Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 16

Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf og gerir þau hæfari til að takast á við áskoranir í sínum daglega rekstri.“ Áhugi er grundvallarforsenda Baldur segir að það sé þó grund- vallarforsenda fyrir þátttöku í skól- anum að fyrirtækin séu opin fyrir skráningu. „Flest þeirra eru alvar- lega að íhuga þetta, en ástæður fyrir því eru svo mismunandi.“ Baldur segir að fyrirtækin komi úr nokkrum geirum atvinnulífsins. Sjö koma úr hugbúnaðargerð og tengdri þjónustu, fimm fyrirtæki eru úr rannsóknum og nýsköpun, fjögur eru í ferðaþjónustu og eitt kemur úr framleiðslugeiranum. Spurður nánar um stærð fyrir- tækjanna, segir Baldur að stærsta fyrirtækið sé með um átta milljarða ársveltu. Fjögur fyrirtækjanna eru með veltu yfir einn milljarð króna á ári, en hin eru öll með minna en 300 milljónir króna í veltu á ári. Var mikill áhugi á þátttöku? „Við ætluðum upphaflega að hafa færri fyrirtæki í skólanum, en áhug- inn reyndist meiri en við áttum von á. Við höfum þó þurft að segja nei við nokkur fyrirtæki. Það voru þá fyrir- tæki sem voru komin aðeins of skammt í sínu þroskaferli til að eiga heima meðal hinna þátttakendanna.“ Elstu áratuga gömul Baldur segir að fyrirtækin séu komin mislangt á þroskabrautinni. Öll séu þau þó búin að slíta barns- skónum, eins og hann orðar það. „Elstu fyrirtækin eru áratuga gömul, en þau yngstu voru stofnuð eftir hrun.“ Voru sett einhver sérstök skilyrði fyrir inntöku í skólann? „Nei, en við skoðuðum þó væn- leika þess að þau gætu átt upp á pall- borðið hjá almenningi sem fjárfest- ingarkostur. Við höfum í því tilliti til dæmis horft mikið til sænska mark- aðarins, og á ný fyrirtæki í þeirri kauphöll. First North markaðurinn er hvað virkastur í Stokkhólmi, og því er gott að skoða hann til að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Baldur segir að það sé merkileg staðreynd að 70% nýrra fyrirtækja á First North í Svíþjóð hafi til dæmis ekki skilað hagnaði, og stór hluti sé með engar tekjur. En eru fyrirtæki sem eru ekki með neinar tekjur vænlegur fjárfest- ingarkostur? „Nei, ekki ef maður horfir bara til fortíðar fyrirtækjanna, en þessi sænsku fyrirtæki sem þarna hafa skráð sig eru öll með mikla vaxtar- möguleika og búin að klára einhver þróunarferli, ásamt því að vera með flotta vöru. Þau eru því á fyrstu stig- um tekjumyndunar. Þannig nota þau markaðinn til að hjálpa sér að taka næsta skref yfir í að verða alvöru rekstrarfyrirtæki. En eins og allir vita, þá er áhættusamt að fjárfesta í hlutabréfum, sumum gengur vel en öðrum síður.“ Allir fá heimavinnu Eins og fyrr sagði er stærsta fyrirtækið í First North skólanum með marga milljarða í tekjur. Þarf slíkt fyrirtæki að setjast á skóla- bekk? „Það er svo ólíkt að vera með skráð fyrirtæki og óskráð, og óskráð fyrirtæki geta átt margt ólært til dæmis hvað varðar sam- skipti við fjárfesta. Félög geta verið óörugg á þessu sviði, þannig að þar komum við inn og hjálpum til.“ Skólinn mun standa fram í apríl á næsta ári, en nemendur hittast mánaðarlega. Þess á milli er heima- vinna. „Heimavinnan er valkvæð, en snýr öll að hlutum sem fyrirtæk- in geta skoðað í sínum rekstri, end- urbætt verkferla og annað.“ Er hægt að falla í skólanum? „Nei, en kannski þróum við þetta lengra á næsta ári, og byrjum að gefa einkunnir,“ segir Baldur og brosir. Kennarar í skólanum eru Baldur sjálfur, aðrir sérfræðingar Nasdaq Iceland og svo fulltrúar samstarfs- fyrirtækjanna. Þá koma inn valdir gestafyrirlesarar frá skráðum fé- lögum á markaði. „Þetta er mjög fjölbreyttur og flottur hópur fyrir- lesara.“ Aðspurður hvort Kauphöllin bjóði fyrirtækjunum sértilboð á kauphallaraðild að loknum skólan- um, segir Baldur að greiðslur til Kauphallarinnar séu ekki miklar, en þátttakan í skólanum geti minnkað þröskuldinn fyrir fyrir- tækin að því leyti að þau þurfi þá væntanlega að eyða minni fjárhæð- um í aðkomu ráðgjafa í skráning- arferlinu. Skólavistin er fyrirtækjunum að kostnaðarlausu. Sautján fyrirtæki setjast á skólabekk í Kauphöllinni  Mun meiri aðsókn en gert var ráð fyrir  Stærsta með 8 milljarða veltu Markaður Ef allt fer að óskum gæti fjölgað verulega á First North mark- aðnum á Íslandi á næsta ári. Fimm fyrirtæki eru skráð á þann markað í dag. Morgunblaðið/Þórður Kauphallaraðild » Ókeypis er í First North skólann. » Fjögur fyrirtæki í ferðaþjón- ustu sækja skólann. » Allir verða að sýna áhuga á mögulegri skráningu til að fá inngöngu. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fulltrúar sautján smárra og meðal- stórra íslenskra fyrirtækja settust á skólabekk í Kauphöllinni, Nasdaq Iceland, nú á dögunum, þegar First North skólinn svokallaði var settur. Skólinn kennir sig við First North vaxtarmarkaðinn sem rekinn er á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndum og er kallaður fullu nafni First North - næsta skref. Baldur Thorlacius, „skólastjóri“ skólans og viðskiptastjóri hjá Kaup- höllinni, segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við Íslandsbanka, lög- mannsstofuna Logos, endurskoðun- arfyrirtækið KPMG og Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins. „Hugmyndin er að hjálpa fyrirtækjum að búa sig undir mögulega skráningu á First North. Einn hvatinn að þessu var sá að þessi undirbúningur nýttist fyr- irtækjum hvort sem þau skrá sig eða ekki. Þetta eru allt hlutir sem þau þurfa hvort eð er að fara í gegnum og vinna úr, ef þau ætla að ná betri ár- angri í rekstri. Skólinn auðveldar því félögunum bæði að skrá sig á markað Stjórn fasteignafélagsins Regins ákvað á fundi sínum í gær að full- nýta heimild 4. greinar samþykktar félagsins til að hækka hlutafé Reg- ins um 220,5 milljónir hluta en mið- að við gengi hlutabréfa félagsins nemur virði aukningarinnar um 4,26 milljörðum króna. Verður hlutaféð notað til að greiða fyrir kaup Regins á öllu hlutafé í FAST-1 slhf. og dótturfélögum þess. FAST-1 er m.a. eigandi Turnsins við Höfðatorg þar sem nú eru skrif- stofur Reykjavíkurborgar. Þetta kom fram í tilkynningu fé- lagsins, kaupverðið er 22,7 millj- arðar króna og verður að fullu fjár- magnað með útgáfu framangreindra hluta, lánsfé og yf- irtöku áhvílandi skulda. Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukningu er 1,6 milljarðar króna að nafnvirði en að henni lokinni ríflega 1,8 millj- arðar króna. peturhreins@mbl.is Reginn kaup- ir Fast-1  Fullnýta heimild til hlutafjáraukningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfðatorg Meðal nýrra eigna. 18. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.34 109.86 109.6 Sterlingspund 143.49 144.19 143.84 Kanadadalur 84.09 84.59 84.34 Dönsk króna 17.14 17.24 17.19 Norsk króna 13.291 13.369 13.33 Sænsk króna 12.142 12.214 12.178 Svissn. franki 113.32 113.96 113.64 Japanskt jen 0.9776 0.9834 0.9805 SDR 153.28 154.2 153.74 Evra 127.87 128.59 128.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.953 Hrávöruverð Gull 1206.2 ($/únsa) Ál 2015.0 ($/tonn) LME Hráolía 78.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ben Baldanza sit- ur enn í stjórn WOW air sam- kvæmt upplýsing- um frá fyrirtækja- skrá Ríkisskattstjóra sem Morgunblað- ið óskaði eftir. Greint var frá því í fréttum um liðna helgi að hann væri hættur í stjórninni. Í samtali við vefsíðuna turisti.is sagð- ist Baldanza hafa sagt sig úr stjórn fé- lagsins í ágúst síðastliðnum þegar hann tók sæti í stjórn bandaríska flugfélagsins JetBlue. Um helgina var Baldanza einnig kynntur sem stjórn- armaður hjá WOW air. Þeirri skrán- ingu hefur nú verið breytt og nú sitja að sögn fyrirtækisins aðeins þau Liv Bergþórsdóttir, Helga Hlín Hákonar- dóttir, Skúli Mogensen og Davíð Más- son í stjórninni. Samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið hefur aflað ber Baldanza fulla ábyrgð á starfsemi flugfélagsins, líkt og aðrir stjórnar- menn, þar til að fyrrgreindri skrán- ingu fyrirtækjaskrár RSK hefur ver- ið breytt með formlegum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá RSK ber að tilkynna um úrsögn úr stjórn fyrirtækis innan mánaðar frá því að hún kemur til. Ben Baldanza kom inn í stjórn WOW air í upphafi árs 2016 eftir að hann lét af störfum hjá Spirit Air- lines. Hann hefur komið að rekstri nokkurra heimsþekktra flugfélaga á undanförnum áratugum, m.a. hjá American Airlines, US Airways og Northwest Airlines. Enn í stjórn WOW skv. fyrirtækjaskrá Ben Baldanza

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.