Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
✝ Ásgeir Jó-hannes Ax-
elsson fæddist í
Höfðabrekku á
Grenivík 30. októ-
ber 1942. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 8.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Axel Jóhann-
esson, f. 13. janúar
1896, d. 4. mars 1986, og Sig-
urbjörg Steingrímsdóttir, f.
24. september 1904, d. 22. júlí
1969. Systkini Ásgeirs eru
Pétur, f. 21.2. 1931, d. 13.11.
2012, Sigríður Helga, f. 8.7.
1934, Steinunn Halla, f. 15.10.
1939, Anna Lísbet, f. 30.10.
1942, og Sigurlína Hólmfríður,
f. 27.5. 1949.
Hinn 15. desember 1963
kvæntist Ásgeir Elsu Þor-
steinsdóttur frá Raufarhöfn, f.
18. október 1941. Foreldrar
hennar voru Þorsteinn Gests-
son, f. 21.12. 1908, d. 11.8.
1998, og Guðný Sigurð-
ardóttir, f. 31.12. 1906, d. 9.9.
1998. Ásgeir og Elsa hófu sinn
búskap 1964 á Móabarði 2 á
Holtinu í Hafnarfirði og
bjuggu þar til ársins 1973 en
þá byggðu þau og fluttu að
Baldursdóttur, f. 16.10. 1988,
eiga þau eina dóttur, b) Ólöf
Rún, f. 6.1. 1993, í sambúð
með Magnúsi Þór Gunn-
arssyni, f. 12.6. 1994, c) Gunn-
ar á Tinnu, f. 7.2. 1984, í sam-
búð með Jóhanni Fannari
Sigurðssyni, f. 9.12. 1981, eiga
þau tvö börn. 4) Þröstur, f.
14.7. 1967, giftur Huldu S.
Helgadóttur, f. 27.6. 1971.
Börn þeirra eru a) Alfreð, f.
12.5. 1995, b) Ásta Rakel, f.
18.7. 2001, c) Arna Hrund, f.
18.3. 2005. 5) Óðinn, f. 3.9.
1973, giftur Brynju Sif I.
Brynjarsdóttur, f. 1.2. 1974.
Dætur þeirra eru a) Helga
Rún, f. 30.9. 2001, b) Hekla
Sif, f. 12.9. 2006.
Ásgeir stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugum í
Reykjadal eftir hefðbundið
skyldunám. Vann við síld-
arvinnslu á Óskarsstöðinni á
Raufarhöfn. Hann hóf samn-
ingsnám í Vélsmiðjunni Kletti
í Hafnarfirði 1964 sem og nám
í Iðnskólanum í Hafnarfirði og
lauk síðar námi í vélvirkjun.
Vann hjá Kletti í áratug, tók
einnig að sér vélstjórastörf til
sjós, en hóf störf á vélaverk-
stæðinu hjá ÍSAL 1974 og
starfaði þar á fjórða áratug.
Samhliða aðalstörfum sínum
stundaði hann aukavinnu við
pípulagnir og vélvirkjun í
samstarfi við aðra fagmenn.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 18. september 2018, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Miðvangi 15 í
Norðurbænum í
Hafnarfirði.
Börn þeirra Ás-
geirs og Elsu eru
fimm: 1) Alda, f.
2.7. 1963, gift
Árna Stefánssyni,
f. 29.3. 1962. Börn
þeirra eru a)
Andri, f. 12.4.
1989, giftur Katr-
ínu Ósk
Alexandersdóttur, f. 12.5.
1984, eiga þau tvö börn, b)
Elsa Björg, f. 27.1. 1992, í
sambúð með Sigurjóni Ólafs-
syni, f. 6.1. 1991, eiga þau tvö
börn, c) Rósa, f. 24.10. 1993. 2)
Heiða, f. 19.8. 1964, í sambúð
með Marek Bjarka Wolanczyk,
f. 21.8. 1969. Börn þeirra eru
a) Ásta, f. 5.11. 1994, í sambúð
með Guðmundi Óla Sigurjóns-
syni, f. 22.4. 1994, eiga þau
einn son, b) Andrés, f. 17.2.
1996, c) Eva, f. 12.9. 1999, d)
dóttir Heiðu er Þóra Ósk
Böðvarsdóttir, f. 2.7. 1989, í
sambúð með Rúti Inga Karls-
syni, f. 3.3. 1985. Þóra á eina
dóttur. 3) Hrönn, f. 30.8. 1965,
gift Gunnari Svavarssyni, f.
26.9. 1962. Börn þeirra eru a)
Ásgeir Jóhannes, f. 27.5. 1991,
í sambúð með Elínu Önnu
Pabbi var einstakur og góður,
hjálplegur öllum. Mikill jaxl,
ótrúlega handlaginn og gat held
ég allt. Eftir tvö erfið ár sigruðu
veikindin hann. En alltaf var
stutt í húmorinn. Síðasta árið í lífi
pabba var okkur öllum í stórfjöl-
skyldunni erfitt en eftir standa
frábærar minningar, minning um
mann sem var mjög vinnusamur,
hafði sterkar skoðanir og var
sanngjarn.
Pabbi fæddist og ólst upp á
Grenivík og þangað lá oft leiðin á
sumrin, á Lödu Sport með tjald-
vagn sem hann smíðaði og svo
áfram hringinn um landið, hann
hafði gaman af því að ferðast og
var mjög fróður um landið sitt.
Hann kenndi mér að virða og um-
gangast landið og á ég honum allt
að þakka.
Hver minning dýrmæt perla,
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Pabbi, ég á eftir að sakna þín,
takk fyrir allt.
Óðinn Ásgeirsson.
Ástkær tengdafaðir minn, Ás-
geir Jóhannes Axelsson, lést 8.
september á líknardeild Land-
spítalans eftir langa og ójafna
glímu við krabbamein. Það var
erfitt að horfa upp á þennan
sterka og duglega mann smám
saman missa þrekið og verða æ
meira öðrum háður í veikindum
sínum og í hróplegu ósamræmi
við það hvernig hann lifði alla tíð,
ávallt sjálfstæður, bað helst ekki
um hjálp en fannst meira en sjálf-
sagt að veita öðrum alla þá hjálp
sem hann gat veitt. Sá hann fyrst
í Straumsvík sumarið 1979 þegar
ég var þar sumarmaður á lager
og farinn að renna hýru auga til
Öldu, elstu dóttur Ása. Ekki var
laust við að ég yrði dálítið smeyk-
ur þegar ég áttaði mig á því hver
maðurinn væri, allnokkuð hávær
og lá ekkert á skoðunum sínum.
Félagshyggjumaður fram í
fingurgóma og 1. maí ávallt hald-
inn hátíðlegur. Ási tók mér hins
vegar opnum örmum frá fyrsta
degi og hefur reynst mér sem
besti vinur alla tíð og tók mér
strax sem jafninga. Ási var lærð-
ur vélvirki og starfaði sem slíkur,
lengst af við álverið í Straumsvík,
en hann starfaði einnig töluvert
við pípulagnir, svona sem hliðar-
grein frá vélvirkjuninni. Ég átti
ófáar stundir með Ása sem að-
stoðarmaður hans við ýmis pípu-
lagningastörf, sagaði og snittaði
ofan í hann meðan hann lagði og
mátti oft hafa mig allan við því
hann gekk hratt og örugglega til
verka. Sagði oft þegar verki lauk
og hann strauk um pípurnar til
að leita eftir leka; „Jæja, þetta
lekur þá bara til þrifa.“ Við unn-
um einnig mikið saman hjá Að-
alskoðun hf. Þar átti hann ófá
handtökin þegar fyrirtækið var
að stíga sín fyrstu skref. Þar kom
verklagni og verkkunnátta Ása
að góðum notum og var mikið
treyst á Ása hvort sem koma
þurfti biluðum tækjum í gang hið
fyrsta eða smíða verkfæri og
áhöld sem þurfti til starfseminn-
ar. Fékk hann fljótlega viður-
nefnið Jaxlinn meðal starfs-
manna enda stóðust honum fáir
snúning þegar kom að því að
smíða eða hanna eitthvað úr
járni, þar var Ási á heimavelli og
ekki var verkkvíða fyrir að fara
hjá honum, ávallt gengið hratt og
örugglega til verka, fór kannski
stundum aðeins fram úr sér í
vinnugleðinni en hló bara að öllu
ef eitthvað þurfti kannski að end-
urvinna. Sagði oft að loknu góðu
verki: „Þetta væri nú verra ef
það væri betra.“ Þau Ási og Elsa
sáu einnig um þrif í Aðalskoðun í
Hafnarfirði um margra ára skeið
og þar var ekki kastað til hönd-
unum, snyrtimennska og hrein-
læti í fyrirrúmi, ekki verið að
svíkjast um þar á bæ. Ási var fé-
lagslyndur með létta lund og
hafði ákaflega góða nærveru og
minnast margir hans fyrir hans
léttu lund, lífsgleði og nærgætið
viðhorf til manna og málleys-
ingja. Einhver sagði að maður
þyrfti að vanda sig við að lifa, það
held ég að eigi vel við Ása, hann
kom vel fram við alla, var heið-
arlegur, hreinn og beinn, virti
skoðanir annarra, sinnti fjöl-
skyldu sinni af kostgæfni og var
umhugað um velferð barna sinna
og barnabarna. Ég bið guð að
styrkja Elsu tengdamóður mína
og börn þeirra í sorg sinni.
Blessuð sé minning Ásgeirs
Jóhannesar.
Árni Stefánsson.
Hann Ási Jói, tengdapabbi
minn, var löngu kominn á undan
mér í Laugaskóla, í Reykjadal í
Þingeyjarsýslu, og löngu kominn
á undan mér í Hafnarfjörð. Þann-
ig var það með svo margt, hann
var alltaf búinn að klára verkin
löngu á undan öllum öðrum.
Tuttugu ára aldursmunur á okk-
ur og árin saman á fjórða tug.
Það er langur tími en samt fljótur
að líða. Mér var strax vel tekið,
ættboginn og skólagangan á
Laugum skemmdi ekki fyrir,
íþróttaáhuginn sameiginlegur og
strákurinn pólitískt rétt innrétt-
aður. Við vorum oft framþjáðir
menn í söng.
Samkomur voru Ása Jóa líkt
og sólarupprisa að morgni.
Mannblendinn og alltaf til í að
eiga spjall um lífsins gátur, upp-
runa og staðhætti. Fróðleiksfús
og góður hlustandi en ekkert síð-
ur góður leiðbeinandi, enda haf-
sjór af upplýsingum um eitt og
annað. Þannig þróaðist vinátta
okkar, sérlega hin síðari ár, ekki
beint samkeppni um sögur held-
ur miklu frekar tækifæri til að
rifja upp og fyrir mig einstakt
tækifæri. Gátum setið saman
með öll bindin af Byggðir og bú,
hoppað á milli bæja, rætt um fólk
þessarar og síðustu aldar og flutt
okkur svo í Land og fólk, byggða-
sögu Norðursýslunnar, með Elsu
sem fararstjóra. Ógleymanlegar
sögustundir af kennurum Ás-
geirs á Laugum, samnemendum
og samferðarfólki frá Grenivík,
strákunum í þorpinu og sveitinni.
Þá var ekki undanskilið frá-
sagnir af síldinni á Raufarhöfn,
þar sem þau hjónin kræktu hvort
í annað, eða frá árunum í Kletti
og áratugunum í Straumsvík.
Honum þótti vænt um vinnu-
félagana og þeir voru stór hluti af
hans lífsspöng. Vinnufélagarnir
báru honum alltaf vel söguna og
Geiri Axels var öflugur liðsmaður
í stéttarbaráttuhópnum. Allt
vinnandi vegur hjá Ásgeiri, stolt-
ur alþýðumaður.
Þannig endurspeglaði starfs-
vettvangurinn hina sönnu jafnað-
ar- og félagshyggju sem var Ás-
geir svo eðlislæg, hann þurfti
ekki að tileinka sér alþýðugrunn-
inn, hann var honum í blóð bor-
inn. Vegna þessarar lífsspeki fór
vel á með okkur í mínum póli-
tísku störfum, hvort sem var í
bæjarmálum eða á landsvísu. Ás-
geir varð þannig barómeter minn
inn á við og stuðningur hans við
Samfylkinguna varð honum ljúf
ganga. Það sama gilti um Hauk-
ana, stuðningurinn var eðlislæg-
ur enda var það ungur maður
sem flutti á Holtið í Hafnarfirði
og bar með sér Haukafánann í
Norðurbæinn. Þannig gátum við
parað hvor annan út, Hauka-
maðurinn og FH-ingurinn, líkt
og jin og jang væru á hliðarlín-
unni.
Ásgeir minn, hafðu þakkir fyr-
ir allt og allt. Vinarþelið, föður-
ímyndina og kærleikann. Vinnan
göfgar manninn og þér féll aldrei
verk úr hendi, síðustu tíu ár sam-
an í Hrunamannahreppi bera
þess glöggt merki. Þar áttum við
góðar stundir saman með okkar
nánustu, Elsu og Hrönn. Sorg
okkar mun dvína fyrir góðum
minningum sem lifa. Samúð okk-
ar allra er með Elsu, sem kveður
nú sinn klett í lífinu. Ég tók eftir
því að sólsetrið og skýjafarið í
Hafnarfirði hafði breyst í þessari
viku, vissi þá að Ásgeir var mætt-
ur til himna, búinn að laga einn
og einn geisla, eitt og eitt ský.
Það verður ekki dregið af sér þar
frekar en oft áður. Hvíl í friði,
minn góði vinur.
Gunnar Svavarsson.
Elsku afi, þá er komið að
kveðjustund. Þín verður sárt
saknað en ég á margar góðar
minningar um þig sem munu
hlýja mér um hjartarætur.
Þú varst svo góð fyrirmynd,
varst alltaf í góðu skapi og tilbú-
inn til að spjalla um hitt og þetta.
Þú hafðir brennandi áhuga á
íþróttum. Við gátum oft spjallað
heillengi um handboltann og þú
varst alltaf með það betur en ég á
hreinu hvenær næstu leikir væru
og hvernig þeir enduðu þrátt fyr-
ir að ég væri sjálf að æfa hand-
bolta.
Þú varst alltaf svo duglegur og
athafnasamur, ávallt tilbúinn til
að hjálpa ef einhver þurfti aðstoð.
Ég sótti mikið til ykkar ömmu og
varstu undantekningarlaust úti í
garði eða inni í bílskúr eitthvað
að bardúsa. Enda var garðurinn
og húsið alltaf eins og nýtt. Þegar
maður kom í heimsókn og þér
fannst ekkert vera til varstu ekki
lengi að hoppa upp í bíl og skjót-
ast út í búð að kaupa eitthvað
gott.
Þú lést veikindin ekki stoppa
þig, þú mættir í barnaafmæli og
skírnarveislu til mín upp á þriðju
hæð og mér fannst svo gott að sjá
hvað þú varðst alltaf glaður að
sjá langafabörnin þín. Emma
Rún, langafastelpan þín, segir nú
á hverjum degi, langi er nú uppi í
skýjunum að passa okkur.
Farðu í friði, elsku afi, mun
sakna þín.
Elsa Björg.
Þá er komið að leiðarlokum, afi
minn er fallinn frá.
Það er sárt að missa þennan
merka og góða mann. Hann
gegndi ekki eingöngu afahlut-
verkinu gagnvart mér, heldur
var hann mér einnig sem faðir.
Ég ólst upp hjá afa og ömmu, þar
var ég svo sannarlega umvafin
kærleik og hlýju. Ég átti hjá afa
góða æsku, sterk var föðurímynd
hans og þannig mun ég minnast
hans.
Þær eru ófáar minningarnar
sem ég á með honum afa en mín-
ar uppáhalds úr æsku eru ferða-
lögin með honum og ömmu. Ég
naut þeirra forréttinda að fá að
ferðast um landið með þeim, oft-
ar en ég get talið. Við gengum hin
ýmsu fjöll og gönguleiðir sem
prýða landið okkar fagra en nátt-
úran var svo sannarlega eitt dá-
læti afa. Hann kenndi mér að sjá
fegurðina í fjöllunum og þá list
sem náttúran er.
Það sem þó fær mig til að
brosa mest er tíminn sem afi átti
með dóttur minni. „Afi Ási,“ kall-
aði hún á afa sinn með glampa í
augunum. Hann flýtti sér sjaldan
og var alltaf til í að taka með
henni nokkur dansspor þótt
stuttfætt hún væri. Spakmælið
„alveg sama hvað við verðum
stór, við munum alltaf líta upp til
afa“ á því sannarlega við hér.
Með söknuð í hjarta og tár á
kinn kveð ég elsku afa minn.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson
frá Grímsstöðum)
Þóra Ósk Böðvarsdóttir.
Nú kveðjum við afa Ása, Ás-
geir Jóhannes, Hafnfirðinginn
frá Grenivík. Í okkar augum var
afi alltaf eitthvað að sýsla, eitt-
hvað að gera. Auðvitað var hann
að vinna í álverinu í Straumsvík
en þess á milli var hann alltaf að
gera eitthvað annað. Var úti í bíl-
skúr að laga eitthvað, var að
hjálpa öðru fólki eitthvað með
pípulagnir, var að vinna í garð-
inum eða var að vinna við húsið.
En ekki má heldur gleyma því að
hann sá um með ömmu að eitt-
hvað væri til handa öllu fólkinu
og öllum krökkunum sem komu á
hverjum degi á Miðvang 15, sem
var eins og skemmtistaður fyrir
okkur krakkana.
Í afa- og ömmuhúsi á Mið-
vanginum á pallinum eða inni að
horfa á sjónvarpið, oftar en ekki
handbolta. Haukarnir langbestir
alla daga og hann samt alveg
sáttur við það þó að við værum
FH-ingar. Sjónvarpið í holinu
varð þannig oftar en ekki þunga-
miðjan á Miðvanginum líkt og
eldhúsborðið. Það mátti horfa á
leikina með hávaða en þögn
skyldi ríkja þegar fréttir voru
lesnar.
Þrátt fyrir að við værum öll
Hafnfirðingar eins og hann tog-
uðu ræturnar í hann og við fund-
um vel fyrir þessa jákvæða og
góða stolti gagnvart Norður-
landi, Eyjafirði, Þingeyjarsýslum
og Grenivík. Að fara með honum
á ættarmótin á Grenivík verður
okkur alltaf ógleymanlegt. Allur
hópurinn af Miðvangi mættur
norður með afa Ása sem leiðtog-
ann í hópnum, röggsamur og
þekkti hverja þúfu í þorpinu.
Sama gilti um öll hin ferðalög-
in, hvort sem var hér á landi eða
erlendis. Góð ferðalög til Dan-
merkur, Þýskalands og Svíþjóðar
á íþróttamót, en afi fór á ein fjög-
ur íþróttamót í Gautaborg með
okkur, bæði í fótbolta og hand-
bolta, og á þeim náði hann að
segja Áfram FH á ljúfan hátt,
kannski ekki hátt og vissulega
auðveldara að segja bara áfram
Ásgeir þegar Geiri Gunn var að
keppa. Takk fyrir öll ferðalögin,
afi.
Afi var líka pólitískur og þegar
Ólöf Rún lærði stjórnmálafræði
var það uppgötvun að skilja loks
hinn rétta pólitíska veruleika
sem afi hafi búið við og vildi
skapa með félögum sínum úr
Straumsvíkinni. Afi var vissulega
vinstrimaður og fyrst og fremst
fyrirmynd hinna vinnandi stétta
þar sem alþýðuhetjur voru í fyr-
irrúmi.
Síðustu árin áttum við margar
stundir í bústaðnum, Lágafelli og
Litla-Pels, þar var afi á heima-
velli. Alltaf að gera eitthvað, ró-
legur við lestur, til í að spjalla og
slaka á með gott glas í hönd. Ekki
mikið í glasinu, bara rétt mátu-
legt til að njóta. Takk fyrir allar
góðu stundirnar og fjölskylda
Tinnu í Kríuásnum minnist sér-
stakrar umhyggju alla tíð með
þakklæti.
Minning afa mun lifa í huga og
hjörtum okkar. Samúð og sorg
okkar endurspeglar sig í kær-
leiksríku umhverfi okkar í stór-
fjölskyldunni. Missir okkar er
mikill en missir ömmu Elsu er
mestur. Við vitum að afi Ási er nú
kominn í vinnu á himnum, byrj-
aður að laga eitthvað, búinn að
hitta góða félaga hvort sem er úr
vinnunni, að norðan eða Hauka-
menn. Með afa er genginn góður
maður. Við systkinin, börnin okk-
ar og makar þökkum fyrir lífs-
sporin sem við áttum saman. Hvíl
í friði.
Ásgeir Jóhannes
Gunnarsson, Ólöf Rún
Gunnarsdóttir og Tinna
Gunnarsdóttir.
Þegar við kveðjum afa Ása
minnumst við hans með þakklæti
í huga. Hann var ljúfur, ráðagóð-
ur og umvafði okkur, fjölskyldu
sína, með ást og umhyggju. Hans
verður sárt saknað.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
Ásgeir Jóhannes
Axelsson
Elskuleg móðursystir okkar,
KRISTÍN HULDA ÞÓR,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold fimmtu-
daginn 6. september. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
20. september klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið.
Jón Þór Gunnarsson
Gróa Gunnarsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Jóhanna Gunnarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
ÁSTHILDUR SALBERGSDÓTTIR,
Grænlandsleið 49,
lést á líknardeild LSH sunnudaginn
2. september.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn
21. september klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð Líknardeildar og
Heimahlynningar LSH.
Friðrik F. Söebech
Berglind Söebech
Þórarinn Söebech Stefanía Unnarsdóttir
Birta Kristín, Ásta Fanney, Friðrik Fannar, Vilhelmína
Þórdís Salbergsdóttir