Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Tíminn líður hratt og eflaust mun það koma sumum lesendum á óvart að á næsta ári verða liðin tuttugu ár frá því skartgripafyrir- tækið Aurum hóf rekstur. Á þess- um tveimur áratugum hefur Guð- björgu Kristínu Ingvarsdóttur tekist að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki í kringum fallega og vandaða hönnun. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Fyrirtækið hefur stækkað mikið á síðustu þremur árum og höfum við þurft að aðlaga okkur að þeim breytingum. Aurum-skartgripirnir fást nú í yfir fjörutíu verslunum í sjö löndum og hvert land hefur sínar reglur sem við þurfum að fylgja. Að verða alþjóðlegt fyr- irtæki hefur líka krafist breytinga innanhúss hjá okkur til að auka framleiðslugetuna. Einnig þurft- um við að fara yfir alla söluferla. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Ég fór á fyrirlestur með Öldu Karen í Hörpu. Var það hugmynd elstu dótturinnar að taka okkur foreldrana með og reyndist þetta frábær skemmtun. Hún hefur ein- staka hæfileika til að ná til fólks og er góður fyrirlesari. Hugsarðu vel um líkamann? Ég borða hollt og fer reglulega í líkamsrækt. Fer einnig í göngu- túra flesta daga og það eru tveir hundar á heimilinu sem minna reglulega á sig. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ætli það yrði ekki vöruhönnun. Það fag hefur alltaf vakið áhuga minn og kom til greina að bæta því við á sínum tíma þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Reese Witherspoon myndi gera það vel. Fyrir utan ljósa hárið þá hefur hún, eins og ég, átt sterkar kvenfyrirmyndir í sínu lífi sem hafa kennt henni að styrkur og sjálfsvirðing er hlutur sem við gefum aldrei frá okkur. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Þar sem við erum orðin al- þjóðlegt fyrirtæki og erum að versla með erlenda gjaldmiðla þá getur það verið flókið, sérstaklega þegar við erum að keppa við er- lend fyrirtæki sem eru með stöð- ugri gjaldmiðil. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Ýmislegt kemur upp í hugann, en ég tel að það mætti lækka tryggingagjaldið strax. SVIPMYND Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir eigandi Aurum Keppa við erlend fyrirtæki með stöðugri gjaldmiðil Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðbjörg segir hægara sagt en gert að reka alþjóðlegt fyrirtæki enda hvert land með sínar reglur. NÁM: Sveinspróf í gullsmíði frá Copenhagen Polytechnic 1993; meistararéttindi frá Tækniskólanum í Reykjavík 1994; nám við skartgripahönnunardeild Institute for Precious Metals í Kaup- mannahöfn 1996. STÖRF: Skartgripahönnuður hjá Au-Art í Kaupmannahöfn 1996- 1999; frá 1999 eigandi Aurum í Reykjavík, skartgripahönnuður og framleiðandi. ÁHUGAMÁL: Ferðalög, útivist, skíði og laxveiði. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Karli Jóhanni Jóhannssyni, MBA og M.Sc. Við störfum saman í Aurum. Ég á þrjár dætur: Ás- gerði Diljá 21 árs, Karlottu Köru 15 ára og Ingibjörgu Æsu 5 ára. HIN HLIÐIN GRÆJAN Fátt jafnast á við að koma heim eftir langan vinnudag og sjá að lítil raf- mögnuð hjálparhella er búin að fjar- lægja allt ryk og gæludýrahár af gólfinu. Verst að ryksuguróbotar skuli vera bundnir við gólfið og geti t.d. ekki fjarlægt óhreinindi af sóf- anum, borðum og úr gluggasyllum. Coral One vill breyta þessu. Hönnuðir tækisins hafa fundið snið- uga lausn sem sameinar í einni græju ryksuguróbota sem hreinsar gólfið og handryksugu sem má grípa til þegar hreinsa þarf upp í hvelli minniháttar slys og staði sem róbot- inn nær ekki til. Er mótorhlutinn einfaldlega losaður frá og settur á hann ryksuguhaus. Eins og það sé ekki nóg þá segjast hönnuðir Coral One hafa búið tækið leiftursnjöllum skynjunarbúnaði sem hjálpar ryksugunni að rata um hvaða herbergi sem er og hreinsa stærri gólfflöt á skemmri tíma. Vestanhafs kostar þetta tækni- undur 699 dali og fæst á www.coral- robots.com ai@mbl.is Losa má mótorinn frá róbotahlut- anum og nota sem handryksugu. Ryksugu- róboti sem leynir á sér 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri AUGLÝSINGAMARKAÐUR Reynir Grétarsson, stofnandi og eigandi upplýsingatæknifyrirtæk- isins Creditinfo Group, er einn af stofnendum tækni- og markaðs- fyrirtækisins Svartagaldurs, sem hóf rekstur nú nýlega. Fyrirtækið sinnir annars vegar hefðbundinni umsjón með efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, umsjón samfélags- miðla og keyptum auglýsingum á netinu, og hins vegar mun fyr- irtækið einbeita sér að þróun tækninýjunga í markaðssetningu á netinu. „Mig hefur lengi langað að fjárfesta í þessum bransa þar sem tækninni fleygir fljótt fram,“ segir Reynir. „Það eru miklir vaxt- armöguleikar fyrir Svartagaldur bæði hér heima og erlendis. Gögn eru nýja gullið og ég sé vannýtt tækifæri sem Svartigaldur er að fara að vinna með.“ Starfsfólk frá The Engine Auk Reynis eru stofnendur þeir Guðbjörn „Beggi“ Dan Gunn- arsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri markaðsfyrirtækisins The Engine, sem auglýsinga- og mark- aðsfyrirtækið Pipar\TBWA samein- aðist á dögunum, og Þór Matthías- son, fyrrverandi auglýsingastjóri hjá The Engine. Lilja Þorsteins- dóttir, fyrrverandi deildarstjóri efnismarkaðssetningar- og sam- félagsmiðladeildar hjá The Engine, er framkvæmdastjóri nýstofnaðs félags. „Ég er auðvitað mjög ánægð með nýja fyrirtækið,“ segir Lilja í tilkynningu. „Svartigaldur er á hraðri uppleið eftir einungis rúm- an mánuð af fullri starfsemi. Eftir- spurnin eftir okkar þjónustu er mikil og það er ekki verra að orð- spor starfsfólksins er mjög gott og traust fólks á okkur er nú þegar greinilegt.“ tobj@mbl.is Svartigaldur mun þróa tækninýj- ungar í markaðssetningu á netinu. Stofnandi Creditinfo með nýtt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.