Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 13
vitað að fyrrverandi forstjóri félagsins vildi ekki
kaupa fyrirtækið þegar það bauðst fyrir
skemmstu. En var það ágreiningur um þessa
stefnu sem leiddi til þess að Vilhjálmi Vil-
hjálmssyni, forstjóra félagsins, var sagt upp
störfum?
„Hann var fylgjandi þeirri stefnu sem fyrri
eigendur höfðu í þessum efnum. Það sama átti
við um Rannveigu Rist. Það er gott og blessað en
við höfum þessa sýn og ætlum að fylgja henni.“
Mikil eftirspurn eftir Ögurvík
En kaupin á Ögurvík eru ekki smá í sniðum.
Þau draga mjög úr skuldsetningu Brims sem var
orðin töluverð eftir kaupin á HB Granda. Var það
planið allan tímann að selja HB Granda Ögurvík
og fjármagna þannig kaupin á fyrrnefnda félag-
inu?
„Við sögðum strax að Brim myndi selja eignir
til þess að standa undir þessum kaupum. Við vor-
um tiltölulega nýbúin að kaupa Ögurvík og það er
fremur auðvelt að selja félagið því það er bara
ákveðið markaðsverð á því. Það voru margir sem
vildu kaupa félagið, enda með góðar veiðiheim-
ildir.“
Brim hefur átt Ögurvík í um tvö ár. Á sínum
tíma kom fram að kaupverðið sem Brim greiddi
fyrir félagið væri trúnaðarmál en í gær var greint
frá því í Markaðnum að söluhagnaðurinn næmi
900 milljónum króna.
„Við erum búin að fá nokkur hlutlaus möt á
verðgildi Ögurvíkur. HB Grandi getur ekki verið
að kaupa eignir af stærsta eiganda fyrirtækisins
á einhverju yfirverði. Hvort seljandinn er að
hagnast eða tapa á viðskiptunum skiptir ekki
máli í þessu sambandi. Það sem skiptir máli er að
hluthafarnir séu sáttir. Þess vegna birtum við
fyrirvarann á föstudag þess efnis að stjórnin og
hluthafarnir myndu fara yfir þessa ákvörðun. Að
lokum mun svo Samkeppniseftirlitið segja sína
skoðun á málinu. Hluthafar og stjórn munu hafa
nægan tíma til þess að fara yfir þessi kaup.“
Guðmundur er vanur að tala tæpitungulaust.
Af þeim sökum áttar hann sig strax á því að
blaðamaður er ekki fyllilega sáttur við svarið. Án
þess að árétta spurninguna frekar bætir Guð-
mundur við:
„Ef ég svara spurningunni varðandi Ögurvík
þá er það svo að Brim er ekki að taka neinn
gríðarlegan söluhagnað út úr þessu. Brim á ekki
meirihlutann í HB Granda og stjórnin hefur
fengið hlutlaust mat á söluverðinu. Það segir líka
ýmislegt um það hversu góð kaup þetta eru að
það voru margir sem vildu kaupa Ögurvík núna,
alveg eins og þegar Brim keypti fyrirtækið 2016.
Eina ástæðan fyrir því að HB Grandi getur keypt
Ögurvík núna en ekki einhver annar er að félagið
hafði forkaupsrétt vegna þess að þetta er innan
sama sveitarfélags.“
Eins og frægt er orðið er Guðmundur minni-
hlutaeigandi í Vinnslustöðinni í Vestmanna-
eyjum. Litlir kærleikar eru milli hans og meiri-
hlutaeigenda. Þar mætast stálin stinn. Eftir
kaupin á Ögurvík er ekki óeðlilegt að einhverjir
spyrji sig hvort hluturinn í Vinnslustöðinni sé
næstur á dagskrá.
„HB Grandi getur aldrei keypt meira en 49% í
öðru félagi í útgerð því við erum í kvótaþakinu.
HB Grandi vill hins vegar vaxa og eflast. Mín að-
koma að Vinnslustöðinni var í upphafi bara hlut-
laus. En svo leiddist mér hvað þetta var lélegur
rekstur hjá félaginu. Meirihluti eigenda vildi ekki
fjárfesta í nýjum tækjum og búnaði. Þeir tóku þá
stefnu að kaupa öll hlutabréf sjálfir, sem losnuðu
í fyrirtækinu, og af þeim sökum hafa þeir þurft að
greiða sér mikinn arð. Það kemur niður á fjár-
festingunni inni í Vinnslustöðinni og fyrirtækið
hefur dregist aftur úr sambærilegum sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Sjáðu bara Vinnslustöðina í
samanburði við Síldarvinnsluna. Þetta voru mjög
sambærileg fyrirtæki fyrir 25 til 30 árum. Það er
mjög breytt og ef þú skoðar veiðigjöldin sem
þessi tvö félög borga á síðasta kvótaári kemur
munurinn í ljós. Vinnslustöðin veiðir lítið á sínum
skipum. Þeir lifa á því að leigja kvótann og rekst-
urinn er subbulegur eins og komið hefur í ljós.“
En kemur til greina að kaupa þennan hlut af
Brimi?
„Ég get ekki svarað því enda hefur sú umræða
ekki átt sér stað á vettvangi stjórnar. En við ætl-
um að vaxa og við erum sterkt almenningshluta-
félag og eigum möguleika á að auka hlutafé. Það
er líka mikilvægt að muna að sjávarútvegurinn er
mjög fjárfrek atvinnugrein. Nýtt skip kostar
fleiri, fleiri milljarða í smíðum, vinnslubúnaður
frá Völku eða Marel kostar nokkra milljarða. Við
þurfum aðgengi að miklu fé og það er nauðsyn-
legt að fá það á sem bestum kjörum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 13VIÐTAL
valda tjóni á kerfinu
af sér þróun til kerfisbreytinga sem geti haft
ófyrirséðar afleiðingar.
„Þegar kerfið fer að stýra því hvernig við
högum rekstrinum þá fara allir að reyna að
spila eftir kerfinu í stað þess að spila eftir
mestu hagkvæmni fyrir reksturinn og sam-
félagið í heild. Þegar menn hætta að gera út
frystitogarana út af kerfinu þá hættum við
t.d. að nýta fjarlæg mið. Nú tala menn um að
Íslendingar kunni að hafa einhvern veiðirétt
við Norðurpólinn eftir því sem ísinn bráðnar.
Það þarf lítið að pæla í því vegna þess að við
munum ekki eiga nein skip sem komast
þangað á næstu árum. Við erum líka að tapa
þekkingu í þeim sjómönnum sem starfað
hafa á frystitogurum og það er ekki hægt að
sækja hana eins og hendi sé veifað. Þetta er
mikil skammsýni. Sjómenn á frystitogurum
eru einir hæst launuðu starfsmenn hér á
landi og hafa skapað gríðarleg verðmæti fyr-
ir þjóðarbúið. Þeir sem fara núna að tjá sig
um veiðigjöldin í haust, ekki síst fræðimenn
og stjórnmálamenn verða að kynna sér mál-
ið í alvöru. Ef við veljum áfram vitlaust veiði-
gjaldskerfi eins og það sem við höfum not-
ast við á undanförunum árum þá mun það
hafa enn meiri neikvæðar afleiðingar í för
með sér fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla
en það sem komið er fram í dag.“
nú eitthvert væl hér í Reykjavík þá.“
Með þessu segir Guðmundur að auðlinda-
skatturinn ætti að vera fast gjald á söluverð
fisks eins og nýtingu annarra auðlinda.
„Það er búið að þróa mjög fínt auðlinda-
skattskerfi í olíuiðnaðinum. Þar er ákveðið
gjald sem er prósentuhlutfall af söluverði
olíunnar. Það á ekki að skipta máli hvort þú
býrð til verðmæta vöru úr auðlindinni eða
ekki heldur á þetta að vera aðgangsgjald.
Það á að gilda um allar auðlindir. Þannig
finnst mér að ef aðgangsgjaldið er t.d. 5% þá
eigi það hlutfall einnig að greiðast í ríkissjóð
af ferðum á Gullfoss og aðrar náttúruperlur
sem eru náttúruauðlindir á Íslandi.“
En Guðmundur segir að veiðigjaldakerfið
eins og það er byggt upp núna sé ekki að-
eins ógagnsætt. Það valdi beinlínis var-
anlegu tjóni á íslenskum sjávarútvegi.
„Veiðigjöldin eru lögð á tegundir og þau
leggjast mjög hart á þær tegundir sem sótt-
ar eru með frystitogurum. Stórir frystitog-
arar eru að greiða jafnvel yfir 200 milljónir í
veiðigjöld á ári. Það er meira en mörg stór
sjávarútvegsfyrirtæki eru að borga í veiði-
gjöld á síðasta kvótaári. Þessar upplýsingar
eru allar aðgengilegar á heimasíðu Fiski-
stofu.“
Og hann segir að ójafnvægið í kerfinu leiði