Morgunblaðið - 18.09.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
„Þetta var æðislegt. Það er svaka-
leg stemning að taka þátt í þessum
stóru hlaupum og það sem var
skemmtilegast við þetta var að
þetta var síðasta hlaupið af þessum
svokölluðu sex stóru hlaupum,“
segir Björn Rúnar Lúðvíksson
læknir í samtali við Morgunblaðið
um Berlínarmaraþonið sem hann
hljóp um helgina. Hann var einn af
49 Íslendingum sem tóku þátt í því.
Náði sjöttu stjörnunni
Berlínarmaraþonið er einn hluti
af The Abbott World Series-
keppninni. Í þeirri keppni er einnig
hlaupið í Lundúnum, Boston, New
York, Chicago og Tókýó. Þegar
einstaklingur hefur náð því afreki
að hlaupa í öllum þessum maraþon-
hlaupum er talað um að hann hafi
náð sex stjörnum.
„Það er háleitt markmið hjá
mörgum og það eru ekki margir
sem hafa klárað þetta en ég held
að Íslendingarnir séu orðnir 17,“
segir Björn kampakátur með af-
rekið. Hann hóf að „safna stjörn-
unum“ árið 2012 en hljóp sitt
fyrsta maraþon árið 2008.
Sá ekki tilgang með maraþoni
„Ég ætlaði nú aldrei að hlaupa
maraþon og ég vorkenndi þessum
vitleysingum sem voru að hlaupa
um í sokkabuxum út um allan bæ.
Ég sá engan tilgang í því að hlaupa
nema það væri bolti fyrir framan
mig. Svo þoldi ég þetta og hafði
gaman af þessu,“ segir Björn hlæj-
andi.
Síðan þá hefur hann klárað 23
maraþon og nokkur ofurhlaup. Í
febrúar hljóp hann 128 km þvert
yfir Gran Canaria.
Sögulegt Berlínarmaraþon
Til að heiðra þá fjölmörgu Ís-
lendinga sem tóku þátt í hlaupinu
á sunnudag lét þulurinn viðstadda
taka víkingaklappið. Björn segir
að vel hafi verið tekið í það og að
gleðin hafi ráðið ríkjum. Nýtt
heimsmet var slegið á brautinni í
Berlín á sunnudag og var hlaupið
því sögulegt fyrir fleiri en Björn.
Vegna meiðsla í hásin sem voru
að angra Björn í sumar var hann
töluvert langt frá sínum besta
tíma og kom í mark á 3 klukku-
stundum og 38 mínútum. Besti
tími hans er 3 klukkustundir og 10
mínútur.
Kláraði sögulegt maraþon í
Berlín og náði 6. stjörnunni
Vorkenndi þess-
um „vitleysingum“
í sokkabuxum
Ljósmynd/Ingvar Þórðarson
Stjörnur Björn Rúnar Lúðvíksson var gríðarlega sáttur eftir Berlínar-
maraþonið sem hann hljóp um helgina. Hlaupið var sögulegt fyrir Björn.
Fjallmenn á Landmannaafrétti fengu kalsa-
rigningu þegar þeir smöluðu í kringum Land-
mannalaugar um helgina. Í gær fluttu þeir sig
niður í Landmannahelli í góðu veðri. Kristinn
Guðnason fjallkóngur sem hér sést skoða sig
um á Frostastaðahálsi segir að þrátt fyrir taf-
ir um helgina hafi smalamennskan gengið vel
í heildina. Hann segist vera með góðan mann-
skap. Mikið til sama fólkið og alltaf sæki nýtt
fólk úr sveitinni eða brottflutt í að fara þegar
stöður losna. Fjallmenn voru einnig með
nokkra ferðamenn með sér. Kristinn segir að
afrétturinn líti vel út og lömbin séu þokkalega
væn en þó eitthvað misjöfn. Rekið verður til
Landrétta við Áfangagil þar sem réttað verð-
ur á fimmtudag. »6
Morgunblaðið/RAX
Vel gengur hjá fjallmönnum á Landmannaafrétti
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, hefur lagt
fram fyrirspurn á Alþingi til dóms-
málaráðherra í
því skyni að
reyna að eyða
lagalegri óvissu
um það hvort um-
skurður á kyn-
færum drengja sé
í raun leyfilegur.
Verði svarið á þá
leið að umskurð-
ur sé leyfilegur
mun hún endur-
flytja frumvarp
sem hún var fyrsti flutningsmaður
að á síðasta þingi um að umskurður
drengja varði við hegningarlög.
Silja Dögg spyr dómsmálaráð-
herra að því hvort heimilt sé að
framkvæma umskurð á kynfærum
drengja, ef ekki liggja fyrir læknis-
fræðilegar ástæður eða rök fyrir
þörf á slíku óafturkræfu inngripi og
þá í hvaða tilvikum það sé heimilt.
Hún leitar svara ráðherra við fleiri
spurningum viðvíkjandi þessu máli,
meðal annars hvort umskurðurinn
geti verið andstæður mannréttinda-
ákvæðum stjórnarskár, ákvæðum
barnaverndarlaga og fleiri lögum og
sáttmálum.
Undirbyggir málið frekar
Silja Dögg segir að þegar frum-
varp hennar var til umfjöllunar í alls-
herjar- og menntamálanefnd á síð-
asta þingi hafi komið upp ýmis
lagaleg álitaefni varðandi umskurð
drengja. Borist hafi fjölmargar um-
sagnir en engin svör um þessi laga-
legu álitamál. Hún segist hafa lagt
þessa fyrirspurn fram í maí en ekki
hafi náðst að svara henni og þess
vegna hafi hún lagt hana fram að
nýju nú. „Ég er að undirbyggja mál-
ið enn frekar. Mér fannst ekki tækt
að leggja það fram, nema þessu yrði
fyrst svarað,“ segir Silja Dögg.
Hún tekur það fram að ef í ljós
komi að í raun sé bannað að fram-
kvæma umskurð á kynfærum
drengja sé málinu lokið af sinni
hálfu. Ef ekki muni hún áfram beita
sér fyrir því að löggjöfin verði bætt
þannig að hægt sé að verja drengi
fyrir ónauðsynlegum inngripum og
leggja frumvarpið fram að nýju.
Vill eyða laga-
legri óvissu
Undirbýr nýtt frumvarp um umskurð
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Vinstri hreyfingin – grænt fram-
boð (VG) hefur skilað ársreikningi
fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoð-
unar, og nam tap af rekstri flokks-
ins 13,7 milljónum króna. Þá var
eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir,
að því er fram kom í fréttatilkynn-
ingu frá flokknum í gær.
Eins og kunnugt er var kosið til
Alþingis annað árið í röð í fyrra og
var kostnaður vegna alþingiskosn-
inganna 34 milljónir króna. Fram-
lög ríkisins til hreyfingarinnar
voru 46,5 milljónir og styrktu ein-
staklingar flokksstarfið um 11,5
milljónir og fyrirtæki um 5,4 millj-
ónir.
Stærsti einstaki kostnaðarliður í
rekstri hreyfingarinnar 2017 var
laun og tengd gjöld sem námu
nærri 38 milljónum króna.
Stjórnmálaflokkar hafa frest til
1. október næstkomandi til að skila
ársreikningum fyrir síðasta ár.
13,7 milljóna tap hjá VG
Eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir