Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 1
SKARTGRIPIRNIR Í 40VERSLUNUMMÆLIR BOLTAFÆRNI Coral one ryksuguróbotinn mun létta lífið við heimilisstörfin 6 Un Íslenska sprotafyrirtækið Soccer Genius er tekið til við að þefa uppi fótboltasnillinga framtíðarinnar. VIÐSKIPTA Það hefur reynst mikil áskorun að byggja upp fyrir- tækið í kringum Aurum-skartgripina sem nú eru seldir í mörgum verslunum í sjö löndum. 611 nið í samvinnu við FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Vill stækka verulega „Ég vildi að HB Grandi yrði í 12% kvótaþakinu að minnsta kosti. En það er fleira sem þarf að gerast. Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágranna- löndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðs- fyrirtæki erlendis. Félagið er að byrja vinnu við nýja stefnumótun í þessum anda.“ Þannig lýsir Guð- mundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda, at- burðarásinni sem leiddi til þess að stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu að ganga ekki að yfirtöku- tilboði hans á fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Guðmundur segir að HB Grandi sé vel í stakk búinn til að ráðast í frekari fjárfestingar. Það sé m.a. kostur þess að hafa félagið skráð á markað að aðgengi að lánsfé á góð- um kjörum sé auðsótt. Hlutlaust mat á verðmætinu Í ítarlegu viðtali á miðopnu Við- skiptaMoggans í dag ræðir Guð- mundur um kaupin á HB Granda, forstjóraskiptin og þá framtíðarsýn sem hann hefur fyrir hið sögufræga útgerðarfélag. Hann gefur ekkert fyrir gagnrýni á nýtilkynnt kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur en eigandi fyrirtækisins er Brim sem Guðmundur er eigandi að. „Við erum búin að fá nokkur hlut- laus möt á verðgildi Ögurvíkur. HB Grandi getur ekki verið að kaupa eignir af stærsta eiganda fyrirtæk- isins á einhverju yfirverði. Hvort seljandinn er að hagnast eða tapa á viðskiptunum skiptir ekki máli í þessu sambandi. Það sem skiptir máli er að hluthafarnir séu sáttir.“ Stjórn félagsins mun taka kaupin til umfjöllunar á fundi sem boðaður hefur verið í dag en Guðmundur ítrekar að þá eigi hluthafafundur einnig eftir að leggja blessun sína yf- ir viðskiptin og þá verði ákvörðunin í kjölfarið borin undir Samkeppnis- eftirlitið. Vill auknar heimildir Gangi kaupin á Ögurvík eftir verður aflamark HB Granda 11,19% en lögum samkvæmt má það ekki fara yfir 12%. Guðmundur segir að félagið þurfi að geta náð meiri hag- ræðingu út úr rekstrinum en það þak setur félaginu. „Félagið er skráð á markað, í dreifðri eignaraðild og allir geta keypt sig inn í það eða selt. Stjórn- völd verða að ákveða hvar markið liggur en ég sæi fyrir mér að skráð félag eins og HB Grandi gæti haldið á 20% aflaheimildanna í landinu.“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is HB Grandi mun stækka með fjárfestingum heima og erlendis á komandi ár- um. Forstjórinn segir það nauðsynlegt, ætli fyrirtækið að standa styrkum fótum í harðri samkeppni á alþjóð- legum markaði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðmundur segir gamlan draum hafa ræst þegar hann keypti stóran hlut í HB Granda. Hann tók við forstjórastólnum í fyrirtækinu nú í lok júní. 12 Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 13.3.‘18 13.3.‘18 12.8.‘18 12.9.‘18 1.764,86 1.617,02 135 130 125 120 115 122,75 131,75 Þótt markaðurinn voni enn að leysa megi ágreining milli Kína og Bandaríkjanna bendir flest til að enn muni syrta í álinn. Kalt milli Kínverj- ans og Kanans 14 Óraunhæfar væntingar um himinhátt verð á Volvo Cars virðist hafa sett strik í reikn- inginn við hluta- fjárútboð félagsins. LEX: Verðlagning á Volvo úr kortinu 15 Gæta þarf að því að atvinnulíf víki ekki fyrir íbúðabyggð á Granda, að sögn Þórs Sigfússonar, stofnanda Íslenska sjávarklasans, sem á næstunni mun gefa út skýrslu þar sem kynntar eru áhugaverðar hug- myndir um framtíð Grandans. Í skýrslunni mun meðal annars koma fram hvernig þar geti orðið til hugmyndaverksmiðja á heims- mælikvarða. Segir Þór að því fari fjarri að búið sé að laða fram allan þann nýsköpunarmátt sem býr í greininni. Hins vegar geti það komið vel út ef hagkvæmar íbúðir og minni vinnustaðir blandist sam- an. Brýnt sé þó að Reykjavík- urhöfn verði fyrst og fremst at- vinnusvæði og að dæmin sýni að íbúðabyggð þrengi smám saman að atvinnustarfsemi á hafn- arsvæðum. Morgunblaðið/RAX Þór segir Grandann eiga mikil tækifæri inni á komandi árum. Höfnin áfram at- vinnusvæði Íbúðabyggð þrengir smám saman að atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum, að sögn Þórs Sigfússonar. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.