Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagins 24. september
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heimili&
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. september
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þrátt fyrir að vinir og vandamenn
séu ekki á sömu leið og þú líður þér mjög
vel. Settu markmið þín og væntingar á blað.
20. apríl - 20. maí
Naut Samtal við ættingja, nágranna eða
fjölskyldu hefur jákvæð áhrif á þig. Einhver
lofar þér gulli og grænum skógum en þú
efast um efndir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ástin getur komið til manns á ólík-
legustu stöðum – í kjörbúðinni eða bank-
anum. Láttu hart mæta hörðu í viðskiptum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Finnist þér eitthvað vera að vaxa
þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að
spýta í lófana og taka málin í sínar hendur.
Þú átt fullt í fangi með að fylgja tísku-
straumum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Mundu að þótt allt gangi þér í haginn
eina stundina er lánið fallvalt og betra að
vera við öllu búinn. Þú ert ekki við eina fjöl-
ina felld/ur í ástamálum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þeir þættir í fari þínu sem fram að
þessu hafa valdið ánægju í vinahópnum
virðast nú valda þér erfiðleikum. Allir hafa
eitthvað til málanna að leggja, líka börn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Varastu að gagnrýna aðra um of því þú
ert nú svo sem ekki fullkomin/n. Það geng-
ur hvorki né rekur í ástamálunum þessa
mánuðina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur fulla ástæðu til að
vera ánægð/ur því allt virðist ætla að ganga
upp hjá þér. Leitaðu ráða varðandi val á inn-
réttingum, það margborgar sig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað gerir það að verkum að
þú dregur þig inn í skel. Dveldu þar eins
lengi og þú þarft. Mundu svo að lífið heldur
áfram.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að finna farsælan farveg
fyrir alla þína innri orku. Leyfðu öðrum að
njóta með þér. Komdu erfða-, fasteigna- og
tryggingamálunum á hreint.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú tekur lífinu of alvarlega og
þarft að losa aðeins um hömlurnar. Hugsun
þín er skýr og því geturðu komið miklu í
verk á næstu vikum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt á hættu að verða fyrir barðinu
á manneskju sem á mjög erfitt um þessar
mundir. Gefðu þér góðan tíma til að sinna
viðgerðum heima fyrir því miklu skiptir að
árangurinn verði sem bestur.
ÍVísnahorni á fimmtudaginn voruvísur eftir Auðólf Gunnarson
lækni og slæddist þar inn vond villa
og biðst ég velvirðingar á því. Rétt er
vísan, „Kvöld á Hólsfjöllum“, svona:
Á Hólsfjöllum var himneskt kveld
við hjara norðurslóðar.
Þá fjöllin bar við arineld
aftansólar glóðar.
Auðólfur var svo elskulegur að
senda mér fleiri vísur. Hér er „Á
Balí“:
Á Balí er blítt að vera.
Þar brosir hver einasta snót.
Á höfðinu byrðar þær bera,
banana jafnt sem grjót.
Og þegar sólin sest þar
við sjávarins ystu rönd,
verða til vafurlogar,
sem verma þau draumalönd.
Haust.
Fellur lauf og fölnar nár,
fer að haust og vetur.
Sláttumannsins slynga ljár
slær nú allt, sem getur.
Frostrósir falla á gluggann,
fölnuð er rósin mín.
Ég finn, að hún felst bak við skuggann
feigðin og kallar til sín.
Ólafur Stefánsson yrkir afmælis-
vísu til Sigurlínar Hermannsdóttur á
Leir:
Yrkir vel í önnum dags,
alvöru og grín.
Syngur kát til sólarlags
Sigurbaugalín.
Sigurlín þakkaði fyrir vísuna með
þessari athugasemd þó: „Ég veit að
fljóð er hvorugkynsorð en ég á í vand-
ræðum með að skilgreina mig sem
hvorugkyn. En takk fyrir vísuna!“:
Nýju ári fagnar fljóð
fáni upp var dreginn.
Afmælis- fær ágætt ljóð
er að vonum fegin.
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
og fór með þessar stökur. Að vanda
hnykkti hann höfðinu afturábak til
vinstri og tautaði:
Góðar vísur gleðja að vísu karlinn.
Oft hún ber mér boðnarvín,
bestu þakkir, Sigurlín!
Mér finnst fara vel á því að birta
þetta fallega haustljóð eftir Ingólf
Ómar:
Gulnað hefur gróður jarðar
gránað efstu strýtur fjalla,
litir haustsins lyngið prýða
lauf af birkihríslum falla.
Héluslæða hlíðar þekur
hraunið grátt og bratta stalla.
Kyrrðin andar köldu lofti
kemur brátt að skapadómi,
döggin frýs á dýjamosa
dregur kul að litlu blómi.
Skógarþrestir klökkvir kveða
kvaka álftir sárum rómi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frá Hólsfjöllum til Balí
„ÉG VEIT EKKI MIKIÐ UM FORELDRA
MÍNA. ÉG VAR ALINN UPP AF
ÖRYGGISMYNDAVÉLUM.“
„ÉG HÉLT AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ TAKA TIL Í
ELDHÚSINU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að erfa hvort annað
að öllu saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ÆTTI AÐ
SLÁ ÞIG FYRIR
ÞETTA!
JÁ? ÞÚ OG
HVAÐA HER?
JÆJA, DRENGIR, ÚT MEÐ
SLAGINN EÐA ÉG HÆTTI
AÐ VEITA YKKUR!
KANNSKI
TALAÐI ÉG AF
MÉR!
ÞAÐ ER Í LAGI –
MÁ BJÓÐA ÞÉR
DRYKK?
ÆTLAR ÞÚ AÐ STARA Á SÍMANN
ÞINN ALLT STEFNUMÓTIÐ
OKKAR?
JÁ GEGGJAÐ Víkverji rifjaði upp kynnin af AllyMcBeal um helgina; sjónvarps-
þáttum sem hann hafði allnokkurt
dálæti á fyrir um tveimur áratug-
um. Sjónvarp Símans endursýnir þá
um þessar mundir en þetta var
fyrsti þátturinn sem Víkverji sér
frá upphafi til enda.
x x x
Það voru jól og í forgrunni varmál manns sem hafði verið sagt
upp störfum á grundvelli þess að
hann hafði séð einhyrning á skrif-
stofu sinni. Maðurinn greindi vinnu-
félögum sínum frá þessari merki-
legu sýn og var í framhaldinu
rekinn með þeim skýringum að
hann væri augljóslega ekki fær um
að sinna starfi sínu lengur. Hann
var í ábyrgðarstöðu og þurfti að
taka stórar ákvarðanir á hverjum
degi, þar sem háar fjárhæðir héngu
á spýtunni. Maðurinn skaut upp-
sögninni til dómstóla og fékk hina
knáu Ally McBeal og lagateymið á
stofunni hennar til liðs við sig.
x x x
Eftir að hafa hlýtt á rökin, með ogá móti, ákvað dómarinn að
ógilda uppsögnina. Sannarlega væri
ósennilegt að maðurinn hefði í raun
og veru séð einhyrning á skrifstofu
sinni en ekki væri þó sannað að það
hefði áhrif á hæfni hans til að
gegna áfram starfi sínu.
Maðurinn hrósaði sigri en fékk í
kveðjuskyni holl ráð frá lagateymi
sínu. „Næst þegar þú sérð einhyrn-
inginn, hafðu það þá bara fyrir
þig!“
x x x
Hafið þið veitt því athygli hvaðþað er miklu skemmtilegra að
lesa bílnúmer eftir að bókstöfunum
fjölgaði í þrjá? Alltént veit Víkverji
fátt skemmtilegra á þessum síðustu
og verstu tímum.
Um helgina ók hann á eftir bæði
BOB87 og ROY87, að ekki sé talað
um JIM99. Allt númer af handahófi
sem orðið hafa til í tölvu. Svo er
það MYZ00. Að vísu núll en ekki O
í lokin en það er sama. Loks má
nefna TEK21. Undir stýri var karl-
maður sem mögulega hefur sagt við
konuna sína um morguninn: Ég tek
21! vikverji@mbl.is
Víkverji
Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé
nafn Guðs um aldir alda því að hans
er viskan og mátturinn.
(Daníel 2.20)