Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018Ram3500LimitedTungsten
Litur: Red pearl, svartur að innan.
Ein með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphi-
tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, 6,7L Cummins.
5th wheel prep og snowplow prep. Öll standsetning og
innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
9.950.000 m.vsk
2018 F-350 Lariat Ultimate
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque.
Litur: White platinum metallic, Svartur að innan. 6 manna
bíll með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver altert-pakka. Öll standsetning er
innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
9.950.000 m.vsk
2018 Ram Longhorn Southfork
Litur: Svartur og brúnn, ljós að innan.
6,7L Cummins, loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting,
upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, fjarstart,
heithúðaður pallur, sóllúga, 5th wheel towing pakki.
Mjög flottur og sérstakur bíll. Öll standsetning innifalin
í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
9.790.000 m.vsk
2018 Nissan Titan XD PRO4X
Nissan Titan XD PRO 4X
Litur: Dökkgrár, svartur að innan.
með nýrri 5,0L V8 Cummins Diesel (310 hö).
VERÐ
12.840.000 m.vsk
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í sjónvarpsviðtali í
gær að ef breska þingið hafnaði
samningi, sem byggðist á markmið-
um hennar um brexit, myndi enginn
samningur nást í viðræðunum um út-
göngu landsins úr Evrópusamband-
inu. Boris Johnson, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, gagnrýndi hins vegar
samningsmarkmiðin, sagði þau vera
„stjórnskipulega viðurstyggð“.
Johnson sagði af sér embætti
utanríkisráðherra í júlí eftir að ríkis-
stjórn Íhaldsflokksins samþykkti
samningsmarkmið sem eru kennd
við Chequers, sveitasetur forsætis-
ráðherrans. Samkvæmt þeim eiga
reglur ESB um frjálst flæði varnings
og landbúnaðarafurða að gilda í
Bretlandi eftir útgönguna en John-
son og fleiri brexitsinnar í þingliði
Íhaldsflokksins telja að slík tilslökun
feli í sér alltof mikið fullveldisafsal.
Bjartsýn á góðan samning
Theresa May sagði í viðtali sem
birt var í heild í Panorama, frétta-
skýringaþætti BBC, að hún væri
vongóð um að samningur næðist við
ESB. „Ég tel að við náum góðum
samningi,“ sagði hún og bætti við að
hún teldi að breska þingið þyrfti þá
að velja á milli þess að samþykkja
samninginn og þess að Bretland
gengi úr Evrópusambandinu án
samnings.
May áréttaði einnig að hún teldi
Chequers-markmiðin nauðsynleg
vegna þess að Bretar gætu ekki
gengið að þeim kostum sem leiðtogar
ESB hefðu sett Bretum. „Evrópu-
sambandið hafði í grundvallaratrið-
um lagt fram tvö tilboð í viðræðun-
um. Annaðhvort myndi Bretland
vera áfram í innri markaði ESB og
tollabandalaginu – í raun vera áfram
í Evrópusambandinu – og það myndi
vera svik við vilja bresku þjóðarinnar
í atkvæðagreiðslunni. Hinn kostur-
inn var fríverslunarsamningur sem
fæli í raun í sér að Norður-Írland
yrði áfram í Evrópusambandinu en
Bretland utan þess.“
May bætti við að í síðarnefnda
kostinum gæti falist að Norður-Ír-
land yrði í raun ekki lengur hluti af
Bretlandi og það væri óviðunandi
fyrir Breta. Breska ríkisstjórnin
hefði því lagt fram sínar eigin tillög-
ur, Chequers-markmiðin, til að
höggva á hnútinn í viðræðunum.
Forsætisráðherrann sagði að Che-
quers-markmiðin væru eina raun-
hæfa leiðin til að tryggja „núnings-
laus“ viðskipti milli Norður-Írlands
og Írlands eftir útgöngu Bretlands
úr Evrópusambandinu. Hún hafnaði
einnig nýlegum tillögum brexitsinna
úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins
sem segja að hægt verði að koma í
veg fyrir „hörð landamæri“ milli Ír-
lands og Norður-Írlands með því
m.a. að nota tæknilegar lausnir við
tollgæsluna og breyta viðskiptafyr-
irkomulaginu sem er nú þegar til
staðar. „Margar af þessum öðru
lausnum byggjast á því að flytja
landamærin,“ sagði forsætisráð-
herrann. „Við leysum ekki deiluna
um hörð landamæri með því að hafa
hörð landamæri 20 km inni á
Norður-Írlandi, eða 20 km inni á Ír-
landi.“
Stjórnin í veikri stöðu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í
gær að ef enginn samningur næðist
um útgönguna milli Breta og
Evrópusambandsins myndi það hafa
í för með „verulegan kostnað“ fyrir
breska hagkerfið og einnig kostnað „í
minni mæli fyrir efnahag annarra
landa í ESB“. May sagði hins vegar í
vikunni sem leið að ef ekki næðist
samningur við Evrópusambandið
myndi það ekki hafa mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir efnahag Bretlands.
Gert er ráð fyrir því að Bretland
gangi úr Evrópusambandinu 29. apr-
íl á næsta ári og stefnt er að því að
samningur náist um útgönguna í
næsta mánuði. Samningurinn þarf
síðan að fara fyrir breska þingið þar
sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins þarf
að reiða sig á stuðning flokks sam-
bandssinna á Norður-Írlandi til að
halda naumum meirihluta í neðri
deildinni. Talsmaður Verkamanna-
flokksins sagði á sunnudaginn var að
þingmenn hans myndu ekki greiða
atkvæði með samningi stjórnarinnar
við ESB nema hann fæli í sér „ná-
kvæmlega sama ávinning“ og fælist
núna í aðild Bretlands að innri mark-
aði og tollabandalagi sambandsins.
Þar sem ólíklegt er að stjórnin fallist
á svo mikla tilslökun má gera ráð fyr-
ir því að Verkamannaflokkurinn
greiði atkvæði gegn samningi sem
byggist á Chequers-markmiðunum.
Ef aðeins örfáir þingmenn Íhalds-
flokksins greiða atkvæði gegn slíkum
samningi er líklegt að hann falli, eins
og staðan er núna.
„Stjórnskipuleg viðurstyggð“
Johnson var að venju ómyrkur í
máli í grein sem birt var í The Tele-
graph í gær. Hann sagði að skilmálar
ríkisstjórnar May fælu í sér að Bret-
ar þyrftu ekki aðeins að hlíta við-
skiptareglum Evrópusambandsins
um iðnvarning og landbúnaðarafurð-
ir heldur einnig reglugerðum þess á
mörgum öðrum sviðum, svo sem í
umhverfis- og félagsmálum. Þar að
auki yrðu Bretar í raun áfram
bundnir af niðurstöðum dómstóls
Evrópusambandsins. „Allt er þetta
stjórnskipuleg viðurstyggð og næðu
Chequers-markmiðin fram að ganga
þýddi það að leiðtogar landsins létu
sér það lynda vísvitandi í fyrsta
skipti frá árinu 1066 að það lyti er-
lendum yfirráðum,“ skrifaði Boris
Johnson og skírskotaði til landvinn-
inga Normandímanna á Englandi.
„Ekkert land í heiminum – hvorki
stórt né smátt – mynd fallast á slíkt
fyrirkomulag; og samt er Bretland
stolt af því að vera með ævagamalt
þingbundið lýðræði og fimmta
stærsta hagkerfi í heiminum.“
Tekist á um samn-
ingsmarkmið May
Segir tilslökun stjórnarinnar vera einu raunhæfu lausnina
AFP
Deilt um útgönguna Mótmælandi stendur fyrir utan þinghúsið í Lundúnum
og heldur á skilti með áletruninni „Brexit. Er það þess virði?“
Þjóðin klofin í deilunni
» Bretar eru enn klofnir í af-
stöðunni til þess hvort út-
ganga úr Evrópusambandinu
hafi jákvæð áhrif á Bretland,
samkvæmt könnun sem BBC
hefur birt.
» 50% þátttakendanna sögð-
ust telja að heildaráhrif út-
göngunnar yrðu neikvæð, en
41% að þau yrðu jákvæð.
» Nær 79% sögðust telja að
breska stjórnin hefði staðið sig
illa í samningaviðræðunum og
63% sögðu að ESB hefði stað-
ið sig illa.
Theresa May Boris Johnson
Sjö lögreglumenn særðust í Kænu-
garði í gær í átökum við þjóðern-
issinna sem mótmæltu ákvörðun
yfirvalda í Úkraínu um að fram-
selja rússneskan ríkisborgara sem
yfirvöld í Rússlandi telja að sé liðs-
maður hryðjuverkasamtakanna
Ríkis íslams.
Tugir þjóðernissinna lokuðu inn-
gangi að byggingu ríkis-
saksóknara Úkraínu, sem sam-
þykkti framsalið, og reyndu að
ráðast inn í hana. Hermt er að
rússneski ríkisborgarinn hafi bar-
ist með stjórnarher Úkraínu gegn
uppreisnarmönnum í austurhér-
uðum landsins sem njóta stuðnings
stjórnvalda í Rússlandi.
AFP
Átök vegna framsals
28,1% íbúa Japans, eða 35,6 milljónir, eru 65 ára eða eldri og er það hærra
hlutfall en í nokkru öðru landi í heiminum. Hlutfall aldraðra er næsthæst á
Ítalíu, 23,3%, og næst koma Portúgal, 21,9% og Þýskaland, 21,7%, að sögn
fréttaveitunnar AFP. Stjórnvöld í Japan segja að 20,7% íbúa landsins séu
sjötugir eða eldri. Hlutfall aldraðra hefur hækkað í landinu síðustu áratugi
vegna lágrar fæðingartíðni og langlífis Japana.
JAPAN
Eldri borgarar orðnir 28% þjóðarinnar
Borgin Wilmington í Norður-
Karólínu hefur einangrast vegna
mikilla flóða sem fylgdu fellibylnum
Flórens í ríkinu á föstudag og
laugardag.
Vindhraðinn hefur minnkað og
óveðrið er nú skilgreint sem hita-
beltislægð. Yfirvöld vöruðu þó við
áframhaldandi flóðum næstu tvo
daga vegna mikillar rigningar í suð-
austurhluta Bandaríkjanna og sögðu
hættu á að stíflur brystu. Enn-
fremur var varað við því að skriður
gætu fallið í vesturhluta Norður-
Karólínu og suðvesturhluta Virg-
iníu, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Minnst 17 manns létu lífið
Embættismenn í Norður-
Karólínu sögðu að vegir að Wilm-
ington væru nú ófærir vegna flóða.
Íbúar borgarinnar eru um 120.000
og flest húsanna eru án rafmagns
vegna óveðursins. Um 400 manns
hefur verið bjargað úr umflotnum
húsum.
Kona og sjö mánaða gamalt barn
hennar létu lífið á föstudag þegar tré
féll á hús þeirra í Wilmington. Faðir
barnsins var fluttur slasaður á
sjúkrahús.
Að minnsta kosti fimmtán til við-
bótar hafa látið lífið af völdum óveð-
ursins í Norður- og Suður-Karólínu.
Alls hefur um 900 manns verið
bjargað og um 15.000 manns eru enn
í neyðarathvörfum. Yfirvöld hafa
hvatt fólkið til að vera þar um kyrrt
þangað til veðrið batnar.
Borg einangraðist vegna flóða