Morgunblaðið - 18.09.2018, Side 15

Morgunblaðið - 18.09.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 17. september 2018, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2018 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. september 2018, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og trygginga- gjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 18. september 2018. Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Í litlu bæjarfélagi með fjölskrúð- ugt íþrótta- og menningarlíf fagna allir þegar vel gengur. Nú hafa knattspyrnumenn og áhugamenn ríka ástæðu til þess að fagna, en nokkurs konar eyðimerkurgöngu Skallagríms í neðstu deild er nú lok- ið. Liðið hafði verið heil 15 ár í neðstu deild, en nú tekur annað við, þ.e. and- stæðingar úr sambærilegum bæj- arfélögum í 3. deild á sumri kom- anda. Þessi árangur náðist eftir harða baráttu fyrst við Ými og svo við Álftanes. Skallagrímur hafði bet- ur gegn Álftanesi í einvígi liðanna sl. miðvikudag. Skallagrímur fer því upp um deild á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli. Einvígi liðanna end- aði í 6-6 en dugði til. Menn spá því að vel verði mætt á áhorfendapallana næsta sumar.    Á sama tíma og fótboltamenn fagna búa körfuboltamenn sig undir veturinn, safna mannskap og styrkja hópinn. Karlalið Skallagríms í körf- unni stendur knattspyrnumönnum framar á landsvísu, en þeir munu spila í efstu deild á komandi vetri. Spennandi verður að sjá hvernig þeim farnast í efstu deild því hóp- urinn er að miklu leyti byggður á ungum og efnilegum heimamönnum sem hafa leikið með eða spilað í ung- lingalandsliðum. Íþróttir og góður árangur er ekki bara fyrir keppnismenn í hóp- íþróttum. Það sýndi og sannaði Björg Kristófersdóttir Borgnesingur, sem landaði nýju íslandsmeti í 100 metra bringusundi á EM-garpamóti í Slóv- eníu. Hún synti á tímanum 01.59,53 sem er nýtt met í aldursflokki garpa 65-69 ára. Frábær árangur en gamla metið er frá árinu 2013 og er 02:31,43.    Allir íþróttabæir þurfa að eiga viðeigandi samastað með stórum skjá og bar og þess háttar. Nú hefur hið nýja og glæsilega Hótel B59 tekið þann kaleik með stæl. Þar er að auki boðið upp á spennandi nýjung sem kallast „Framandi fimmtudagar“ en þá er boðið upp á smárétti frá ýms- um heimshornum, einu landi í senn. Þannig hefur verið á boðstólum m.a. marokkóskur matur, indónesískur og mexíkóskur, og fleira er fram undan. Nokkuð til að prófa og hlakka til.    Eins og allir vita er Borgarnes mikil samgönguæð hvort sem er fyrir þá sem eiga leið norður eða vestur gegnum þjóðveg 1. Það er stundum kvöl fyrir heimamenn en þjóðvegur 1 er líka eina leið bæjarbúa milli bæj- arhluta, en líklegt er að margir hafi lent í töfum sl. fimmtudag vegna langra biðraða, en verið var að mal- bika báðar akreinar á Borgarbraut í miðju bæjarins. Áætlað var að fram- kvæmdirnar stæðu yfir frá kl. 9:00 til 22:00, svo það reyndi vel á þolinmæð- ina. Eyðimerkurgöngu í neðstu deild lokið Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Biðskylda Líklegt er að margir hafi lent í töfum vegna malbikunar. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Bílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.