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 641 KR. ÁSKRIFT 6.960 KR. HELGARÁSKRIFT 4.346 KR. PDF Á MBL.IS 6.173 KR. I-PAD ÁSKRIFT 6.173 KR. 1. Ösku Stefáns Karls dreift í hafið 2. Erótíkin reyndist dýr 3. Fjölskylda myrt í Gautaborg 4. Fann 28 ára íslenskt flöskuskeyti »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag Suðlæg átt 8-13 m/s og rigning eða skúrir, en lægir suðvestantil um kvöldið. Hiti 8-13 stig, úrkomulítið norðanlands. Á miðvikudag Hæg norðlæg átt og birtir til sunnanlands, en skýj- að og lítilsháttar rigning á Norður- og Norðausturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir vestantil, bjartviðri á norðaustan- og austanlands. VEÐUR „Við vorum að spila á móti einu besta liði í heimi og gæðaleikmönnum. Þær voru betri en við,“ sagði mið- vörðurinn reyndi, Sif Atla- dóttir, eftir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Þjóðverjar unnu 2:0 og vinna riðilinn takist þeim að leggja Færeyjar að velli í síðasta leik sínum. Ísland nær öðru sæti riðilsins með sigri eða jafntefli gegn Tékklandi á morgun. »2 Nú voru þær þýsku betri Garðbæingar minnkuðu forskot Ís- landsmeistara Vals niður í aðeins eitt stig í toppbaráttu Pepsi-deildar karla en fimm leikir fóru fram í gær. Stjarn- an hafði betur 3:1 gegn Fjölni í Graf- arvogi en Valur gerði dramatískt 3:3 jafntefli gegn KA á Akureyri þar sem landsliðs- maðurinn Birkir Már Sævarsson kom til bjargar. »4-5 Forskot Vals á toppnum komið niður í eitt stig Handboltavertíðin er hafin á Íslandi þótt september sé rétt genginn í garð. Selfoss og FH léku bæði Evr- ópuleiki á fyrsta degi mánaðarins og gekk vel. Á Selfossi fór fram Evrópu- leikur í fyrsta skipti í nærri aldar- fjórðung þegar Selfyssingar skelltu Dragunas frá Litháen 34:28 í 1. um- ferð EHF-bikarsins. FH-ingar fóru á hinn bóginn til Króatíu og unnu. »6 Vertíðin hófst á sigrum í Evrópuleikjum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.