Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Fyrir okkur öll Hádegisfundur með Bjarna Vikulegir hádegisfundir Samtaka eldri Sjálfstæðismanna hefjast að nýju í Valhöll á morgun, miðvikudaginn 19. september. Gestur á fyrsta fundi vetrarins verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hefst í Valhöll kl. 12.00, en húsið verður opnað kl. 11.30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 900 krónur. Allir velkomnir! SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Nú í sumar fóru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga þess á leit við Samgöngustofu að hún svipti nokkur hóp- ferðafyrirtæki almennu rekstrarleyfi á grund- velli 27. gr. laga um far- þegaflutninga og farm- flutninga á landi. Í umræddum lögum er heimild til handa Vega- gerðinni að veita tilteknum opinber- um aðilum, í þessu tilfelli landshluta- samtökum sveitarfélaga, „einkarétt á að skipuleggja og sjá um reglu- bundna farþegaflutninga á tilteknum svæðum eða tilteknum leiðum eða leiðakerfum til að tryggja þjónustu sem varðar almannahagsmuni allt ár- ið“ eins og það er orðað í lögunum. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að umræddum lögum segir meðal annars að „reglubundnar ferð- ir til útsýnisstaða eða á viðurkennda ferðamannastaði utan þjónustusvæð- is reglubundinna farþegaflutninga [séu] ekki hluti af almannahagsmun- um og því eru slíkar ferðir ekki undir- orpnar einkarétti samkvæmt lögum þessum“. Þegar af þessari skilgrein- ingu á „almannahagsmunum“ má ljóst vera að flutningar með farþega í útsýnisferðir í Þórsmörk og Land- mannalaugar (utan þjónustusvæðis „reglubundinna farþegaflutninga“) geta ekki fallið undir „einkarétt“ í skilningi laganna jafnvel þó þær séu reglubundnar, en Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga kröfðust meðal annars að fyrirtæki yrðu svipt rekstr- arleyfi vegna slíkra flutninga. Atvinnufrelsi er verndað af 75. gr. stjórnarskrár. Því má aðeins setja skorður krefjist almannahagsmunir þess. Þau sjónarmið sem liggja til grundvallar skerðingum á atvinnu- frelsi verða að byggjast á málefna- legum rökum og eins þarf að gæta jafnræðis og meðalhófs. Dómstólar hafa í seinni tíð, sér í lagi eftir stjórn- arskrárbreytingarnar 1995, gert æ ríkari kröfur til þess að löggjafinn uppfylli nauðsynleg skilyrði svo heimilt sé að skerða atvinnufrelsi og þá verða lagaheimildir sem takmarka atvinnu- frelsi að vera skýrar. Í frumvarpi til umræddra stjórnskipunarlaga seg- ir beinlínis að löggjafinn verði að meta það sér- staklega hvort al- mannahagsmunir krefj- ist þess í raun að atvinnufrelsi sé vikið til hliðar. Í því tilviki sem hér um ræðir er ekki um neina slíka almanna- hagsmuni að ræða heldur svo til ein- göngu flutninga með erlenda ferða- menn og geta fyrirtækin sannað slíkt á grundvelli kreditkortafærslna. Þetta má líka sanna með færslum úr bókunarkerfum fyrirtækjanna – Ís- lendingar nýta varla þessa þjónustu, enda er hún sniðin að þörfum er- lendra ferðamanna. Félag hópferðaleyfishafa hefur gagnrýnt harkalega í þessu sambandi að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga beiti fyrir sig harðasta úrræði lag- anna – krefjist þess að fyrirtæki séu svipt rekstrarleyfi – án þess að hafa leitað eftir umsögn fyrirtækjanna sjálfra eða óskað nánari skýringa á því hvers eðlis starfsemi þeirra væri. Slíkt er vitaskuld ekki til marks um góða stjórnsýsluhætti. Félagið lagð- ist raunar gegn því á sínum tíma að unnt yrði að svipta fyrirtæki rekstr- arleyfi vegna meintra brota á einka- réttinum. Um væri að ræða meiri takmarkanir á atvinnufrelsi heldur en 75. gr. stjórnarskrár heimilar. Í þessu sambandi er rétt að rifja upp það atvik þegar Samtök sveitar- félaga á Austurlandi (SSA) fengu lagt lögbann á ferð hópflutningabifreiðar á þeim grundvelli að um væri að ræða brot á einkarétti SSA. Allir farþegar voru reknir út úr bifreiðinni með lög- regluvaldi. SSA tapaði málinu fyrir héraðsdómi og sá dómur var stað- festur í Hæstarétti (hæstarétt- ardómur nr. 333/2013). Málarekst- urinn tók mörg misseri og í kjölfarið þurfti fyrirtækið að leggja fram háa skaðabótakröfu. Sveitarstjórnarmenn hafa séð of- sjónum yfir því að erlendir ferða- menn nýti sér þjónustu einkafyrir- tækja í stað þess að notast við almenningssamgöngur sveitarfélag- anna. En þá er til þess að líta að Strætó bs. og sveitarfélögin hafa ekki markaðssett sig á ferðasýningum er- lendis eða staðið að annarri land- kynningu og eiga því engan þátt í komu erlendra ferðamanna. Strætó og sveitarfélögin eru heldur ekki ferðaþjónustufyrirtæki. Þær almenn- ingssamgöngur sem þau reka eru al- mannaþjónusta. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta ekki kennt hópferðafyrirtækjum á frjálsum markaði um eigin ófarir, en það fyrirkomulag að landshluta- samtökin hafi umsjón með almenn- ingssamgöngum á landsbyggðinni hefur beðið skipbrot. Kerfið er illa skipulagt, of dýrt og ósveigjanlegt. Félag hópferðaleyfishafa hefur far- ið þess á leit við ráðherra samgöngu- mála að hann hlutist til um að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga láti af ólög- mætum kröfum í garð hópferðafyr- irtækja um rekstrarleyfissviptingu. Um er að ræða fyrirtæki sem sinna mikilvægu þjóðfélagslegu hlutverki við að afla dýrmæts gjaldeyris og skapa um leið atvinnu fyrir fjölda manns við ferðaþjónustu á Suður- landi og vitaskuld um land allt. Gríð- arlegur hallarekstur almennings- samgangna á landsbyggðinni og fjölmörg kæru- og dómsmál sem risið hafa vegna þeirra ættu að vera stjórnmálamönnum tilefni til að staldra við og endurskoða kerfið sjálft í stað þess að gera frjálsu hóp- ferðafyrirtækin að blórabögglum. Við þá endurskoðun þarf að leggja til grundvallar virðingu fyrir almennum mannréttindum. Sveitarfélög eru ekki ferðaþjónustufyrirtæki Eftir Björn Jón Bragason » Landshlutasamtök sveitarfélaga geta ekki kennt hópferða- fyrirtækjum á frjálsum markaði um eigin ófarir. Björn Jón Bragason Höfundur er frkvstj. Félags hópferðaleyfishafa. b.j.bragason@gmail.com Er ég fór á eftirlaun 2002 fór ég fljótlega að skrifa greinar í dag- blöðin um kjaramál eldri borgara. Fyrsta greinin sem ég skrifaði um þau mál var í Morgunblaðinu 22. nóvember 2003. Hún fjallaði um nauðsyn þess að hækka ellilíf- eyri. Frá þeim tíma hef ég skrifað 650 greinar um kjaramál aldraðra og öryrkja og um þjóðfélagsmál. Dropinn holar steininn Ég fæ mikið hrós fyrir greinar mínar um málefni eldri borgara og öryrkja en stundum spyrja menn: Hefur þetta einhver áhrif? Taka ráðamenn nokkurt mark á þessum skrifum, þessari gagnrýni? Ég svara venjulega: Dropinn holar steininn. Og ég er sannfærður um að rökstudd gagnrýni á slæm kjör eldri borgara og öryrkja mun hafa áhrif um síðir. Ég var um langt skeið formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík. Á því tímabili voru gerðar margar ályktanir um slæm kjör aldr- aðra og um þær hækkanir á lífeyri, sem kjaranefndin og stjórn félagsins vildi fá. Okkur fannst stundum að ár- angur af til- löguflutningi okk- ar væri ekki mikill. Af þeim sökum hafa oft verið uppi hug- myndir um að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Hefur helst verið rætt um málsókn gegn ríkinu í því sambandi, en einnig útifundi og und- irskriftasöfnun. Þá hefur einnig verið rætt um að eldri borgarar ættu að taka upp samstarf við verkalýðs- hreyfinguna í kjarabaráttunni og fá hana til þess að styðja kröfur eldri borgara um bætt kjör. Langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda Undanfarið hefur þess greinilega orðið vart að eldri borgarar og ör- yrkjar eru orðnir langþreyttir á að- gerðarleysi stjórnvalda. Kröfur eldri borgara um aðgerðir verða æ hávær- ari. Aðalkrafan er um málsókn vegna mannréttindabrota og vegna skerð- ingar á lífeyri almannatrygginga hjá þeim, sem greitt hafa í lífeyrissjóð. Flestir eldri borgarar telja það lög- brot að skerða tryggingalífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þeir telja að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera hrein viðbót við almannatrygg- ingar. Til skamms tíma hafa eldri borg- arar látið duga að skammast í fjöl- miðlum og í samfélagsmiðlum vegna þess að þeir telja brotið á sér. En fyr- ir skömmu varð hér breyting á. Einn eldri borgari, rúmlega áttræð kona, ákvað að efna til undirskriftasöfn- unar nánast ein síns liðs. Sú undir- skriftasöfnun er í gangi á netinu, ein- göngu rafræn. Konan hringdi til mín eftir að hún las blaða- grein eftir mig um ítrekuð mannréttinda- brot á eldri borgurum. Hún var ánægð með greinina. En hún vildi líka aðgerðir, málsókn eða undirskriftasöfnun. Það varð úr að ég veitti henni nokkra aðstoð við að hrinda af stað undir- skriftasöfnun. Sú undir- skriftasöfnun stendur nú yfir og verður til 8. október 2018. Allir sem orðnir eru 18 ára geta skrifað undir. Engan skort á efri árum Yfirskrift undirskriftasöfnunar- innar er Engan skort á efri árum. Þar segir að elli- og örorkulífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði. Knýja þurfi fram það mikla hækkun lífeyris að aldraðir geti átt áhyggju- laust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Þetta er sjálfsögð krafa, þetta eru mannréttindi. Það er tekið fram í 76. grein stjórnarskrárinnar að ríkið eigi að veita aðstoð vegna elli og örorku ef þarf. Vissulega þarf aðstoð þegar lægsti lífeyrir dugar ekki fyrir fram- færslukostnaði. Ég tel því að stjórn- völd, Alþingi og ríkisstjórn séu að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Ég tel að stjórnvöld séu einnig að brjóta lög á öldruðum með því að hækka lífeyri ekki í samræmi við launaþróun eins og tilskilið er í lögum. Gíf- urlegar launahækkanir urðu á árinu 2015 á sama tíma og lífeyrir hækkaði um 3%. Þetta var að mínu mati gróft brot á þessu lagaákvæði. Og þetta lagaákvæði hefur ítrekað verið brotið á öldruðum og öryrkjum Neikvæð afstaða Alþingis og ríkis- stjórnar til aldraðra hér á landi er óskiljanleg og allt önnur en afstaða stjórnvalda á hinum löndunum á Norðurlöndum til eldri borgara. Þar er afstaðan jákvæð til aldraðra. FEB ræðir málaferli Ef til vill er kjarabarátta eldri borgara á krossgötum í dag. Félag eldri borgara í Reykjavík fjallar nú um það hvort fara eigi í mál við ríkið vegna mikilla skerðinga á lífeyri al- mannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Út af því máli er gífur- leg óánægja, svo mikil að nálgast uppreisn. Óánægja vegna þess hve ríkið heldur lægsta lífeyri mikið niðri er einnig gífurleg. Eldri borgurum finnst orðið tímabært að efna til að- gerða. Fyrsta aðgerðin er undir- skriftasöfnunin en fleiri munu fylgja á eftir. Eldri borgarar og öryrkjar hafa nú tækifæri til þess að sýna hvort þeir vilji standa saman til þess að knýja fram kjarabreytingar. Væntanlega sýna eldri borgarar styrk sinn með því flykkja sér um undirskriftasöfnunina. Kjarabarátta aldr- aðra á krossgötum Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson »Neikvæð afstaða alþingis og ríkis- stjórnar til aldraðra hér á landi er óskiljaleg. Höfundur er fv. borgarfulltrúi. Mig langar að vekja athygli lesenda á óborganlegum sögum sem Jónína Leós- dóttir skrifar um Eddu sem býr á Birkimelnum, en Edda lætur fátt framhjá sér fara og leysir glæpi og vanda samferðamanna sinna. Þetta eru spennandi og fyndnar sögur og ekki spillir fyrir frammistaða sögumannsins, Helgu El- ínborgar Jónsdóttur. Guðrún. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hin íslenska Miss Marple Afþreying Bréfritari kann að meta sögur Jónínu Leós. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.