Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Okkur er annt um þettasvæði og það fer fyrirbrjóstið á okkur virðing-arleysið sem felst í því að hirða ekki um það. Virðingarleysi fyrir þeim sem hvíla í kirkjugarð- inum og fyrir þeim búsetuminjum sem þarna eru og eiga samkvæmt lögum að vera aðgengilegar fyrir al- menning. Þarna er af mörgum talinn fyrsti kirkjugarður borgarinnar sem er friðlýstur og Laugarneshóllinn er líka friðlýstur. Samkvæmt lögum á landeigandinn, Reykjavíkurborg, að sjá um að hirða Laugarnesið, en það hefur ekki verið gert árum saman,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, en henni og Gunnþóri bróður hennar var nóg boðið að horfa upp á óhirtar æskustöðvar sínar, Laugarneshól- inn, svo þau tóku sig til og slógu hann og unnu á nærri mannhæðar háum kerfli sem fengið hefur að vaxa þar óáreittur. „Kerfillinn sem er að drekkja öllu þarna er öflugur spánarkerfill sem er enn hærri en skógarkerfill. Hann var farinn yfir allan hólinn og líka að hluta yfir friðlýstar beðaslétt- ur þar fyrir neðan. Það tók okkur heilan mánuð að vinna á þessu með annarri vinnu, en Hlíf Sigur- jónsdóttir sem er alin þarna upp eins og við hjálpaði okkur í byrjun og maðurinn hennar Geirfinnur, en þau þurftu frá að hverfa vegna utan- landsferðar. Við fengum líka óvænta aðstoð frá ungum manni, Martin Cech, sem var að slá á næsta hól við hliðina á okkur. Hann vann hjá verk- takafyrirtæki á vegum borgarinnar og við fengum leyfi til að fá hann til að slá með okkur einn dag,“ segir Þura sem er ekki óvön að standa upp og verja land, því þegar hún var 12 ára fór hún í eins manns mótmæli þegar byrjað var að grafa fyrir toll- vörugeymslum í Laugarnesi. „Ég kastaði hrossataði í mann- inn sem var að grafa, ég lét hann finna fyrir því að hann væri að eyði- leggja þetta land,“ segir hún og hlær að minningunni. Borðtuskan fraus við glugga Þuríður segir að Birgitta Spur sem býr í Laugarnesinu, ekkja Sig- urjóns Ólafssonar, hafi verið gæslu- maður tangans árum saman og þær hafi farið í það fyrir allmörgum ár- um að hirða svæðið ásamt öðrum en það hafi svo fallið niður. „Ástæðan fyrir því að við Gunn- þór fórum af stað í þetta núna, er sú að við komumst að því að það var ekki fært upp á Laugarneshólinn fyrir mannhæðarháum kerfli og njóla þegar við fórum í það að setja þar upp hvatningarstöð í Reykjavík- urmaraþoninu í ágúst. Við sungum fyrir hlaupara og spiluðum tónlistina hans pabba, en sá sem átti hug- myndina var Þorsteinn H. Gunnars- son sem hafði búið í Kampnum, 300 manna byggð úti á Laugarnestanga á sínum tíma, en bróðir hans bjarg- aði mér frá drukknun þegar ég var fjögurra ára,“ segir Þuríður og bæt- ir við að þegar þau voru búin að slá fremst á hólnum og maraþoni lokið, ákváðu þau Laugarnesvinirnir að fara alla leið og slá hólinn allan. „Við eigum engra hagsmuna að gæta og gerum þetta af ástríðu, því þarna eigum við dýrmætar æsku- minningar, erum fædd þarna og uppalin. Heimili okkar stóð uppi á Laugarneshólnum og var bárujárns- klætt timburhús, 57 fermetrar að flatarmáli og var tvílyft. Þar bjuggu tvær fjölskyldur og við vorum átta manna fjölskylda á þessum gólffleti. Jörðin Laugarnes var upphaflega tekin út úr Reykjavík og því er þetta elsta þekkta bæjarstæðið í borginni. Þetta var sveit í borg í útjaðri Reykjavíkur en foreldrar okkar bjuggu þarna fram til ársins 1980 og húsið var rifið sjö árum seinna. Þegar ég var að alast upp var þetta hús hitað upp með kolum og kolakjallarinn var með moldargólfi. Það gat verið ansi kalt í norðangarr- anum á vetrum að fara út úr húsi til að komast niður í kjallara ef það drapst í miðstöðinni. Einfalt gler var í húsinu og borðtuskan fraus ef hún var við gluggann. Eitt vatnsklósett var í húsinu, sameiginlegt fyrir allt fólkið á báðum hæðum hússins. Og það var opið klóak, engin rotþró. En ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við þessar aðstæður, því ég kann fyrir vikið gott að meta.“ Vinkonurnar þorðu ekki að koma í heimsókn eftir myrkur Þuríður segir að mikill gesta- gangur hafi verið á æskuheimili hennar, eldhúsið hafi alltaf verið fullt af fólki. „Allir hestamenn sem riðu út í Reykjavík komu við hjá pabba og mömmu í Laugarnesi, og ég þekkti þá alla, sem segir allt um mannfæð- ina í borginni. Við krakkarnir í Laugarnesi lékum okkur í fjörunni og á hólnum og fyrir vikið tengd- umst við náttúrunni þarna mikið og lærðum að lesa blómin og fuglana. Við kynntumst líka bústörfum því foreldrar mínir voru með kindur og hesta, og bróðir minn Erling var með endur, gæsir og dúfur. Ég náði í skottið á gamla tímanum, sat rakstrarvél í heyskapnum sem hesti var beitt fyrir. Þetta var ríkur þátt- ur í okkar uppeldi,“ segir Þuríður og bætir við að þau krakkarnir hafi líka lært að bera virðingu fyrir þeim sem lágu í kirkjugarðinum. „Við lékum okkur aldrei þar. Síðasta jarðsetningin var þegar franskir sjómenn létust úr bólusótt á holdsveikraspítalanum 1871. Veir- an var sögð lifa í jörðinni í hundrað ár og við krakkarnir biðum því eftir árinu 1971,“ segir Þuríður og hlær. „Vinkonur mínar þorðu ekki að heimsækja mig eftir að það var orð- ið dimmt, því þær þurftu að fara framhjá kirkjugarðinum til að kom- ast í mitt hús,“ segir Þuríður og rifj- ar upp að hún hafi ásælst höf- uðskraut sem sagt er frá í Njálu að Hallgerður langbrók hafi borið þeg- ar hún var lögð til hinstu hvílu í Laugarnesi. „Ég leitaði mikið að þessu höfuðskrauti þegar ég var barn.“ Erfiðið var til einhvers, fundur með borgarfulltrúa Nú horfir Þuríður björtum augum til framtíðar Laugarneshóls- ins, því öll þessi vinna við sláttinn var til einhvers, fólk hefur tekið við sér. „Ég á bókaðan fund með borg- arfulltrúa sem ég skrifaði erindi um hólinn og hirðingu hans. Og borgin sá um að fjarlægja yfir 20 stóra ruslapoka af fræi sem við söfnuðum saman til að koma í veg fyrir að ker- fillinn sái sér,“ segir Þuríður sem var með blöðrur á höndunum eftir mánaðarvinnu við slátt. „Við sjáum ekki eftir þessari vinnu systkinin. Þetta snýst um borgaralega skyldu, að verja þær menjar sem þarna eru, því fólk hef- ur ekki hugmynd um þessi verð- mæti ef þau eru falin í illgresi og ekki hægt að ganga um. Það á ekki aðeins við um hólinn heldur Laug- arnestangann allan. Norðurkots- vörin í fjörunni fyrir neðan er til dæmis líka stórmerkileg og þar eru rústir af Norðurkoti, einni af fjórum hjáleigum. Okkur finnst áhugavert fyrir fólk sem elst upp í borg að geta farið með börn sín um land- svæði sem geyma sögu og leyft þeim að leika sér frjálsum úti í nátt- úrunni. Við þurfum að vera meðvituð um fortíðina til að halda áfram veg- ferð okkar. Auk þess er þetta ger- semi fyrir borgina að eiga og okkur finnst að þurfi að hlúa að.“ Sumar 1976 Sigurður faðir Þuríðar að slá hólinn með nafna sínum og syni hennar. Og auðvitað eru hestar í túninu. Mikið verk Gunnþór, bróðir Þuríðar, glaðbeittur við sláttinn í Laugarnesinu sem tók heilan mánuð, með annarri vinnu. Feðgin og vel ríðandi Þuríður á hestbaki með föður sínum Sigurði Ólafs- syni. Hún situr hér Gletting undan Litlu Glettu, en hann situr Völsung. „Við gerum þetta af ástríðu“ Þau eiga engra hags- muna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugar- neshólinn sem var kom- inn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýr- mætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Mannhæðar hár kerfill Þuríður á kafi í kerflinum á hólnum, hún safnar hér fræjum af honum svo hann sái sér ekki. Bóndinn 1974 Sigurður slær bæjarhólinn með orfi og ljá. Að baki heimilið, 57 fm að flatarmáli sem hýsti tvær fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.