Morgunblaðið - 18.09.2018, Side 6

Morgunblaðið - 18.09.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið þegar myndin sem er til vinstri hér að ofan var tekin. Um nóttina snjóaði hins vegar svo gránaði í rót í fjalls- hlíðum, hálsum og ásum eins og myndin til hægri sýnir. Ungar konur frá Ísrael sem ljósmyndari Morg- unblaðsins hitti á Frostastaðahálsi tóku snjónum fagnandi – enda er fönnin þeim framandi. Að hætti túr- ista tóku þær fram stöngina og sím- ann – og útkoman var mynd af þeim sjálfum í stórbrotnu umhverfi. En svo kom sólin upp og þegar líða tók á sunnudaginn hafði snjóinn að mestu tekið upp. Varð þetta snemmbúna hret því ekki til þess að raska smalamennsku, en fjallmenn úr Landsveit og Holtum eru nú í fjár- leitum á þessu víðfeðma svæði og þurfa um hundrað fjöll að fara. Reka þeir nú safnið á undan sér fram af- rétttinn en féð verður dregið í dilka í réttunum í Áfangagili næstkomandi fimmtudag. Snjóað gæti norðan jökla Veður fer kólnandi þegar líður á vikuna, spáð er norðanátt og má bú- ast við einhverri snjókomu á norðan- verðu landinu og inni á hálendinu norðan jökla. Ósennilegt er þó, að sögn veðurfræðings, að snjói á sunn- anverðum öræfunum, svo sem á Fjallabakssvæðinu, en vafalítið muni þó frysta og skæni leggjast á tjarnir og bolla á köldum nóttum, sér- staklega ef bjartviðri ríkir. Á Suður- og Vesturlandi verður hins vegar áfram sama blíðviðrið og verið hefur að undanförnu, það er hóflegur hiti og léttskýjað, sem í flestra vitund er kærkominn sum- arauki. Veðrabrigði Myndin til hægri var tekin kl. 20:05 á laugardagskvöld. En svo fölnaði allt á hélunótt og á sunnudagsmorgun hafði landið fengið nýjan og kuldalegan svip, sem þó varði ekki lengi. Morgunblaðið/RAX Fyrsti snjórinn við Frostastaðavatn  Jörð á Landmannaafrétti var grá um helgina  Kuldaspá í kortunum fyrir norðanvert landið Morgunblaðið/RAX Ferðalangar Ungum konum frá Ísrael sem eru á ferð um landið var snjórinn í senn undrunarefni og ævintýri. Sigurður Ægisson Siglufirði Þessi ungi smyrill var að gæða sér á nýveiddum hrossagauk á dög- unum og nærvera ljósmyndarans virtist ekki hafa nein truflandi áhrif. Smyrillinn er norðlægur fugl með útbreiðslu um alla jörð. Hann er t.d. að finna á Írlandi, í Skot- landi, Wales, Skandinavíu, austur eftir allri Síberíu og í Alaska og Kanada, þó ekki eins langt norður og fálkinn. Kjörlendið er mishæð- ótt bersvæði, s.s. lyngheiðar. Mismunandi að lit Kynin eru mismunandi að lit. Kvenfuglinn er brúnn að ofan og ljós að neðan, með dökkum rák- um, karlfuglinn blágrár að ofan og ryðlitur að neðan, með dökk- brúnum rákum. Lithimna augna er dökkbrún og fætur gulir. Ungir fuglar líkjast kvenfuglum. Íslenski smyrillinn er að mestu farfugl og dvelur á Írlandi, Bret- landseyjum og meginlandi Evrópu á veturna. Allmargir verða þó eft- ir hér og bíða af sér veturinn, einkum á sunnanverðu landinu. Smyrill að snæðingi Ljósmynd/Sigurður Ægisson Innleiðing á þriðja orkupakka Evr- ópusambandsins í lög hér á landi fæli ekki í sér slík frávik frá þver- pólitískri stefnumörkun og rétt- arþróun á Íslandi að það kalli sér- staklega á endurskoðun samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Með innleiðingu hans væri ekki brotið blað í EES-sam- starfinu. Þetta er niðurstaða grein- argerðar Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns um þriðja orkupakkann en hún var unnin að beiðni iðnaðarráð- herra. Athugun Birgis á þriðja orku- pakkanum leiðir heldur ekki í ljós grundvallarfrávik frá þeirri stefnu- mörkun sem fólst í innleiðingu fyrsta og annars orkupakka ESB á sínum tíma. Hann fær ekki séð að reglur þriðja orkupakkans um aukið sjálf- stæði raforkueftirlits feli í sér frávik eða eðlisbreytingu frá því sem gildir um aðrar sjálfstæðar eftirlitsstofn- anir á Íslandi. Sú aðlögun þriðja orkupakkans að tveggja stoða kerf- inu sem EES-samningurinn mælir fyrir um á sér samsvörun í aðlögun gerða um fjármálaeftirlit, að sögn Birgis. Hann telur óvírætt að vald- heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á grundvelli þriðja orkupakk- ans rúmist vel innan þeirra marka sem dregin voru við innleiðingu reglna um evrópskt samkeppnis- og fjármálaeftirlit. Í niðurstöðum greinargerðarinnar kemur fram að reglur um sam- keppni, bann við ríkisaðstoð, neyt- endavernd og fleira takmarka svig- rúm íslenskra stjórnvalda í raforkumálum, en þessar takmark- anir hafi nú þegar verið leiddar í lög hér á landi. Þarf sterk rök til að hafna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir iðnaðarráðherra segir grein- argerðina mikilvægt innlegg í um- ræðu um málið. „Á grundvelli þess sem hefur komið fram um málið er ekki að sjá að innleiðing þess í ís- lensk lög fæli í sér meiriháttar frávik frá fyrri stefnumótun stjórnvalda í þessum málaflokki en almennt myndi ég telja að það þurfi afar sterk rök til að hafna með öllu upp- töku ESB-gerðar í EES-samninginn sem talin er varða innri markaðinn. Það væri í fyrsta skipti frá upphafi sem við gerum það og ekki ljóst hvert það myndi leiða,“ er haft eftir ráðherra á vef ráðuneytisins. Innleiðing orkupakka brýtur ekki blað í EES  Ráðherra tekur undir álit lögmanns um þriðja orkupakkann Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tengivirki Þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldu á stjórnvöld hér á landi að tengjast innri raforkumarkaði sambandsins með sæstreng.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.