Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 24
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA OGGINN
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Heimurinn óviðbúinn fyrir annað hrun
CCP selt til Suður-Kóreu
Veiking krónunnar tengist líklega …
Kjöt og fiskur skellir í lás
WOW sagt óska aðkomu bankanna
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Þóroddur Bjarnanson
tobj@mbl.is
Íslenskt lambakjöt hefur löngumþótt herramannsmatur, og við Ís-
lendingar keppumst við að dásama
það, daginn út og inn. Tilhugsunin um
safaríkan hrygg með stökkri puru eða
ljósrautt innralæri með sveppasósu
kallar umsvifalaust fram vatn í munn-
inn. Og fyrst ég er farinn að tala um
lambakjöt verð ég að minnast á ís-
lenska lamba-jerky-ið sem ég smakk-
aði um daginn á ónefndum sveitabæ
hér á landi. Af því fæ ég líklega aldrei
nóg. Enn hef ég ekki rætt um íslenska
hangikjötið, með uppstú og grænum
baunum. Þvílík veisla.
Á ferðum mínum norður um heiðarí síðustu viku var ég rækilega
minntur á þessa dásamlegu auðlind
okkar Íslendinga þegar ég sá menn á
fjórhjólum uppi um allar koppagrund-
ir, í sjálflýsandi göllum, rekandi hópa
af þessum fallegu, en ljúffengu skepn-
um í réttir. Það er ekki síður ánægju-
legt að virða þessar skjátur fyrir sér í
hóp í fjarska, en í mikilli nálægð á
disknum fyrir framan mann.
Í þessu samhengi er rétt að sendavinum okkar í Japan og Kína sér-
stakar hamingjuóskir, en útflutningur
á íslensku lambakjöti til þessara landa
er nú að fara að hefjast í stórum stíl. Í
frétt af málinu segir að þar þyki það
bæta heilsuna að borða kjöt framleitt í
Evrópu.
Að lokum vil ég nota tækifærið ogbenda á skekkjuna í dæminu.
Ég hef enga möguleika á að kaupa
mér ferskan kínverskan lambahrygg,
hvað þá japanskt kinda-jerky. Von-
andi verður ráðin bót þar á.
Alþjóðlegt
lambakjöt
Sá grunur læddist að Innherja ásíðasta ári að staðan í ferðaþjón-
ustunni hér á landi væri viðkvæm.
Gríðarlegur vöxtur og mikil fjárfest-
ing bentu ekki síst í þá átt. Þann 9.
nóvember var bent á það á þessum
vettvangi að í ritinu Fjármálastöð-
ugleiki sem Seðlabankinn gefur út
með reglubundnu millibili var skaut-
að létt yfir stöðu ferðaþjónustunnar
sem burðaráss í hagkerfinu. Engu
orði var þá eytt í þá staðreynd að tvö
innlend flugfélög hafa haldið uppi
langstærstum hluta fólksflutninga til
og frá landinu. Sú staða hefur síst
breyst. Þau bera hitann og þungann
af nærri 80% allra áætlanaferða til og
frá landinu.
Eitthvað sat þessi staða í Innherjaog þremur vikum síðar var
undrun lýst á því að flugfélögin tvö
séu ekki skilgreind í hópi kerfislega
mikilvægra fyrirtækja. Í þeim hópi
eru skv. skilgreiningu fjármálastöð-
ugleikaráðs aðeins þrjú félög, við-
skiptabankarnir stóru. En nú hafa
stjórnvöld vaknað upp við breytta
sviðsmynd og fulltrúar fjögurra ráðu-
neyta, hvorki meira né minna, hafa
frá því í sumar unnið „viðbragðsáætl-
un“ vegna hugsanlegra áfalla í rekstri
„mikilvægra“ atvinnufyrirtækja.
Það er mikilvægt að stjórnvöldhafi opnað augun fyrir þeirri
staðreynd að það eru ekki aðeins
bankastofnanir sem eru burð-
arstoðir hagkerfisins og ef þær
svigna eða brotna getur það haft
áhrif á allt burðarvirkið sem at-
vinnulífið byggir grundvöll sinn á.
Nú mættu stjórnvöld einnig staldra
við og velta fyrir sér stöðunni á
Keflavíkurflugvelli. Þar er ríkisfyr-
irtæki með á prjónunum einhverja
stærstu einstöku framkvæmd í sögu
landsins. Fátt virðist koma í veg fyr-
ir að ISAVIA leggi út í fram-
kvæmdir við flugvöllinn og flustöð-
ina sem muni kosta á annað hundrað
milljarða króna! Er víst að rík-
issjóður og stjórnmálaforystan sé
tilbúin til að standa frammi fyrir
orðnum hlut í því?
Félögin reyndust kerfis-
lega mikilvæg eftir allt
Netverslun Nike jókst
um 31% eftir umdeilda
auglýsingaherferð
samkvæmt gögnum
Edison Trends.
Umdeild auglýs-
ing eykur sölu
1
2
3
4
5
„Það er búinn að vera gríðarlegur
straumur af Íslendingum til Torre-
vieja síðustu tvö ár, og meira en 200
hafa keypt þar íbúðir. Það búa núna
nálægt 1.000 Íslendingar á svæðinu,“
segir Kristján Sveinsson í samtali við
ViðskiptaMoggann, en hann og eigin-
kona hans, Birna Guðmundsdóttir,
fluttu til Spánar fyrir tveimur árum
og kynntust þar eigendum bygginga-
félagsins Euromarina fyrir tilviljun.
„Það var einhver ævintýraþrá í okk-
ur, og allt í einu vorum við farin að
sjá um Íslandsmarkað fyrir þau.“
Höfuðstöðvar Euromarina eru í
Ciudad Quesada-hverfinu sem er að
sögn Kristjáns 30 þúsund manna
bæjarfélag, að mestu byggt af Euro-
marina á síðustu 46 árum. „Mér
fannst mjög áhugavert að ein fjöl-
skylda væri að byggja hverfi sem er
stærra en Garðabær og Kópavogur
til samans.“
Endurgreiða flug og hótel
Kristján og Birna halda kynningar
á Euromarina 4-6 sinnum á ári.
Næsta kynning er á Grand hóteli á
laugardag og sunnudag. „Svo bjóðum
við upp á skipulagðar ferðir með fólk
til Spánar, en aldrei meira en tvö pör
í einu. Flug og hótel kostar 45.000 kr.
en við endurgreiðum ef íbúð er
keypt.“
Kaupendur eru á öllum aldri.
„Fólk er jafnvel að hugsa þetta sem
fjárfestingu til framtíðar, og vill
kannski eiga eignina skuldlausa þeg-
ar það fer á eftirlaun. Það er einnig
hægt leigja íbúðina út, og við hjálp-
um til við það.“
Þau segja að fasteignaverð hækki
nú um 7-8% ár frá ári á Spáni og hús-
in séu traust og vönduð. Hægt er að
klára dæmið fyrir um 25 m.kr., með
öllum gjöldum. Þau Birna og Krist-
ján aðstoða við fjármögnun, sem er
allt að 70%, á 1,9%-3,5% óverð-
tryggðum vöxtum.
Margir Íslendingar hafa áhuga á að búa á Spáni þegar eftirlaunaaldri er náð,
og jafnvel mun fyrr. Euromarina íbúðirnar eru með aðgengi að sundlaug.
200 íbúðir á
tveimur árum
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
200 Íslendingar hafa keypt
íbúðir hjá Euromarina á
Torrevieja á Spáni, á síð-
ustu tveimur árum.
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ