Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Takk fyrir allt og allt.
Helga Rún og Hekla Sif.
Afi Ási var einstakur maður og
afi. Ég var svo heppinn að fá að
verja miklum tíma með afa og
ömmu þegar ég var yngri, bæði á
heimili þeirra og svo einnig í úti-
legum vítt og breitt um landið.
Þessum stundum fækkaði aðeins
þegar árunum fjölgaði en alltaf
bý ég að þessum góðu minning-
um. Margar voru stundirnar þeg-
ar ég varð eldri sem ég sat við
eldhúsborðið á Miðvanginum,
drakk kaffi og spjallaði við afa
um stjórnmál og íþróttir, en afi
var mikill íþróttaunnandi og þó
að hann hafi fylgst með flestum
íþróttum var handboltinn í fyrsta
sæti. Hann hélt með Haukum og
er hann aðalástæða þess að ég
fór einnig að halda með Hauk-
unum. Við fórum saman á leiki og
má segja að áhugi hans á hand-
boltanum hafi smitast yfir á mig
og fleiri barnabörn.
Seinna þegar við barnabörnin
vorum farin að stunda íþróttir
sjálf mætti hann á leiki og skipti
þá engu máli hvort við spiluðum
undir merkjum Hauka, FH, eða
HK eða hvort íþróttin var hand-
bolti eða fótbolti, alltaf studdi
hann okkur áfram og hélt með
okkur.
Það var alltaf gaman að vera
innan um afa, hann var einstak-
lega orkumikill og glaðlyndur og
alltaf eitthvað að brasa. Iðulega
var hann klæddur í vinnubuxur
og með Peltor-heyrnarhlífar á
höfðinu, tilbúinn að láta hendur
standa fram úr ermum. Alltaf var
hann reiðubúinn að aðstoða mig,
sama hvort það var að sjóða í
pústgrein á gömlum Suzuki-
jeppa, leggja pípulagnir í íbúð-
inni minni eða skutla mér á æf-
ingar. Þannig var afi, alltaf til-
búinn að hjálpa með bros á vör.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Andri.
Afi var einn af þessum stór-
kostlegu mönnum sem gátu allt.
Yfirvegaður, hjartahlýr og með
einstakan húmor. Vinnusamur
var hann, alltaf eitthvað að bauka
og brasa en hafði samt sem áður
alltaf tíma til að stjana við okkur
barnabörnin. Hvort sem það var
að koma manni á æfingu eða í
fiðlutíma þá var hann alltaf tilbú-
inn að skjótast með mann með
bros á vör. Þær bílferðir voru
iðulega ansi snöggar enda fór
hann afi minn mjög fljótt yfir á
Freelandernum sínum. Afi var
mikill Haukamaður og fór ég á
ófáa handboltaleiki með honum
og skemmti mér konunglega,
ekki af því ég hafi einhvern sér-
stakan áhuga á handbolta heldur
hafði ég dálæti á því að fylgjast
með afa þar sem hann lifði sig svo
ótrúlega inn í leikina.
Afi var einnig örlátur maður
og man ég sérstaklega eftir því
eina páskana þegar afi kom á
Miðvanginn með poka fulla af
páskaeggjum. Páskaeggin voru
ætluð okkur barnabörnunum og
erum við þónokkuð mörg. Svarið
sem ég fékk þegar ég spurði af
hverju í ósköpunum hann væri að
kaupa öll þessi páskaegg var að
hann hefði einfaldlega alltaf lang-
að til að gera þetta.
Mér hefur alltaf þótt gott að
vera hjá ömmu og afa og dýrmæt
voru hádegishléin sem ég eyddi á
Miðvanginum með ömmu og afa í
gegnum mína skólagöngu en þar
lærði ég einmitt að tómatsósa og
sulta ganga með flestum mat,
allavega að mati afa.
Takk fyrir allt, elsku afi. Ég
elska þig.
Rósa Árnadóttir
✝ Sveinn Gíslasonvélsmiður
fæddist í Reykjavík
7. mars 1929. Hann
lést á Landspítal-
anum í Fossvogi 10.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Gísli Sveinsson
vélsmiður, f. 6.
ágúst 1897, d. 10.
desember 1964, og
Kristín Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f. 27. janúar
1903, d. 4. ágúst 1971. Hálf-
bróðir Sveins í móðurætt var
Garðar Þorfinnsson, f. 22. ágúst
1925, d. 30. október 1994, fyrr-
verandi maki Sigurlína Sigurð-
ardóttir, f. 22. ágúst 1932. Börn
þeirra eru Sigurður Kristján, f.
25. nóvember 1961, og Pálína
Kristín, f. 1. ágúst 1963. Bróðir
Sveins var Guðmundur Júlíus
(Bói), f. 6. júní 1930, d. 13.11.
1983, maki Sigrún Ólöf Sveins-
dóttir, f. 27. september 1930, d.
5. apríl 2018. Börn þeirra eru
Gísli, f. 15. desember 1952, d. 15.
þeirra eru Sólveig Ösp Haralds-
dóttir, Sigrún, Agnar Páll og
Anna Sigríður.
Sveinn Gíslason ólst upp í for-
eldrahúsum lengst af á Hjalla-
vegi 11 í Reykjavík. Hann lærði
vélsmíði í fyrirtæki föður síns
og bræðra hans, Vélsmiðjunni
Steðja. Hann dvaldi um fimm
ára skeið í Vancouver í Kanada
þar sem hann lærði húsasmíði.
Eftir að hann kom heim 1958
stofnaði hann ásamt bróður sín-
um eigið fyrirtæki sem fram-
leiddi vörur fyrir rafmagns-
veitur. Sveinn starfaði síðar hjá
Lýsi hf. í 25 ár og sá þar um við-
hald og uppsetningu véla. Hann
lét af störfum 2014 þá 85 ára
gamall.
Sveinn var félagi í Golfklúbbi
Reykjavíkur frá 1964 og var þar
virkur bæði í leik og starfi.
Hann var um langt skeið félagi í
Lionsklúbbnum Fjölni. Hann
naut þess að ferðast með fjöl-
skylduna um landið með tjald,
svefnpoka og veiðistöng. Syðri-
Grund í Svarfaðardal varð síðar
hans sælureitur.
Útför Sveins fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 18. septem-
ber 2018, klukkan 15.
september 1979,
Guðný, f. 8. nóvem-
ber 1954, og Krist-
inn, f. 30. október
1957.
Eiginkona
Sveins er Sigrún
Pálsdóttir lækna-
ritari, f. 18. júlí
1939. Foreldrar
hennar voru Páll
Tómasson húsa-
smíðameistari, f. 4.
október 1902, d. 16. janúar 1990,
og Anna Jónína Jónsdóttir hús-
freyja, f. 20. janúar 1920, d. 5.
apríl 2006. Uppeldissonur
Sveins er Hilmar Þórðarson tón-
skáld, f. 9. apríl 1960, maki
Gunnhildur S. Gunnarsdóttir
arkitekt, f. 26. maí 1963. Börn
eru Victoría Sædís Echegaray,
Gunnar Manuel Echegaray og
Sveinn Úlfur. Hilmar á dóttur,
Ingibjörgu Völu. Sonur Sigrún-
ar er Páll Tómasson arkitekt, f.
4. júní 1956, fyrrverandi maki
Sigríður Agnarsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 1952. Börn
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elsku mágs míns, Sveins
Gíslasonar.
Þau Lillý systir og Svenni
giftu sig á Hálsi í Fnjóskadal árið
1963 hvar frændi okkar Sigurður
Haukur Guðjónsson þjónaði.
Veislan var heima hjá foreldrum
brúðarinnar, Önnu J. Jónsdóttur
og Páli Tómassyni í Skipagötu 2 á
Akureyri. Nú eru liðin fimmtíu
og fimm ár og kveðjustundin frið-
sæl og falleg runnin upp. Svenni
lést þann 10. þessa mánaðar eftir
stutt veikindi, en hann var
hraustur og heilsugóður fyrir.
Við kveðjum hann með miklum
söknuði.
Systir mín Sigrún Pálsdóttir
(Lillý) og Svenni, eins og við fjöl-
skyldan og vinir köllum hann,
hafa átt mörg góð ár saman, siglt
áfram með miklum samtaka-
mætti og verið sjálfum sér næg.
Ef eitthvað kom upp á voru málin
leyst af æðruleysi og ekki gert
meira úr en efni stóðu til.
Svenni var sáttur við lífið, já-
kvæður, hlýr og þakklátur fyrir
sitt.
Strákarnir Hilmar og Palli og
barnabörnin voru Svenna hug-
leikin. Hann eignaðist nafna,
Svein Úlf Hilmarsson, og voru
þeir sérstaklega nánir. Svenni
náði góðu sambandi við fólk og
vildi öllum vel. Hann var traust-
ur, gerði mestar kröfur til sjálfs
sín og minni til annarra, og var
umburðarlyndur og ljúfur að öllu
leyti. Aldrei heyrði ég hann segja
styggðaryrði um nokkurn mann.
Minningar um samverustundir
með þeim Lillý og Svenna eru
ótal margar; frá Fálkagötunni,
Kársnesbrautinni, Skúlagötunni
og Frakkastíg, en þangað fluttu
þau árið 1980.
Svenni og Lillý hafa alltaf ver-
ið gestrisin og góð heim að sækja
og hafa margar fjölskylduveisl-
urnar verið haldnar hjá þeim.
Mjög ánægjulegt er að koma á
fallegt heimili þeirra þar sem
hver hlutur á sinn stað og alltaf
allt eins og nýtt, farið svo vel með
og mikil áhersla á vandvirkni hjá
þeim báðum, hvort sem var verið
að smíða stiga, elda eða þrífa.
Við áttum líka margar ánægju-
stundir fyrir norðan í Skipagöt-
unni hjá mömmu og pabba.
Áhugamál Svenna fyrir utan
fjölskylduna, heimilið og vinnuna
voru bílar, veiði, fótbolti og golf.
Það voru engar öfgar varðandi
áhugamálin, meira gert til
ánægju og til að njóta lífsins.
Ég og fjölskyldan mín, Birgir,
Jón Hrói, Páll Tómas, Ólöf, Ul-
rike og barnabörnin, þökkum
fyrir samfylgdina. Blessuð sé
minning góðs drengs.
Sigurbjörg Pálsdóttir.
Árin líða hjá en samt er eins og
sumir eldist lítið sem ekki neitt.
Þannig var það með Svenna mág
minn. Ég trúði því að hann væri
eilífur en nú hefur hann kvatt
þessa jarðvist. Minningin er
sannarlega eilíf og mun gefa
hlýju alla tíð. Mér þótti svo vænt
um hann mág minn sem var mér
eins og faðir. Hlýja hans og vænt-
umþykja var beint frá hjartanu.
Á lífsleiðinni voru alls kyns
þrautir sem hann þurfti að leysa.
Stundum gat ég verið ósátt við
hann en innst inni held ég að það
hafi verið vegna þess að mér
fannst hann ekki fara nógu vel
með sig. Hann gat djúsað og
djammað, vakað langtímum sam-
an, borðað ís og súkkulaði svo
dögum skipti og ekkert virtist
bíta á hann. Svenni var vélsmiður
að mennt og í vinnunni í Steðja
vann hann með alls kyns óholl
efni sem hann andaði að sér alla
daga. Það virtist engin áhrif hafa
til hins verra. Hann var ótrúlega
hraustur alla tíð. Það verður nú
samt að segjast eins og er að
mjög oft tók ég þátt í nammidög-
unum með honum.
Föðurleg umhyggja hans gaf
mér mikið. Ég gat alltaf leitað til
hans með öll mín mál til úrlausn-
ar. Ófáar voru bílferðirnar með
honum á unglingsárunum á
hvaða tíma sólarhringsins sem
var. Hann var alltaf glaður og
hress og tilbúinn til að skutla mér
hingað og þangað eða sækja mig.
Svenni var barngóður og
reyndist hann börnum mínum,
Önnu Pálu, Sindra og Sunnu
Mjöll, ætíð mjög vel. Þau meta
það mikils og hugsa með mikilli
hlýju og söknuði til hans. Þau
höfðu gaman af að færa honum
Seven Up og marssúkkulaði á af-
mælinu hans 7. mars ef hægt var
að koma því við. Alltaf gladdist
hann jafn mikið.
Bassi, hundurinn okkar Ein-
ars, fann líka fljótt notalegheitin í
fari Svenna. Honum fannst gott
að liggja ofan á fótum Svenna og
njóta þegar hann kom til hans í
heimsókn. Reyndar mátti oft
ekki á milli sjá hvor naut betur.
Á síðustu árum hefur verið
aðdáunarvert að fylgjast með því
fallega sambandi sem ríkti á milli
hans og Lillýjar systur. Svenni
var kletturinn í lífi hennar.
Ógleymanlegar eru heimsóknirn-
ar á Frakkastíginn til þeirra.
Alltaf var veisluborð, mikið hleg-
ið og sagðar sögur. Það er mikill
söknuður sem ríkir í hjarta mínu
en ég horfi til þess hversu heppin
ég var að hafa átt hann Svenna
minn að í svona langan tíma. Fyr-
ir það er ég þakklát sem og fyrir
það að hann beið eftir mér til þess
að ég gæti kvatt hann og knúsað í
hinsta sinn.
Við Einar og börnin sendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur til
elsku systur og mágkonu og nán-
ustu ættingja.
Þýtur í stráum þeyrinn hljótt,
þagnar kliður dagsins.
Guð er að bjóða góða nótt
í geislum sólarlagsins.
(Trausti Á. Reykdal)
Helena Pálsdóttir.
Sveinn Gíslason
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginkona mín,
SJÖFN HALLDÓRSDÓTTIR,
lést að Ási í Hveragerði miðvikudaginn
5. september. Útförin fer fram frá
Kotstrandarkirkju miðvikudaginn
19. september klukkan 14.
Eyvindur Erlendsson
börn, tengdabörn og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN RAGNAR EINARSSON,
Sólheimum 23, Reykjavík,
andaðist í Veiðivötnum sunnudaginn
9. september. Útförin fer fram frá
Langholtskirkju föstudaginn 21. september klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktar- og minningarsjóð Tónstofu
Valgerðar.
Erla Elíasdóttir
Bergljót Jónsdóttir Oddur Bjarnason
Valgerður Jónsdóttir
Einar Steinþór Jónsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
BRAGI ÞORSTEINSSON,
Vatnsleysu, Biskupstungum,
sem lést miðvikudaginn 12. september,
verður jarðsungin frá Skálholtskirkju
laugardaginn 22. september, klukkan 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Halla Bjarnadóttir
Ingunn Birna Bragadóttir
Ragnheiður Bragadóttir Eymundur Sigurðsson
Kristrún Bragadóttir Björn D. Þorsteinsson
Bragi Steinn, Sigurður og Halla Eymundsbörn
og Katrín Ingunn Björnsdóttir
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVEINBJÖRN MAGNÚSSON,
múrarameistari,
Holtagerði 8,
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Húsavík fimmtudaginn 13. september.
Útför fer fram í Húsavíkurkirkju mánudaginn 24. september
klukkan 14.
Anna Sigrún Mikaelsdóttir
Sólveig H. Sveinbjörnsdóttir Einvarður Hallvarðsson
Helga Sveinbjörnsdóttir Heiðar Smári Þorvaldsson
Guðný Sveinbjörnsdóttir
Inga Maren Sveinbjörnsd. Valgeir Baldursson
barnabörn, barnabarnabörn og bræður
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG AÐALHEIÐUR Þ. HJARÐAR,
lést miðvikudaginn 12. september.
Guðgeir Þorvaldur, Svandís,
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs föður, sonar, bróður og
barnabarns okkar,
EINARS KRISTJÁNS
GUÐMUNDSSONAR,
Tjarnarbóli 14.
Sérstakar þakkir færum við Jóni G. Bjarnasyni og öðru
starfsfólki Útfararstofu Kirkjugarðanna fyrir aðstoð og
fagmannleg vinnubrögð við framkvæmd og skipulagningu
útfararinnar. Einnig viljum við þakka vinum og vandamönnum
fyrir hlýhug og stuðning.
Alía Margrét Einarsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Thassanai Thaebthao
Ingifríður Ragna Skúladóttir Guðmundur Guðbjartsson
Guðmundur Dór Guðmunds. Hrafnkell Skúli Guðmundsson
Alexía Ýr Magnúsdóttir
Patrik Birnir Guðmundsson
Aron Máni Guðmundsson
Margrét Dóra Guðmundsd. Moritz W. Sigurðsson