Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 24

Morgunblaðið - 18.09.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Kveðja frá tví- burasystur. Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg klettahöllin; teygist hinn myrki múli fram, minnist við boðaföllin; kennd er við Hálfdan hurðin rauð, hér mundi gengt í fjöllin; ein er þar kona krossi vígð komin í bland við tröllin. (Úr Áföngum Jóns Helgasonar) Elsku besta systir mín er búin að kveðja okkur, komið er að mér að þakka henni fyrir vegferð okk- ar saman í öll þessi mörgu ár. Í Ólafsfirði, þessum litla og fallega firði með sín háu og fallegu fjöll áttum við okkar æsku og uppvaxt- arár í leik og starfi. Við fórum saman á Húsmæðraskólann að Löngumýri, árið sem við urðum tvítugar, en fljótlega eftir þann vetur urðu þáttaskil hjá okkur, þar sem þú hafðir kynnst og gift- ist Halldóri Jónssyni, þeim öðling- smanni frá Jarðbrú í Svarfaðardal og settist þar að, en ég í Keflavík með mínum manni Herði Guð- mundssyni. Einn fastur liður hjá okkur eftir að við eignuðumst bíl var að fara norður á sumrin, á Jarðbrú fyrst af öllu, og vera með ykkur öllum á Jarðbrú, og dætur okkar voru alltaf jafn spenntar, og ég sjálf hafði gaman af að taka hrífu í hönd. Móðir okkar Sigríður var hjá ykkur á Jarðbrú og átti yndislega og umhyggjusama daga sín síðustu æviár og get ég það aldrei fullþakkað. Þú varst mikil hetja, kæra systir mín, í áföllum lífsins og aldrei gleymi ég þegar þú hneigst niður við fætur mér í júní 2011 og varst eftir það með lamaðan vinstri handlegg og fót. En öll árin síðan hefur þú borið þessa fötlun með miklum dugnaði og reisn, sem ég hef alltaf dáðst að. Að síðustu, þar sem við höfð- um báðar yndi af að syngja í kór- um, læt ég þetta ljóð fylgja. Við syngjum okkar söngva er sólin gyllir lönd í söngnum sífellt vaka, hin sönnu vinabönd. í söng við tjáum ástir og okkar dýpstu þrár. Við eigum okkar drauma og okkar bros og tár. (Lárus Þórðarson) Elsku systir mín, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Sértu guði falin. Þín tvíburasystir Rósa Steinunn. Imba tvíburasystir mömmu er fallin frá. Farin á leið í sumarland- ið sem i hennar tilfelli er eitthvað í líkingu við dalinn fagra, Svarfað- ardal. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann lætur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún) Við systur eigum yndislegar minningar frá heimsóknum okkar á Jarðbrú, sem voru ansi tíðar eða á hverju sumri á okkar æsku- árum. Þar var alltaf nóg um að vera eins og á flestum sveitaheim- ilum. Imba og Dúddi samhent við störfin stór og smá. Seinni árin voru heimsóknirnar til Imbu á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Á stefnuskránni var að fara í keyritúr um nærliggjandi Ingibjörg Friðrika Helgadóttir ✝ Ingibjörg Frið-rika Helga- dóttir fæddist 27. nóvember 1930. Hún lést 6. septem- ber 2018. Útför hennar fór fram 14. september 2018. byggðarlög, fara á kaffihús, kíkja í búð- ir svo sem frábæra skóbúð á Húsavík, sem reyndar var bú- ið að loka þegar þangað var komið. Sem gerði lítið til þar sem samveran var það sem gilti og eins og sagt er gam- an saman. þessar stundir voru okkur dýrmætar og skemmtilegar. Eins og síðasta heimsókn okkar til Imbu þar sem þær systur rifjuðu upp hinar ýmsu sögur. þá var mik- ið hlegið. Guð blessi hlýja minningu um Imbu frænku. Halla og Helga Harðardætur. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt – Er úti á grundum hringja bjöllur hjarða nú hljótt, svo glöggt og kveldljóð fugls í skógnum einstakt ómar og angurklökkt og golan virðist tæpta á hálfri hending, er hæst hún hvín, og hlátur barna, er leika sér við lækinn, berst ljúft til mín. En eins og tunglskinsblettir akrar blika við blárri grund og ljósgrá móða leitin bakkafyllir og lægð og sund og neðst í austri gylltar stjörnur glitra í gegnum skóg: þá sit ég úti undir húsagafli í aftanró. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæskuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. En þegar hinst er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. (Við verkalok, Stephan G. Stephansson) Eftir langa ævi er lífsverki Imbu frænku lokið, nú hefur hún sameinast Dúdda sínum á ný. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þær mörgu góðu stundir sem ég átti með Imbu, sérstaklega sumrin dásamlegu á Jarðbrú. Á síðustu árum áttum við ótal skemmtilegar stundir saman þegar mamma og við systur fórum helgarferðir norður til að vera með Imbu. Þá var farið á kaffihús, í bíltúra um sveitir, heimsóknir til ættingja okkar að Urðum í dalnum fagra, út að borða í pitsu og franskar, til Húsavíkur í leit að skóbúð og margt, margt fleira. Imba frænka mun ætíð eiga stórt pláss í hjarta mínu. Börnum, tengdabörnum, ömmu og langömmubörnum, mömmu og öllum öðrum sem unnu Imbu svo heitt votta ég mína allra dýpstu samúð. Sofðu rótt, elsku frænka. Þín Þóra. Við vinkonurnar Ingunn og Anna Lilja viljum minnast elsku bestu Imbu okkar í nokkrum orðum. Við kynntumst hvor ann- arri hjá Imbu á Heiðarlundinum, þegar við leigðum hjá henni her- bergi á menntaskólaárum okkar í VMA. Ingunn annars vegar haustið 1993 til vors 1996 og Anna Lilja hins vegar haustið 1995 til vors 1998. Mikið sem þetta var dýrmætur tími sem við erum þakklátar fyrir. Að búa inni á full- orðinni konu sem hleypti okkur inn í sitt líf og umvafði okkur kær- leik og hlýju. Það var allt svo heimilislegt og afslappað hjá Imbu og allt í föstum skorðum. Þegar við vinkonur komum heim úr skólanum, þá var Imba annað- hvort í eldhúskróknum að dreypa á teinu sínu, lesandi blöðin eða uppi í hornsófanum með hannyrð- ir horfandi á sjónvarpið. Ingunn átti margar gæðastundir með henni í eldhúskróknum og Anna Lilja átti margar gæðastundir yfir Leiðarljósi í sjónvarpinu. Við gát- um hlegið mikið saman og spjallað um heima og geima og svo til ekk- ert var heilagt. Imba var yndisleg kona sem gerði okkur skólastúlk- unum lífið mun auðveldara. Svo frábær fyrirmynd, í senn sterk og blíð. Eitt skiptið ákváðum við að koma gömlu konunni á óvart á af- mælisdaginn hennar. Við vildum endilega að hún fengi köku og af- mælissöng, áður en hún færi í vinnu, en þar sem hún fór alltaf á fætur rétt fyrir klukkan sjö, þá urðum við að laumast yfir til Guð- rúnar, vinkonu okkar í næstu götu, klukkan sex að morgni og fá að skreyta kökuna þar. Ekki gát- um við gert það heima, þar sem þá myndi hún sjá kökuna og heyra þruskið í okkur í þokkabót. Við laumuðumst svo aftur yfir í Heið- arlundinn og biðum í myrkrinu eftir að hún vaknaði. Þegar Imba kom niður stigann, vorum við búnar að kveikja á kertunum og tilbúnar með afmælissönginn. Við byrjuðum að syngja og við heyrð- um bara „Jesús minn, Jesús minn almáttugur!“ Henni brá svona mikið að sjá bjarmann af kertun- um að hún hélt hreinlega að það væri kviknað í húsinu. Eftir að hún var búin að jafna sig, þá upp- hófst þessi mikli og smitandi hlát- ur frá henni og hún ætlaði aldrei að geta hætt. Hún tilkynnti okkur á milli hláturandkafanna að hún gæti ekki borðað köku í morgun- verð, því hún þyldi sykurinn illa svona snemma dags. Kökugarm- urinn yrði að borðast þegar hún kæmi heim úr vinnunni. Svo hlóg- um við ennþá meir og vorum lengi að jafna okkur. Í huga okkur geymum við ógrynni minninga um ljúfu Imbu og þær lifa lengi í hjörtum okkar. Elsku bestu Jarðbrúarsystkini og fjölskyldur, við sendum ykkur hlýjar samúðarkveðjur. Ingunn Björnsdóttir, Anna Lilja Gunnlaugsdóttir. Þegar ég hugsa um elsku Imbu á Jarðbrú sé ég hana fyrir mér brosandi eða hlæjandi. Og líka syngjandi, því hún hafði söngrödd góða og yndi af góðri tónlist. Undanfarin ár hef ég átt erindi til Akureyrar einu sinni á ári og þá hefur fyrsta verk mitt verið að heimsækja Imbu á Dvalarheimilið Hlíð. Var búin að hlakka til að hitta hana í byrjun október ef af því verður ekki, hún hefur nú kvatt þetta jarðlíf og mun hvíla við hlið Dúdda síns sem hún missti allt of snemma. Eftir að ég eignaðist mína fjöl- skyldu var það árviss viðburður að keyra norður að Jarðbrú í Svarfaðardal og heimsækja Imbu og Dúdda og þeirra fjölskyldu. Við Dúddi frændi vorum systkina- börn og þarna fékk ég kærkomið tækifæri til að kynnast móðurfjöl- skyldunni minni. Heimilið á Jarðbrú var einstakt að svo mörgu leyti. Þarna bjuggu saman þrjár kynslóðir og oftast var mjög gestkvæmt. Ekki óal- gengt að 15-20 manns væru í mat. Dúddi var mikið að heiman vegna starfa sinna við dýralækningar og sem oddviti svo að rekstur heim- ilisins var að mestu leyti í höndum Imbu. Það var ótrúlegt að fylgjast með henni vinna, hún var alltaf að en gaf sér samt alltaf tíma til að spjalla. Kvöldin á Jarðbrú eru ógleymanleg þegar setið var við eldhúsborðið og sagðar sögur. Þá var mikið hlegið. Imba og Dúddi eignuðust sex börn sem öll hafa erft góða eiginleika foreldra sinna. Við vorum svo lánsöm að Óli okkar fékk að fara í sveit að Jarðbrú í þrjú sumur. Það var ekki lítils virði fyrir einkabarnið að fá að kynnast frændsystkinum sínum og öðrum börnum sem voru þar í sveit og taka þátt í sveita- störfunum. Þáttaskil urðu í lífi fjölskyld- unnar eftir að Dúddi veiktist og þau þurftu að bregða búi. Ári eftir að þau fluttu til Akureyrar lést Dúddi, langt um aldur fram. Imba varð svo fyrir áfalli og lamaðist ár- ið 2011 og gat þá ekki lengur hugsað um sig sjálf. Þetta var mikið áfall en hún tók örlögum sínum af æðruleysi. Börnin henn- ar sex, tengdabörn og afkomend- ur þeirra hafa staðið þétt við bakið á Imbu og þannig launað það góða uppeldi sem þau fengu á Jarðbrú. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð og við fjölskyldan þökkum fyrir allar dýrmætu samveru- stundirnar. Minningin um ein- staka konu lifir. Ásgerður Ólafsdóttir. „Mínir vinir fara fjöld“. Hagl úr auga. Á Húsabakkaárunum ’72-’81 eignuðumst við Valborg og börnin okkar trausta og sanna vini á Jarðbrú. Samskipti okkar Dúdda hófust vegna skólans – skólastjóri og oddviti. Yngstu börn Jarðbrú- arhjóna voru í skólanum samtímis okkar börnum sem þá voru mjög ung. Sú yngsta fæddist raunar sem íbúi í Svarfaðardalshreppi 1972. Samskiptin við oddvitann og hans fjölskyldu þróuðust upp í vinskap sem efldist og endast mun alla framtíð. Imba var ætíð jákvæð og skemmtileg, glöð og gefandi, brosandi og ætíð hjálpleg. Hún fékk þó örugglega að kenna á ölduróti lífsins, m.a. missti bónda sinn langt um aldur fram og fleiri dýfur. Æðrulaus allt til enda. Dúddi var tryggur vinur og tókum við oft orðræður saman á heimilum okkar. Þar bar margt á góma og vorum við ekki endilega alltaf sammála en nutum vin- astundanna. Á Jarðbrú var í þá daga öldruð mamma og amma og á ég fagrar minningar frá slíkum mannamótum í eldhúsinu á Jarðbrú, oft með Valborgu konu minni. Minningarnar hrannast upp: Þriggja ára dóttir okkar var kom- in með margar vörtur á fingrum annarrar handar. Imba sagði móður hennar að koma með barn- ið næst þegar slátrað væri kú á Jarðbrú. Reyna mætti þessa að- ferð. Valborg fór með barnið er kallið kom. Dúddi hafði þá nýtekið innan úr kúnni og sagði að nú skyldi barnið stinga hendinni í heita gorvömbina. Ekki leist barninu á þetta en lét sig samt hafa að stinga litlu hendinni sinni inn í heita gorvömbina og var látin halda henni þar litla stund. Er heim kom sagði barnið: „Ógd- legt“. En viti menn! Vörturnar hurfu á mjög stuttum tíma og í dag eru engar vörtur á hendinni eftir 43 ár! Bók Jarðbrúarsystkina, Svarf- dælasýsl, kom út nýlega. Í útgáfu- teiti 13. okt. 2017 var móðir þeirra, Imba, mætt. Bókin er til- einkuð foreldrum útgefenda. Imba var svo glöð og stolt í stóln- um sínum. Falleg stund. Fyrir fáum dögum heimsótti ég Imbu á Hlíð. Hún var þá í baði og beið ég nokkra stund eftir henni. Við ræddum saman litla stund og það geislaði af henni og hún var eitt bros og sönn gleði að sjá þessa lífsglöðu og gefandi konu. Ég kyssti á hönd hennar að skilnaði Kveðja frá Sor- optimistaklúbbi Akraness Kær systir er fallin frá. Eftir erfið veikindi hefur Hildur loks fengið hvíldina. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Hildur var sorop- timisti og var ein af stofnendum og stólpum klúbbsins okkar, So- roptimistaklúbbs Akraness, stofnaður árið 1983. Þar sem hún var ein af stofnendunum þekkti hún kjarnann í að vera soroptim- isti. Um leið og hún var leiðbein- andi og hvetjandi var hún líka mikill vinur og systir. Hún hélt vel utanum soroptimista-hug- sjónina og var góð fyrirmynd nýjum systrum. Hildur gegndi ýmsum störfum fyrir klúbbinn okkar og samtök- in, hún var formaður klúbbsins 1986-1988. Umhverfismál áttu stóran þátt í lífi Hildar og var hún verkefnastjóri umhverfis- mála bæði fyrir klúbbinn og Landssamband soroptimista. Heilbrigðismál voru henni hug- leikin og hún var iðin við að miðla fróðleik á þessum sviðum, t.d. með þriggja mínútna erindum. Listin lék í höndum Hildar, en hún var hógvær og var lítið að flíka verkum sínum innan klúbbsins. Við nutum þess, klúbbsystur, að upplifa hinar ýmsu listsýningar með henni og manni hennar. Fyrir hennar tilstilli eigum við Akranesssystur vinaklúbb í Þýskalandi. Hildur hélt góðu vinasamband við þennan klúbb, meðan hennar naut við. Hildur var góður ferðafélagi, hvort sem um var að ræða ferð á fundi samtakanna eða skemmti- ferðir klúbbsystra. Sérstaklega er okkur minnisstæð ferð okkar til vinaklúbbsins í Þýskalandi, þar sem Hildur átti sinn þátt í að allt gengi upp. Hún var okkur líka stoð og stytta þegar vinaklúbburinn heimsótti okkur nokkrum árum seinna. Soroptimisti alltaf sorop- timisti, þannig var Hildur í okkar huga. Nú húmar að og hljóðnar vorsins ómur, horfið sumar finnst oss alltof fljótt, það er lífsins dapri skapadómur, dagur styttist, óðum lengist nótt. En haustið það á margan dýrðardag, dásamlega liti og fagurt sólarlag. (Valbjörg Kristmundsdóttir) Hiltrud Hildur Guðmundsdóttir ✝ Hiltrud HildurGuðmunds- dóttir fæddist 29. júlí 1935. Hún and- aðist 28. ágúst 2018. Útför hennar fór fram 4. september 2018. Hildur var glæsi- leg kona, traust, framsýn, fjölfróð og hafði góða nærveru og ávann sér vænt- umþykju okkar sem kynntumst henni. Nú er komið að leiðarlokum og við minnumst Hildar með hlýjum hug og þökkum allt hennar góða starf fyrir klúbbinn okkar. Eftirlifandi eiginmanni og fjöl- skyldu sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Soroptimista- klúbbs Akraness, Lilja Guðlaugsdóttir. Góð vinátta tengir ekki aðeins einstaklinga heldur líka þeirra nánustu, foreldra og systkini. Þannig hefur það verið með okk- ur vinkonurnar, ekki einungis höfum við fylgst að í gegnum lífið heldur höfum við einnig tengst og fylgt fjölskyldum hver ann- arrar. Við eyddum drjúgum tíma heima hjá Lilju á Vogabraut 32 sem börn og unglingar og þar var alltaf tekið vel á móti stel- puskaranum. Hildur var ekki að- eins mamma Lilju heldur einnig kennari okkar, bæði í fjölbrauta- skólanum sem og í daglega lífinu. Hún var einstök listakona og bar heimili hennar þess merki í hönnun og myndlist sem og tón- list sem var stór hluti af heim- ilishaldinu. Hildur var líka sér- staklega snjöll saumakona og vippaði léttilega fram hverri flík- inni á fætur annarri fyrir Lilju og að sjálfsögðu var hún alltaf til í að sauma, laga, bæta eða hanna fyrir okkur hinar líka. Hjá Hildi lærðum við líka margt um nátt- úrulyf, lífrænt ræktaða og hreina fæðu og annað slíkt sem á þeim tíma var ekki mikið í umræðunni. Og gleymum ekki aðstoðinni við þýskunámið í fjölbraut og þýð- ingunum á Bravo-blöðunum. Eftir að við urðum fullorðnar og stofnuðum okkar eigin heimili minnkuðu samskiptin við æsku- heimili og foreldra vinkvenna okkar en við fylgjumst þó alltaf vel með þessu fólki sem átti stór- an hlut í okkur. Minningin um Hildi með sitt kankvísa bros og smitandi hlátur mun ávallt lifa með okkur. Elsku Lilja, Guðmundur, Sig- rún, Kristján og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Minningin um Hildi er ljós í lífi okkar allra. Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Rannveig Þórisdóttir, Sigrún Níelsdóttir, Helga Finnbogadóttir, Þóranna Kjartansdóttir, Eygló Peta Gilbertsdóttir. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.