Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 17
„Ég hef endalausan áhuga á nýsköpun og tækni og ég fann fyrir mikilli tilhlökkun og stemningu hjá Veitum gagnvart því að taka þátt í breytingum tengdum fjórðu iðnbyltingunni. Mér finnst líka skipta máli að hér starfar fjöldi fólks með mikla þekkingu, bæði verkfræðiþekkingu og iðnmenntun. Hér fer saman hugur og hönd og það er góð blanda þar sem við erum ekki bara að fara teikna upp hluti, við ætlum að framkvæma.“ Ragnheiður segir gríðarleg tækifæri vera í hugviti og verðmætasköpun. „Fyrir fólk í tækni- geiranum sem vill gera spennandi hluti eru Veitur réttur staður“ „Þetta er samt bara rétt að byrja og það er eitthvað í loftinu. Við viljum fanga þetta andrúmsloft hjá Veitum og ég er viss um að sú mikla gleði og orka sem er að finna hjá fyrirtækinu núna muni skila sér í spennandi og skemmti- legum verkefnum í fram- tíðinni. Það hjálpar til að mikil áhersla hefur verið lögð á starfsþróun og fyrirtækið stendur einnig framarlega þegar kemur að umhverfis-, öryggis-, og jafnréttismálum. Mér finnst frábært að sjá hvað jafnrétti skiptir miklu máli, það er ekki sjálfgefið í svona tæknifyrirtæki. Fyrir fólk í tæknigeiranum sem vill gera spennandi hluti og taka þátt í nýsköpun og þróun eru Veitur réttur staður. Við erum að fara inn í framtíðina og við þurfum að fá fleira hæfileikaríkt fólk með okkur til að koma okkur á næsta stig.“ „Framtíðin er núna“ segir Hans Liljendal Karlsson, forstöðumaður Kerfisþróunar og stýringar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig hún verður en það er okkur mjög mikilvægt að hefja ferðalagið. það er svo gaman þegar tæknin er komin á þennan stað sem hún komin á í dag. Nú er hægt gera eitthvað raunveru- legt, við erum ekki lengur að tala um skúffuverkefni eða tilraunir heldur raunveruleg úrbótaverkefni. „Með því að beita gervigreindartækni á gögnin okkar munum við bæta nýtingu“ Við erum að upplifa spenn- andi tíma, mikil vitund- arvakning er í gangi og ég hlakka til að fá fólk með mér sem er drifið áfram af frumkvöðlahugsun, fólk sem finnur nýjar leiðir og sér tækifærin til úrbóta, hagræðingar og sjálfvirkni.“ „Við ætlum að nýta nýja tækni til hins ítrasta, hvort sem um er að ræða stór gagnasöfn, gervigreind eða aðrar Drauma- vinnustaðurinn Ragnheiður H. Magnúsdóttir Fjórða iðnbyltinginer handanviðhorniðog tækni og sjálfvirkni munánæstuárumog áratugumgerbreyta heiminum.Mögu- leikarnir til að nýta tæknina í veitugeira- numeru óþrjótandi. Hans Liljendal Karlsson Stemning fyrir fjórðu iðnbyltingunni Ragnheiður tók nýverið við starfi forstöðumanns Framkvæmda hjá Veitum. Hún kemur úr upplýsingatæknigeiranum en hafði ekki mikið velt veitustarfsemi fyrir sér áður en hún hóf störf hjá Veitum. Hún segir margt hafa komið skemmtilega á óvart. nýjungar,“ segir Hans. „Með því að beita gervigreindar- tækni á gögnin okkar munum við bæta nýtingu og þar með fara betur með auðlindirnar sem okkur er trúað fyrir. Við ætlum að vera á tánum og taka af þrótti þátt í öllu sem nýir tímar hafa upp á að bjóða. Í raun eru einu takmark- anirnar í huga okkar sjálfra.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.